Styrktarsamningar undirritaðir
Gengið var frá samingum í dag og að þessu sinni var ákveðið að breyta útaf vananum og fá alla styrkþega saman til að skrifa undir, spjalla, njóta léttra veitinga og eiga góða stund. Það tókst vel og verður örugglega endurtekið.
Öll þessi starfsemi er mjög mikilvæg fyrir samfélagið okkar og það er að sama skapi mikilvægt fyrir sveitarfélagið að geta stutt við þessa starfsemi við stuðlað þannig að betra og áhugaverðara samfélagi fyrir okkur öll.