Laust starf í Íþróttamiðstöð Strandabyggðar
Meira
Landsbankinn hefur fært nokkrum leikskólum og skólum að gjöf notaðan en nýlegan tölvubúnað með innbyggðri myndavél sem notaður verður við talþjálfun fyrir börn og fullorðna í gegnum fjarbúnað. Leikskólar á sjö stöðum, einn grunnskóli og eitt hjúkrunarheimili fá búnað til þessara nota.
Verkefnið er unnið í samstarfi við ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækið Tröppu en talmeinafræðingar á þeirra vegum hafa veitt rúmlega 100 börnum talþjálfun.
Fjórir leikskólar og einn grunnskóli á Vestfjörðum fá búnað og er leikskólinn Lækjarbrekka einn af þeim.
Við færum Landsbanka Íslands okkar bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf og mun hún koma að góðum notum við þjálfun barna í Strandabyggð en Trappa hefur sinnt fjarþjálfun hér undanfarið.
Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir íbúðina að Austurtúni 8 lausa til útleigu frá næstu mánaðamótum. Um er að ræða vel skipulagða 4 herbergja íbúð í raðhúsi á tveimur hæðum alls 117,5 m2. Húsnæðið er jafnframt auglýst til sölu og er það stefna sveitarfélagsins að selja húsnæðið, sjá söluauglýsingu hér.
...