A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skráning á sumarnámskeið

| 31. maí 2021
Opnað hefur verið fyrir skráningar á sumarnámskeið í Strandabyggð. Skráningarskjalið er að finna hér: https://forms.gle/yx6h1SLstf9yJaTv7

Í boði eru fjölbreytt námskeið fyrir börn á öllum aldri; Íþróttir- og leikir, Náttúrubarnaskóli, stuttmyndagerð, leiðtogaþjálfun, skíði og sirkus svo fátt eitt sé nefnt. Auk þess er Geislinn með námskeið og heldur utan um eigin skráningu. Á öllum námskeiðum starfa úrvalsleiðbeinendur sem eru vanir að vinna með börnum og njóta aðstoðar ungmenna úr Vinnuskólanum.

Hægt er að skrá sig í hádegismat meðan á námskeiðum stendur.

Við miðum við að taka saman skráningu á námskeið hverrar viku miðvikudaginn fyrir og sendum í kjölfarið út nákvæmari upplýsingapóst.

Öllum börnum er velkomið að skrá sig á námskeiðin en Strandabyggð niðurgreiðir 5.000 kr. á hvert námskeið fyrir börn forsjáraðila sem búa í sveitarfélaginu.

Góða skemmtun og gleðilegt sumar!

Íþróttamiðstöðin opnun

Salbjörg Engilbertsdóttir | 31. maí 2021

Íþróttamiðstöðin er lokuð til kl.17 dagana 1. og 2. júní vegna námskeiða starfsmanna en verður síðan opin frá kl. 17-21.  


Verið öll hjartanlega velkomin!

Bogfimi í íþróttamiðstöðinni

| 28. maí 2021
Í dag, föstudag, kl 16-18 er opin kynning á bogfimi í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík, öll velkomin.

Um helgina fer svo fram námskeið í íþróttinni. Nánari upplýsingar og skráning hér: https://www.facebook.com/events/863805147903093

Tilnefningar til Menningarverðlauna

| 27. maí 2021
Jón Jónsson og Kristín Einarsdóttir við verðlaunaafendinguna árið 2020
Jón Jónsson og Kristín Einarsdóttir við verðlaunaafendinguna árið 2020

---Frestur til tilnefninga hefur verið framlengdur til hádegi 14. júní 2021---

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar auglýsir eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Strandabyggðar árið 2021.

Öflugt lista og menningarstarf er verðmætt öllum samfélögum en ekki síst litlum sveitarfélögum á borð við Strandabyggð og því er dýrmætt að verðlauna það sem vel er gert.

Tilnefningum, ásamt rökstuðningi, má skila á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is til kl.12:00 mánudaginn 7.júní.


Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd skipar dómnefnd sem velur úr innsendum tillögum og veitir verðlaunin á opnun Hamingjudaga.

...
Meira

Gáma- og geymslusvæði og stöðuleyfi

Salbjörg Engilbertsdóttir | 26. maí 2021
Sæl öll
 
Strandabyggð  er að vinna þessa dagana í skipulagi og skráningum á gáma- og geymslusvæði og í sumar verða svæðin og gámarnir merkt betur.  Allir eigendur og leigutakar fengu bréf og samning í mars og viljum við biðja eigendur gáma og leigendur reita á geymslusvæði að skila til okkar samningi fyrir 10. júní á skrifstofu Strandabyggðar.   

Reglur um gáma- og geymslusvæði

Við viljum ennfremur minna fólk á að skila inn umsóknum um stöðuleyfi fyrir muni sem geymdir eru utan þessara skipulögðu svæða, til byggingarfulltrúa til afgreiðslu. Sækja þarf um stöðuleyfi árlega, sjá frétt um stöðuleyfi frá janúar
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón