Ljósleiðari í Strandabyggð
Nú er í gangi vinna við tengingar ljósleiðara við stofnstreng og er áætlað að því verði lokið í janúar 2018. Þegar þessari vinnu og skráningu á tengingumer lokið þurfa fasteignaeigendur að sækja um tengingu hjá því fjarskiptafyrirtæki sem býður upp á þjónustu á þessu svæði og þeir vilja skipta við, það er Síminn eða Vodafone. Sveitarfélagið mun tilkynna á heimasíðu sinni hvenær fasteignaeigendur geta sótt um tengingar.
Óskað eftir tilnefningum um íþróttamann eða -konu ársins 2017
Útnefningin er fyrst og fremst hugsuð sem viðurkenning fyrir íþróttaafrek, framlag til íþróttastarfs og hvatning til frekari afreka.Viðurkenningin var fyrst veitt með þessu sniði fyrir árið 2012, þá hlaut Ingibjörg Emilsdóttir nafnbótina íþróttakona ársins og Jamison Ólafur Johnson hlaut sérstök hvatningarverðlaun. Sigríður Drífa Þórólfsdóttir var hins vegar valin íþróttakona ársins 2013 en Trausti Rafn Björnsson hlaut þá sérstök hvatningarverðlaun. Árið 2014 hlaut Jamison Ólafur Johnsson titilinn og sérstök hvatningarverðlaun hlaut Ingibjörg Benediktsdóttir. Íþróttamaður ársins 2015 er Rósmundur Númason og Vala Friðriksdóttir hlaut sérstök hvatningarverðlaun. Árið 2016 hlaut Ragnar Bragason titilinn og sérstök hvatningarverðlaun hlaut Friðrik Heiðar Vignisson. Handhafi viðurkenningarinnar hlítur farandsbikar í vörslu í eitt ár sem íþróttafélag lögreglumanna á Hólmavík gefur.
Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar hvetur alla til að nýta þetta tækifæri til að minnast þeirra afreka sem íþróttafólk okkar hefur unnið á liðnu ári.
Sveitarstjórnarfundur 1268 í Strandabyggð - fundarboð
Fundur nr. 1268 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 12. desember 2017, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir árið 2018 lögð fram til síðari umræðu
- Þriggja ára áætlun Strandabyggðar fyrir árin 2019 – 2021 lögð fram til síðari umræðu
- Afgreiðsla viðauka vegna fjárhagsáætlunar 2017
- Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017-2018
- Erindi frá stjórn Snorrasjóðs, umsókn um stuðning, dagsett 20/11/2017
- Erindi frá Svani Kristjánssyni, umsókn um tímabundið leyfi frá störfum, dagsett23/11/2017
- Skýrsla nóvembermánaðar frá sveitarstjóra og forstöðumönnum
- Fundargerð 106. fundar sjtórnar NAVE frá 22/11/2017
- Fundargerð Ungmennaráðs frá 7/11/2017
- Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 11/12/2017
- Fundargerð Fræðslunefndar frá 6/12/2017
- Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 29/11/2017
Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:
Ásta Þórisdóttir
Haraldur V. A. Jónsson
Ingibjörg Benediktsdóttir
Ingibjörg Emilsdóttir
Jón Gísli Jónsson
8. desember 2017
Andrea Kristín Jónsdóttir
Sveitarstjóri
Atburðadagatal í desember-ný uppfærsla 12/12
Endilega sendið okkur upplýsingar um viðburði á netfangið skrifstofa@strandabyggd.is