A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1270 í Strandabyggð

| 10. febrúar 2018
Fundur nr. 1270 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 13. febrúar 2018, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:
...
Meira

Ungmennaþing

| 06. febrúar 2018
« 1 af 3 »

Í kvöld þriðjudaginn 6.febrúar hélt Ungmennaráð Strandabyggðar í samstarfi við björgunarsveitina Dagrenning ungmennaþing í Rósubúð. Jóhanna Guðbjörg Rósmundsdóttir og Björk Ingvarsdóttir tóku á móti ungmennunum, kynntu starfsemi björgunarsveitarinnar og búnað. Mæting var mjög góð og áhugi mikill fyrir björgunarsveitinni. Ungliðahreyfingin Sigfús sem er á vegum Dagrenningar mun hefja störf í apríl og eru öll ungmenni á aldrinum 13 – 18 ára hvött til að skrá sig en það verður auglýst betur síðar. Eins eru ungmenni á aldrinum 18 – 25 ára hvött til að skrá sig í björgunarsveitina en það er gert með því að senda tölvupóst á netfangið bjsvdagrenning@gmail.com. Ungmennaráð vill þakka öllum fyrir komuna og þakka björgunarsveitinni fyrir samstarfið og þeirra framtak.

Ungmennaþing

| 05. febrúar 2018
« 1 af 2 »
Ungmennaráð Strandabyggðar heldur ungmennaþing þriðjudaginn 6.febrúar í samstarfi við Björgunarsveitina Dagrenning. Ungmennaþingið verður kl.20:00 í húsi björgunarsveitarinnar Rósubúð. Björgunarsveitin mun kynna það starf sem er í boði fyrir ungmenni í Strandabyggð og búnaður þeirra kynntur ásamt fleiri skemmtilegum uppákomum. Veitingar verða í boði og við vonumst til að sjá sem flesta.

Starfsmaður óskast við félagsstarf aldraðra, hlutastarf

Salbjörg Engilbertsdóttir | 02. febrúar 2018

Starfsmaður óskast í félagsstarf aldraðra á Hólmavík frá 1. mars 2018. Um er að ræða leiðbeiningar og umsjón með útskurði í tré. Starfshlutfall er 15% og fer fram síðdegis. Starfsaðstaða er í smíðastofu Grunnskólans yfir vetrarmánuðina. Laun samkvæmt kjarasamningi VerkVest.

Umsóknir berist til Maríu Játvarðardóttur félagsmálastjóra Höfðagötu 3 á Hólmavík sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 842-2511 eða á netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is

Leikhópurinn Lotta heimsækir Hólmavík

Salbjörg Engilbertsdóttir | 02. febrúar 2018
« 1 af 4 »
Næstkomandi fimmtudag 8.febrúar mun Leikhópurinn Lotta gleðja Strandamenn og nærsveitir með sýningunni Galdrakarlinn í Oz.  Sýningin verður í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 17.30 og hægt er að kaupa miða á tix.is eða í gegnum leikhopurinn lotta.is

Flestir þekkja söguna af ævintýralegu ferðalagi Kansasstúlkunnar Dórótheu og Tótó, hundinum hennar, til landsins Oz og hvernig hún kynnist heilalausu Fuglahræðunni, hjartalausa Pjáturkarlinum og huglausa Ljóninu og kemst í kast við vondu Vestannornina sem vill ná af Dórótheu silfurskónum sem henni eru gefnir. Spurning er bara hvort Galdrakarlinn ógurlegi í Oz getur hjálpað Dórótheu að komast aftur heim og vinum hennar að fá það sem þá svo sárlega vantar.

Leikstjóri – Ágústa Skúladóttir

Höfundur leikgerðar – Ármann Guðmundsson
Lög og söngtextar – Ármann Guðmundsson, Baldur Ragnarsson, Eggert Hilmarsson og Snæbjörn Ragnarsson.
Leikarar – Anna Bergljót Thorarensen, Baldur Ragnarsson, Huld Óskarsdóttir, Rósa Ásgeirsdóttir og Sigsteinn Sigurbergsson




Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón