A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Góð gjöf frá Landsbanka Íslands

Salbjörg Engilbertsdóttir | 18. október 2016

Landsbankinn hefur fært nokkrum leikskólum og skólum að gjöf notaðan en nýlegan tölvubúnað með innbyggðri myndavél sem notaður verður við talþjálfun fyrir börn og fullorðna í gegnum fjarbúnað. Leikskólar á sjö stöðum, einn grunnskóli og eitt hjúkrunarheimili fá búnað til þessara nota.

Verkefnið er unnið í samstarfi við ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækið Tröppu en talmeinafræðingar á þeirra vegum hafa veitt rúmlega 100 börnum talþjálfun.


Fjórir leikskólar og einn grunnskóli á Vestfjörðum fá búnað og er leikskólinn Lækjarbrekka einn af þeim.

Við færum Landsbanka Íslands okkar bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf og mun hún koma að góðum notum við þjálfun barna í Strandabyggð en Trappa hefur sinnt fjarþjálfun hér undanfarið.



Húsnæði til leigu

| 14. október 2016

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir íbúðina að Austurtúni 8 lausa til útleigu frá næstu mánaðamótum. Um er að ræða vel skipulagða 4 herbergja íbúð í raðhúsi á tveimur hæðum alls 117,5 m2. Húsnæðið er jafnframt auglýst til sölu og er það stefna sveitarfélagsins að selja húsnæðið, sjá söluauglýsingu hér.

...
Meira

Auglýsing um styrki vegna námskostnaðar eða verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks.

| 13. október 2016
Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks vekur athygli á rétti fólks til að sækja um  styrki skv. 27.grein laga nr. 59/1992  um málefni fatlaðs fólks, með síðari breytingum....
Meira

Tilkynning frá Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps

| 11. október 2016
Magnús Baldursson sálfræðingur verður á Hólmavík fimmtudaginn 13. október 2016. Þeir íbúar sem vilja óska eftir tíma hjá Magnúsi er bent á að hafa samband við Maríu Játvarðardóttur félagsmálastjóra Stranda og Reykhólahrepps með því að senda á hana póst í netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is .

Sveitarstjórnarfundur 1253 í Strandabyggð - fundarboð

| 07. október 2016

Fundur nr. 1253 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 11. október 2016, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:

...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón