Laust starf Tómstunda- og íþróttafulltrúa
Tómstunda- og íþróttafulltrúi
Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir laust til umsóknar starf Tómstunda- og íþróttafulltrúa. Um er að ræða 70% starfshlutfall, með möguleika á hækkun í 100%
Hér er um að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf þar sem skapandi og skipulagðir einstaklingar sem hafa unun af samskiptum og samstarfi við ungt fólk ættu að blómstra.
...Meira
Nýr starfsmaður félagsmiðstöðvarinnar Ozon
Við bjóðum Ágúst velkomin til starfa í Ozon!
Samráðsfundur bænda í Strandabyggð.
Samráðsfundur bænda í Strandabyggð.
Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar boðar hér með til fundar í Sævangi, föstudaginn 8. febrúar n.k. kl 14:00 – 15.30.
Fundarefni:
- Fjallskil 2019, skipulag og framkvæmd
- Önnur mál.
Kaffi og meðlæti.
Vinsamlegast staðfestið þátttöku hjá Þorgeiri í síma 899-0020 eða með pósti á thorgeir@strandabyggd.is sem fyrst.
Íþróttamaður ársins 2018 í Strandabyggð
Íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík var haldin í gær í íþróttamiðstöðinni. Hátíðin var vel sótt og komu þar margir foreldrar með sínum börnum og reyndu sig í keppni í hinum ólíklegustu íþróttagreinum. Stemningin var góð og þessi hátíð sýndi enn og aftur hversu mikilvægt það er að foreldrar komið með krökkunum og tekið þátt.
Íþróttamaður ársins
Á íþróttahátíðinni var tilkynnt um kjör Íþróttamans ársins 2019 og er það Birkir Stefánsson, hlaupari og skíðagarpur með meiru.
...Meira