A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Íþróttamiðstöð og staða viðgerða

Salbjörg Engilbertsdóttir | 21. febrúar 2019


Kæru íbúar og gestir
!

Undanfarna daga hafa viðgerðir á lögnum verið í fullum gangi í Íþróttamiðstöðinni og gengur vonum framar, enda samhent lið verktaka og starfsmanna þar á ferð. Þar sem Strandagangan verður haldin n.k. laugardag hefur þetta þótt óheppileg tímasetning en við það var ekki ráðið.  Nú hefur það verið staðfest að sturturnar verða komnar í gagnið á laugardag, en þar sem við getum því miður ekki boðið upp á fulla þjónustu þ.e. aðgang í potta og sundlaug, vill Strandabyggð bjóða keppendum Strandagöngunnar í sturtu endurgjaldslaust. Þökkum skilning og þolinmæði.

Dúkkulísa frumsýning á föstudag

Salbjörg Engilbertsdóttir | 20. febrúar 2019
Undanfarnar vikur hefur leiklistarval Grunnskólans í samstarfi við Þjóðleik verið að æfa leikritið Dúkkulísa eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur, leikkonu,leikskáld og baráttukonu. Leikverkið var skrifað sérstaklega fyrir Þjóðleik sem er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og ungra leikhópa víða um land en verkefnið fagnar einmitt tíu ára afmæli um þessar mundir.


Dúkkulísa er dramatískt verk sem fjallar um unglinga sem eru á leið á ball en fjölskylduaðstæður, ástarmál og ýmislegt fleira flækir málið, svo mjög að feiri en einn mögulegur endir eru á sýningunni.


Leikendur eru Brynhildur Sverrisdóttir, Díana Jórunn Pálsdóttir, Júlíana Steinunn Sverrisdóttir og Sigurbjörg Halldórsdóttir.

Leikstjóri er Esther Ösp Valdimarsdóttir


Sýnt verður baksviðs í Félagsheimilinu á Hólmavík 22. febrúar kl. 19, 24. febrúar kl. 15 og 26. febrúar kl. 19. Miðaverð er 2000 krónur, sýningin tekur um klukkustund í flutningi og á henni er ekkert hlé. Enginn posi verður á staðnum en hægt er að millifæra fyrir miðaverði.

 

Lokun næstu daga í Íþróttamiðstöð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 18. febrúar 2019

Kæru íbúar og gestir.

 

Eins og við sögðum frá í september er mikil viðhaldsþörf í íþróttahúsinu okkar. Nú í þessari viku munum við fara í miklar endurbætur á lagnakerfi í kjallara og þá þarf að taka hita af húsinu. Því miður þarf að loka Íþróttamiðstöðinni frá þriðjudeginum 19. febrúar - sunnudagsins 24. febrúar vegna framkvæmdanna. Opnað verður aftur mánudaginn 25. febrúar.

Því miður lendir þessi lokun á sömu helgi og Strandagangan en við munum reyna að opna sturturnar á laugardaginn. Að öllu óbreyttu ætti það að takast. Við munum vera í sambandi við forsvarsmenn Skíðafélags Strandamanna og upplýsa þá um leið og við getum opnað.


Markmið okkar er að hér sé góð aðstaða til íþróttaiðkunnar og þetta er einn liður í því. Eins og sveitarstjóri tók fram í pistli sínum í september þá reynir þetta á samstöðu og skilning og við verðum að forgangsraða. 

Leikskólinn okkar - Lækjarbrekka

| 18. febrúar 2019

Ef við horfum aðeins út fyrir ramma heimilisins þá má segja að uppbygging, þjálfun og örvun barna í leikskóla sé grunnurinn að menntaferli þeirra.  Þar hefst því undirbúningurinn fyrir lífið hvað menntun varðar.  Heimilið er þó alltaf sá staður þar sem foreldrar miðla til barna sinna þekkingu, reynslu, gildum og áherslum.

Leikskólinn lækjarbrekka sinnir þessu uppbyggingarhlutverki í dag fyrir 21 barn.  Þau hafa oft verið fleiri, en því miður hefur íbúum Strandabyggðar fækkað á undanförnum árum.  Við stefnum auðvitað að því að fjölga aftur íbúum og trúum því að það gerist í náinni framtíð.

Lækjarbrekka vinnur mikið og gott faglegt starf.  Skólinn sjálfur er mjög rúmgóður og vel búinn af öllum búnaði, leikföngum og því sem þarf til að skapa gott og uppbyggilegt umhverfi.  

Undanfarið hefur Lækjarbrekka glímt við starfsmannavanda, sem hefur valdið auknu álagi á starfsmenn skólans.  Við höfum brugðist við þessu með auknum stuðningi við stjórnendur og starfsmenn leikskólans, með aukinni samvinnu og samþættingu við Grunnskólann og með því að kalla eftir skilningi foreldra og aðstandenda. 

Það er þannig í litu samfélagi að návígið er mikið, tengingar manna miklar, en um leið eykst ábyrgð okkar allra.  Ég hvet alla íbúa til að hugleiða mikilvægi þess að hafa góðan leikskóla sem Lækjarbrekka er.  Ekkert er mikilvægara fyrir foreldra en að geta teyst því að börnin séu á góðum stað og í höndum fólks sem ber umhyggju fyrir börnunum og leggur allan sinn faglega metnað í sitt starf. Þannig leikskóli er Lækjarbrekka.

Stöndum með börnunum okkar, stöndum með Lækjarbrekku!

Slagverksnámskeið

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 16. febrúar 2019

Kynning á slagverki fyrir ungt fólk. Nú er komið að því!

Jón G. Breiðfjörð Álfgeirsson mun halda slagverks námskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 8-15 ára þann 16. og 17. febrúar
Námskeiðið fer fram í Tónskólanum á Hólmavík
Kostar 10.000 á barn (15 þúsund á systkini)
Muna að taka með sér góða skapið.

Tímasetning:
16. febrúar
13:00-15:00
16:00-18:00
17. febrúar
11:00-13:00
14:00-16:00
Eldri trommarar gætu fengið námskeið að kvöldi.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón