A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fyrsta ungmennaþing Strandabyggðar

| 23. nóvember 2016
Ungmenninn á fyrsta ungmennaþingi Strandabyggðar.
Ungmenninn á fyrsta ungmennaþingi Strandabyggðar.
« 1 af 3 »

Í kvöld fer ég að sofa sem stoltur Tómstundafulltrúi Strandabyggðar eftir mjög vel heppnaðann dag. Í dag var fyrsta ungmennaþing Strandabyggðar þar sem 35 ungmenni komu saman. Mikill stuðningur var við ungmennaþingið frá sveitarfélaginu þar sem starfsmenn Strandabyggðar tóku að sér verkefni ungmennanna svo þau kæmust á þingið. 
Á þinginu var kosið í Ungmennaráð Strandabyggðar af ungmennum Strandabyggðar í fyrsta skiptið en nýtt erindisbréf Ungmennaráðs var samþykkt af sveitastjórn 13. september síðast liðnum. Hvet ég alla til að kynna sér erindisbréfið til að fá innsýn inn í starf Ungmennaráðs í Strandabyggð hér.


Í Ungmennaráð Strandabyggðar 2016-2017 eru:
Máney Dís Baldursdóttir
Guðrún Júlíana Sigurðardóttir
Kristín Lilja Sverrisdóttir
Kristbergur Ómar Steinarsson
Birna Karen Bjarkadóttir


Varamenn eru:
Alma Lind Ágústsdóttir
Díana Jórunn Pálsdóttir
Hilmar Tryggvi Kristjánsson
Ásbjörn Nói
Bríanna Jewel Johnson

Takk allir fyrir frábæran stuðning við fyrsta ungmennaþing Strandabyggðar 

Laust starf í Íþróttamiðstöð Hólmavíkur

| 22. nóvember 2016

Starfsmann vantar í 75% starf við Íþróttamiðstöðina á Hólmavík.  Um er að ræða lifandi og skemmtilegt starf sem felst meðal annars í afgreiðslu, baðvörslu, sundlaugarvörslu, þrifum, umsjón með tjaldstæði og öðrum tilfallandi verkefnum. Um er að ræða framtíðar starf og þarf starfsmaður að geta hafið störf sem fyrst. Gerð er krafa um búsetu í Strandabyggð. Unnið er á vöktum. Gerð er krafa um jákvæðni og ríka þjónustulund, stundvísi, dugnað, sjálfstæð vinnubrögð og kunnáttu í erlendum tungumálum. Í reglugerð nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum kemur fram að starfsmenn sem sinna laugargæslu skuli hafa náð 18 ára aldri og standast eftirfarandi hæfnispróf sjá nánar um hér.  Umsóknum má skila á skrifstofu Strandabyggðar eða Íþróttamiðstöðvar fyrir lok dags þann 29. nóvember og nálgast má umsóknareyðublöð hér.

Tilkynning frá Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps

| 18. nóvember 2016


Ath!
Koma Magnúsar frestast til þriðjudagsins 29. nóvember.

Magnús Baldursson sálfræðingur verður á Hólmavík fimmtudaginn 24. nóvember 2016. Þeir íbúar sem vilja óska eftir tíma hjá Magnúsi er bent á að hafa samband við Maríu Játvarðardóttur félagsmálastjóra Stranda og Reykhólahrepps með því að senda á hana póst í netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is .

Laust starf - Staða forstöðumanns Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða

| 16. nóvember 2016

Fræðslumiðstöð Vestfjarða óskar eftir að ráða forstöðumann. Leitað er að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að sjá um daglegan rekstur miðstöðvarinnar og leiða hana áfram í uppbyggjandi starfi. Umsóknir skal senda Smára Haraldssyni, forstöðumanni Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Suðurgötu 12, 400 Ísafjörður, eða með tölvupósti á smari@frmst.is. Umsóknarfrestur er til 15. desember 2016.

...
Meira

Breytingar í Íþróttamiðstöð Hólmavíkur

| 14. nóvember 2016

Birna Karen Bjarkadóttir hefur verið ráðin tímabundið í stöðu forstöðumanns í Íþróttamiðstöð Hólmavíkur. Birna Karen hefur áður starfað við íþróttamiðstöðina í sumarstörfum og við afleysingar og hefur meðal annars leyst Hrafnhildi Skúladóttur forstöðumann af í hennar fjarveru en Hrafnhildur er nú komin í veikindaleyfi fram að þeim tíma er hún fer í fæðingarorlof. Um leið og við óskum Hrafnhildi góðrar heilsu og þökkum henni fyrir góð störf í Íþróttamiðstöðinni þá bjóðum við Birnu Karen velkomna í hóp starfsmanna Strandabyggðar og óskum henni velfarnaðar í nýja starfinu.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón