Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir þrjár stöður lausar til umsóknar
Nánari upplýsingar veitir: Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir, leikskólastjóri, sími 451 3411, netfang: leikskolastjori@strandabyggd.is
Meira
Sælir kæru foreldrar
Þriðjudaginn 24. apríl mun starf unglingasveitarinnar Sigfúsar hefjast.
Vinnukvöld verður annan hvern þriðjudag frá klukkan 20:30-21:30.
Unglingarnir fengu með sér heim í dag leyfisbréf sem mikilvægt er að þau mæti með útfyllt fyrsta vinnukvöldið sem þau mæta á.
Ef þið hafið einhverjar spurningar er ykkur velkomið að hafa samband við okkur í gegnum
bjorkingvars90@gmail.com eða johannarosmunds@gmail.com
Kær kveðja
Björk og Jóhanna
Fræðslufundur um svefn verður haldinn í Hnyðju á Hólmavík mánudaginn 30. apríl kl. 17:00. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu með sérstakri áherslu á svefn meðal barna og unglinga.
Fyrirlesari er Dr. Erla Björnsdóttir. Erla er sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í rannsóknum og meðferð svefnvanda og gaf nýlega út bókina Svefn. Erla vinnur við rannsóknir á svefni við Háskóla Íslands og rekur Sálfræðiráðgjöfina þar sem hún aðstoðar fólk sem glímir við svefnvanda. Fyrirlesturinn er í boði Félagsþjónustunnar.