A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Drekaslóð fyrirlestur og einkaviðtöl

Salbjörg Engilbertsdóttir | 29. mars 2019
Hvatastöðin, Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps og Drekaslóð taka höndum saman.

Thelma Ásdísardóttir verður með opinn fyrirlestur um Drekaslóð, ofbeldi og afleiðingar þess.
Fyrirlesturinn er í Flugstöðinni á Hólmavík mánudaginn 1. apríl kl. 16:30. Allir, fagfólk og aðrir áhugasamir eru velkomnir.
 
Thelma verður einnig með einstaklingsviðtöl á Hólmavík sama dag. Tímapantanir í síma: 6980802 eða á netfangið thelma@drekaslod.is

Leikhópurinn Lotta með sýningu á Hólmavík

Salbjörg Engilbertsdóttir | 28. mars 2019

Leikhópurinn Lotta kemur í bæinn!


Rauðhetta í félagsheimilinu á Hólmavík. Föstudagurinn 29. mars kl 17:30.

Ath.Miðaverð aðeins kr. 1500 vegna niðurgreiðslu sveitarfélaga og foreldrafélaga á svæðinu.


 


UM SÝNINGUNA

...
Meira

Strandabyggð auglýsir eftir verktaka til að sjá um slátt og umhirðu gróðursvæða í landi sveitarfélagsins

| 27. mars 2019

Um er að ræða slátt og umhirðu á gróðursvæðum í eigu sveitarfélagsins, auk sérverkefna sem upp kunna að koma á hverjum tíma.  Umrædd svæði eru skilgreind af sveitarfélaginu og allar frekari upplýsingar og yfirlitsdrættir eru fyrirliggjandi á skrifstofu Áhaldahúss Strandabyggðar.

Ræktuð svæði þarf að slá með vélum og óræktuð svæði með bensin-orfi.  Verktaki skal raka saman allt gras eftir slátt og farga.

Verktaki skal einnig sjá um að dreifa áburði á grassvæði.   Á sumum svæðunum þarf að dreifa áburði með höndum.  Strandabyggð leggur til allan áburð.

Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér forsendur og umfang og hafa samband við Sigurður Marinó Þorvaldsson verkstjóra Áhaldahúss Strandabyggðar, sem veitir allar nánari upplýsingar í síma 894-4806, eða á ahaldahus@strandabyggd.is


Verksamningur verður gerður við verktaka og gildir hann í þrjú ár, fyrir árin 2019, 2020 og 2021.

 

Frestur til að leita gagna og skila inn tilboði er til kl. 12.00 mánudaginn 8. apríl 2019. 

Tilboðum skal skilað í umslagi merktu „Sláttur 2019“ á skrifstofu Strandabyggðar.

Torg og leikskólalóð

| 27. mars 2019

 

Miðvikudaginn þriðja apríl n.k. kl 16.30-18 í Hnyðju, mun Hildur Dagbjört Arnardóttir landslagsarkitekt frá VERKÍS koma hingað til þess að leiða okkur í gegnum:

 

Fyrstu hugmundir að torgi (á malarsvæðinu bak við Café Riis).  Við ætlum að skoða hvort áhugi sé fyrir að endurlífga þetta svæði og finna út hvaða hlutverki það getur þjónað. Þrívítt tölvumódel verður notað til að sýna betur möguleikana á svæðinu.

 

Fyrstu hugmyndir að mótun lóðarinnar við Leikskólann Lækjarbrekku.  Fyrsta samráð með krökkum og starfsfólki var fyrir jól og út frá þeim upplýsingum hefur verið unnin skissa sem verður kynnt á íbúafundinum.  Íbúar hafa hér möguleika til að hafa áhrif á hvernig endaniðurstaðan verður og hvaða útfærslur valdar.

 

Þessi vinna er liður í endurhönnun opinberra svæða, en sú vinna hófst s.l. haust. 

 

Við hvetjum íbúa Strandabyggðar til að koma á fundinn og taka þátt í mótandi umræðu.  Sýna hvernig umhverfi við viljum fyrir okkur og börnin okkar.

Strandabyggð óskar eftir að ráða byggingarfulltrúa

| 26. mars 2019


Byggingarfulltrúi


Strandabyggð óskar eftir að ráða byggingarfulltrúa til starfa með aðsetur á Hólmavík. Auk Strandabyggðar sinnir starfsmaðurinn verkefnum byggingarfulltrúa fyrir Árneshrepp, Dalabyggð, Kaldrananeshrepp og Reykhólahrepp.

Um er að ræða 100% starf. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að þróa nýtt starf á traustum grunni. Helstu verkefni eru samkvæmt lögum og samþykktum sveitarfélaganna hverju sinni á sviðum byggingareftirlits, samkvæmt skipulags- og mannvirkjalögum.

...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón