A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Eftirlitsáætlun Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda fyrir Strandabyggð 2021

| 29. janúar 2021
Samkvæmt 20.gr reglugerðar um eldvarnir og eldvarnareftirlit Nr. 723/2017 skal slökkviliðsstjóri gefa út eftirlitsáætlun eldvarnaeftirlits fyrir 1.febrúar ár hvert þar sem gerð er grein fyrir því hvaða mannvirki, lóðir og starfsemi munu sæta eldvarnaeftirliti það árið.

Árið 2021 munu nokkur fyrirtæki og stofnanir eiga von á heimsókn frá eldvarnaeftirliti.  Hér má finna lista yfir þau fyrirtæki.


Að auki mega önnur fyrirtæki og stofnanir eiga von á skoðun frá eldvarnaeftirliti, meðal annars vegna umsagna um tækifæris- og rekstrarleyfi, öryggis- og lokaúttekta o.fl.

29. janúar 2021
Ívar Örn Þórðarson
Slökkviliðsstjóri
Brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda

Umhverfisvottaðir Vestfirðir

| 27. janúar 2021

Um áramótin vorum við minnt herfilega á að náttúruvá gerir ekki boð á undan sér. Skriðuföll á Seyðisfirði hafa sópað burtu aldargamalli byggð. Á sama tíma var fólk á Reyðarfirði beðið um að yfirgefa hús sín til að koma í veg fyrir manntjón ef skriður skyldu einnig fara af stað ofan við þá byggð. Slíkar viðvaranir og rýmingu kannast Vestfirðingar við, en þá tengt snjóflóðum. Fyrir rúmu ári féll síðasta alvarlega snjóflóðið á Vestfjörðum og olli eignatjóni, einkum á höfninni á Flateyri....
Meira

Frestur til að sækja um styrk

| 25. janúar 2021
Þann 1. febrúar næstkomandi rennur út frestur til að sækja um styrki til sveitarfélagsins. Hámarksupphæð er 100.000 krónur og er markmiðið með styrkjunum að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreytilegu mannlífi....
Meira

Stöðuleyfi í Strandabyggð

| 20. janúar 2021
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Í gangi er nú vinna hjá sveitarfélaginu við endurskoðun stöðuleyfa og innheimtu gjalda vegna þess.  Verður allt ferlið endurskoðað og öll innheimta gjalda gerð einfaldari og skilvirkari. 

 

Hvað er stöðuleyfi?

Sækja þarf um stöðuleyfi til að láta tilgreinda lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna, samanber 1. mgr. 2.6.1. gr. byggingarreglugerðar.  Þeir hlutir sem falla undir ákvæði um stöðuleyfi eru t.d.:

  • Hjólhýsi, á tímabilinu frá 1. október til 1. maí
  • Gámar
  • Bátar
  • Torgsöluhús
  • Frístundahús í smíðum, sem ætlað er til flutnings
  • Stór samkomutjöld.  

Hér er sem sagt átt við þessa hluti, ef þeir standa utan gáma- og geymslusvæðis eða annara skipulagðra svæða, lengur en tvo mánuði.

 

Hvernig á að sækja um?

Ferlið við umsóknir um stöðuleyfi er eftirfarandi:

  1. Einstaklingar eða fyrirtæki sem eiga muni sem falla undir skilgreininguna hér að framan, þurfa að sækja um stöðuleyfi til sveitarfélagsins á sérstöku eyðublaði sem er afhent á skrifstofu Strandabyggðar.  Allar nánari upplýsingar veitir byggingarfulltrúi, Grettir Örn Ásmundsson
  2. Stöðuleyfi skal endurnýja árlega, ef ætlunin er að geyma lausafjármuni áfram á lóðum sveitarfélagsins
  3. Það er á ábyrgð stöðuleyfishafa að endurnýja stöðuleyfið, eða tilkynna breyttar forsendur til sveitarfélagsins, t.d ef lausafjármunir verða fjarlægðir af umræddum svæðum og endurnýjunar gerist ekki þörf
  4. Þetta verklag gildir frá og með síðustu áramótum og hefur því tekið gildi.

Við munum á næstunni fara vel í gegn um leyfisveitingar og ganga frá formlegum skráningum.  Hugsanlega þarf að gera einhverjar leiðréttingar.  Við vonumst eftir skilningi og samstarfsvilja þeirra sem fengið hafa leyfi sem og þeirra sem ekki hafa fengið formleg leyfi en eru engu að síður með muni í geymslu utan hefðbundinna geymslusvæða.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar

Breyttur opnunartími hafnarinnar

| 20. janúar 2021
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Sem liður í aðhaldsaðgerðum vegna fjárhagsstöðu sveitarfélagsins, hefur sveitarstjórn samþykkt breytingu á opnunartíma hafnarinnar, en um er að ræða skerðingu á opnunartíma.  Breytingarnar hafa þegar tekið gildi og er höfnin nú opin sem hér segir:
  • Alla virka daga til kl 20 í stað 22 áður
  • Lokað á laugardögum
  • Opið á sunnudögum frá kl 15-20.
Við leggjum upp með þetta svona en vegum og metum stöðuna reglulega.  Gerðar verða undantekningar frá þessu t.d. þegar grásleppuvertíðin stendur yfir.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón