Þróun heimahaganna: Hugmyndir og sjónarmið
Súpufundur í Króksfjarðarnesi þriðjudaginn 6. september 2016, kl. 17.30
Allir íbúar Strandabyggðar, Reykhólahrepps og Dalabyggðar velkomnir og hvattir til að mæta!
Þriðjudaginn 6. september nk. verður haldinn opinn fundur í Kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi þar sem íbúum Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar gefst tækifæri til að kynna sér vinnu við svæðisskipulagsáætlun fyrir sveitarfélögin og leggja sitt af mörkum við mótun áætlunarinnar. Verkefnið snýst um að móta stefnu um þróun svæðisins til framtíðar. Sú stefna þarf að eiga fótfestu í reynslu íbúa og sýn á svæðið, auðlindir þess og tækifæri. Sjá nánar um verkefnið á vefnum samtakamattur.is.
...Meira