A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ný slökkvibifreið Strandabyggðar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 03. maí 2018
Einar Indriðason slökkviliðsstjóri afhendir bílinn til Sigurjóns í Ósafli
Einar Indriðason slökkviliðsstjóri afhendir bílinn til Sigurjóns í Ósafli
« 1 af 6 »
Strandabyggð hefur fest kaup á nýrri slökkvibifreið af gerðinni Man.  Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Sverrir Guðbrandsson starfsmaður Áhaldahúss sóttu bílinn í gær og komu honum í breytingu til Ósafls á Ólafsfirði en stefnt er á að hann verði tilbúinn haustið 2018. Þetta er mikið framfararskref enda núverandi bílafloti slökkviliðsins að nokkru kominn til ára sinna.

Vortónleikar 1.maí

Salbjörg Engilbertsdóttir | 27. apríl 2018
Kvennakórinn Norðurljós heldur sína árlegu vortónleika í Hólmavíkurkirkju kl. 14.00 þriðjudaginn 1. maí. Á dagskránni eru ýmis dægurlög, allt frá gömlum góðum uppáhaldslögum að eldhressum eurovisionslögurum.  Að venju er boðið upp á kaffihlaðborð í Félagsheimilinu á Hólmavík að tónleikum loknum. Stjórnandi er Sigríður Óladóttir og undirleik annast Viðar Guðmundsson, Gunnlaugur Bjarnason og Guðmundur Jóhannson. Aðgangseyrir er kr. 3000 fyrir 14 ára og eldri, 1500 f. 6-13 ára en frítt fyrir leikskólaaldur. Ekki er tekið við kortagreiðslum. 


Bingó Félags eldri borgara

Salbjörg Engilbertsdóttir | 25. apríl 2018

Bingó verður haldið í félagsheimilinu á Hólmavík sunnudaginn 29. apríl 2018 og hefst kl. 14.00.  Aðgangseyrir er kr. 1.700 fyrir kort, kaffi og kökur.  Aukaspjöld eru seld á kr. 600.  Góðir vinningar í boði og lukkupokar til sölu á kr. 400.-  Ekki er posi á staðnum.  Allir velkomnir!

Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir þrjár stöður lausar til umsóknar

| 24. apríl 2018
Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir þrjú störf laus til umsóknar. Um er að ræða 100% stöðu deildarstjóra, 100% stöðu deildarstarfsmanns og 100% afleysingastarf. Umsóknarfrestur er til 9. maí 2018. a 
Nánari upplýsingar veitir: Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir, leikskólastjóri, sími 451 3411, netfang: leikskolastjori@strandabyggd.is

Umsóknir með starfsferilsskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á leikskolastjori@strandabyggd.is eða leikskólann Lækjarbrekku, Brunngötu 2, 510 Hólmavík
...
Meira

Ungliðasveitin Sigfús

| 23. apríl 2018
Björgunarsveitin Dagrenning er að byrja starf fyrir ungliða 13-18 ára hér eru upplýsingar frá þeim:

Sælir kæru foreldrar


Þriðjudaginn 24. apríl mun starf unglingasveitarinnar Sigfúsar hefjast.


Vinnukvöld verður annan hvern þriðjudag frá klukkan 20:30-21:30.


Unglingarnir fengu með sér heim í dag leyfisbréf sem mikilvægt er að þau mæti með útfyllt fyrsta vinnukvöldið sem þau mæta á.
Ef þið hafið einhverjar spurningar er ykkur velkomið að hafa samband við okkur í gegnum

bjorkingvars90@gmail.com eða johannarosmunds@gmail.com


Kær kveðja

Björk og Jóhanna

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón