A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Úrslit kosninga í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 27. maí 2018
Nú liggja fyrir niðurstöður í óbundnum kosningum í Strandabyggð.  Á kjörskrá voru 355, alls kusu 197 og utankjörfundaratkvæði voru 44. Kjörsókn var 67,88%.  Auðir seðlar voru 7 og ógildir voru 2.

Kosning féll þannig:

Aðalmenn:
1. Jón Gísli Jónson, Kópnesbraut 21, 127 atkvæði
2. Ingibjörg Benediktsdóttir, Vitabraut 1,  102 atkvæði
3. Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Stóra-Fjarðarhorni, 82 atkvæði
4. Eiríkur Valdimarsson, Snæfelli, 52 atkvæði
5. Aðalbjörg Sigurvaldadóttir, Miðtúni 19, 49 atkvæði

Varamenn:
1. Hafdís Gunnarsdóttir, Brunngötu 1, 49 atkvæði
2. Ásta Þórisdóttir, Hafnarbraut 2, 52 atkvæði
3. Pétur Matthíasson, Lækjartúni 17, 54 atkvæði
4. Jón Jónsson, Kirkjuból, 52 atkvæði
5. Egill Victorsson, Borgabraut 1, 48 atkvæði

Við óskum nýkjörnum fulltrúum innilega til hamingju og óskum þeim gæfu og velgengni á næstu árum.

Viktoría Rán Ólafsdóttir
formaður kjörstjórnar

Kosningakaffi

Salbjörg Engilbertsdóttir | 24. maí 2018

Kosningakaffi í boði Strandabyggðar verður í Félagsheimilinu frá kl. 14-17 laugardaginn 26. maí n.k.   Umsjónarmenn eru nemendur í unglingadeild Grunnskólans og fjölskyldur þeirra, en þau eru að safna í ferðasjóð.  Við hvetjum alla til að mæta snemma á kjörstað og fagna síðan deginum og mæta á kaffihlaðborð.  Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.


Sveitarstjórnarfundur 1275 í Strandabyggð

| 18. maí 2018
Fundur nr. 1275 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 22. maí 2018, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:
...
Meira

Súpufundur ferðaþjónustuaðila á Ströndum og Reykhólum

| 17. maí 2018
Súpufundur ferðaþjónustuaðila á Ströndum og Reykhólum í hádeginu á þriðjudag, 22. maí á Café Riis á Hólmavík. Ferðaþjónustuaðilar í Strandabyggð, Reykhólum, Kaldrananeshreppi og Árneshreppi eru hvattir til að mæta.  Frambjóðendum í sömu sveitarfélögum er einnig boðið á fundinn. 
Sjá viðburð á Facebook.
 
...
Meira

Viltu kynna þig fyrir kjósendum?

| 17. maí 2018
Íbúum sem kjörgengir eru í Strandabyggð og langar til að gefa kost á sér í sveitarstjórn, gefst kostur á að kynna sig hér á siðu sveitarfélagsins. Þeir sem hafa hug á því, senda þá inn stuttan texta ásamt mynd (ekki nauðsynlegt en skemmtilegra) á strandabyggd@strandayggd.is og kynningin verður sett sem frétt á síðuna www.strandabyggd.is. Textinn þarf að vera á word formi eða bara í tölvupósti (ekki pdf)....
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón