Sveitarstjórnarfundur 1270 í Strandabyggð
Meira
Í kvöld þriðjudaginn 6.febrúar hélt Ungmennaráð Strandabyggðar í samstarfi við björgunarsveitina Dagrenning ungmennaþing í Rósubúð. Jóhanna Guðbjörg Rósmundsdóttir og Björk Ingvarsdóttir tóku á móti ungmennunum, kynntu starfsemi björgunarsveitarinnar og búnað. Mæting var mjög góð og áhugi mikill fyrir björgunarsveitinni. Ungliðahreyfingin Sigfús sem er á vegum Dagrenningar mun hefja störf í apríl og eru öll ungmenni á aldrinum 13 – 18 ára hvött til að skrá sig en það verður auglýst betur síðar. Eins eru ungmenni á aldrinum 18 – 25 ára hvött til að skrá sig í björgunarsveitina en það er gert með því að senda tölvupóst á netfangið bjsvdagrenning@gmail.com. Ungmennaráð vill þakka öllum fyrir komuna og þakka björgunarsveitinni fyrir samstarfið og þeirra framtak.
Starfsmaður óskast í félagsstarf aldraðra á Hólmavík frá 1. mars 2018. Um er að ræða leiðbeiningar og umsjón með útskurði í tré. Starfshlutfall er 15% og fer fram síðdegis. Starfsaðstaða er í smíðastofu Grunnskólans yfir vetrarmánuðina. Laun samkvæmt kjarasamningi VerkVest.
Umsóknir berist til Maríu Játvarðardóttur félagsmálastjóra Höfðagötu 3 á Hólmavík sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 842-2511 eða á netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is
Leikstjóri – Ágústa Skúladóttir
Höfundur leikgerðar – Ármann Guðmundsson
Lög og söngtextar – Ármann Guðmundsson, Baldur Ragnarsson, Eggert Hilmarsson og Snæbjörn Ragnarsson.
Leikarar – Anna Bergljót Thorarensen, Baldur Ragnarsson, Huld Óskarsdóttir, Rósa Ásgeirsdóttir og Sigsteinn Sigurbergsson