A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Kvennakórinn Norðurljós 20 ára afmælistónleikar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 03. maí 2019
Kvennakórinn Norðurljós var stofnaður haustið 1999 af Sigríði Óladóttur og systrunum Mariolu og Elzbietu Kowalczyk og á því 20 ára afmæli í haust.  Í tilefni þess, hefur kórinn æft dagskrá sem samanstendur af uppáhaldslögum undanfarinna 20 ára og lögum og textum sem hafa verið samin eða útsett fyrir kórinn.

Afmælistónleikarnir verða haldnir sunnudaginn 5. maí nk. kl. 14.00 í Hólmavíkurkirkju og eftir tónleikana verður veglegt kaffihlaðborð og afmælisveisla í félagsheimilinu á Hólmavík.  Kórkonur vonast eftir að sem flestir mæti til að fagna þessum tímamótum með þeim.

Stjórnandi kórsins hefur verið frá upphafi Sigríður Óladóttir og að þessu sinni eru meðleikarar Kjartan Valdimarsson og Gunnlaugur Bjarnason. Formaður kórsins er Aðalbjörg Óskarsdóttir

Miðaverð er 3500 og 1800 fyrir ungmenni 6-14 ára og ekki er tekið við kortagreiðslum en hægt er að millifæra á reikning.

Lokahátið Þjóðleiks á Hólmavík

| 29. apríl 2019

Lokahátíð Þjóðleiks á Hólmavík 30. apríl - 1. maí
Þjóðleikur er leiklistarhátíð ungs fólks sem haldin er annað hvert ár á landsbyggðinni að frumkvæði
Þjóðleikhússins og í góðu samstarfi við menningarráð og marga aðra aðila á landsbyggðinni.
Þekkt íslensk leikskáld eru fengin til að skrifa krefjandi og spennandi verk fyrir 13-20 ára leikara sem
svo eru sett upp í hinum ýmsu byggðum landsins. Lokahátíðir eru haldnar að vori þar sem allar
sýningar í hverjum landsfjórðungi koma saman á stórri leiklistarhátíð. Í ár er Þjóðleikur 10 ára og
verður haldinn með pompi og pragt....
Meira

Umhverfisátak í Strandabyggð

| 26. apríl 2019
Sæl öll,

Eins og sagt hefur verið frá áður verður farið af stað með umhverfisátak í Strandabyggð á þessu kjörtímabili og er það í raun þegar hafið.  Í dag komu fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða og settu límmiða á bíla og aðra muni, sem ekki standast kröfur og samþykktir um umhverfismál á almannafæri. Nú gefst eigndum þessara muna tími næstu 14 daga til að fjarlægja þá eða ræða við sveitarfélagið um aðra lausn í málinu.  Við hvetjum ykkur sem hlut eiga að máli því til að hafa samband svo við getum í sameiningu fegrað bæinn okkar og gert umhverfið vistvænna.

Í næstu viku er svo stefnt að fundi með rekstraraðilum á Skeiðinu, þar sem næstu skref þar verða rædd.  

Það er öllum ljóst að þetta er mikið átaksverkefni og verður ekki unnið nema í samstarfi við þá sem hlut eiga að máli.  Við óskum því eftir góðri samvinnu um þetta mikilvæga verkefni.

Kveðja
Þorgeir Pálsson

Ungmennaþing

| 26. apríl 2019

Mánudaginn 29.apríl verður haldið ungmennaþing í Félagsheimilinu klukkan 16:00 boðið verður upp á pizzur frá Cafe Riis og fundað um ýmislegt. Hlökkum til að sjá ykkur.

Störf við leikskólann Lækjarbrekku

Leikskólinn Lækjarbrekka | 24. apríl 2019

Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir starfsmanni á deild í 100% stöðu og starfsmanni í 50% stöðu stuðningsfulltrúa.  Leitað er eftir leikskólakennara, uppeldismenntuðu fólki eða fólki sem hefur áhuga á að starfa með börnum. Vinnutíminn er 8:00-16:00. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

 

Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Leitað er eftir öflugum starfsmanni sem hefur gaman af börnum, býr yfir hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, sveigjanleika og skipulagshæfni. Einnig eru áreiðanleiki og frumkvæði og sjálfstæði í starfi góður kostur.

 

Umsóknarfrestur er til 5. maí 2019.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir, leikskólastjóri, sími 451 3411,
netfang: leikskolastjori@strandabyggd.is

Umsóknir með starfsferilsskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á leikskolastjori@strandabyggd.is eða leikskólann Lækjarbrekku, Brunngötu 2, 510 Hólmavík

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón