„Hér njótum við hlunninda!“
Í Dalabúð, 10. október, kl. 20:00-21:30
Í Reykhólaskóla, 11. október, kl. 17:00-18:30
Í Félagsheimili Hólmavíkur, 12. október, kl. 17:00-18:30
Íbúar sveitarfélaganna og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta.
Meira
Í tilefni Menningarminjadaganna leiðir Einar Ísaksson minjavörður Vestfjarða göngu frá gamla bænum á Broddadalsá út á Stiga að leiði Brodda. Farið verður yfir sögusagnirnar um Brodda og tilgátur um tilurð og val (meints) fornaldar legstæðis út frá fornleifafræðilegu sjónarmiði. Gangan hefst kl. 13:00, 8. október og tekur um 45 mínutur hvora leið. Seinasti spölurinn er stórgrýttur svo gott að vera vel búin fyrir gönguna.
Fjórðungssamband Vestfirðinga sendur fyrir borgarafundi í íþróttahúsinu á Torfnesi, Ísafirði sunnudaginn 24.september. Til umræðu verða mál sem hafa verið brennidepli á Vestfjörðum síðustu ár.
Þrír ráðherrar hafa boðað komu sína; Jón Gunnarsson samgönguráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðmála, iðnaðar og nýsköpunar. Fundarstjóri verður Heimir Már Pétursson fréttamaður.