Opnunartími skrifstofu Strandabyggðar um hátíðirnar
Gleðileg jól!
Jólatrésnefndin minnir á hið árlega jólaball sem haldið verður annan í jólum í Félagsheimilinu á Hólmavík. Skemmtunin hefst kl. 14:00 og eru allir íbúar á Ströndum og nærsveitum hjartanlega velkomnir! Boðið verður upp á ekta íslenska jólaballastemningu með skemmtilegum jólalögum undir stjórn Barböru Guðbjartsdóttur, dansað verður í kringum jólatréð og vonandi sjá jólasveinar sér fært að kíkja í heimsókn – jafnvel með eitthvað góðgæti í poka. Verð er 500kr á barn.
Ágætu íbúar Strandabyggðar.
Ég vil upplýsa ykkur um það að ég verð í veikindaleyfi frá og með 12. desember. Taka þarf úr mér legið vegna hnúta sem hafa fundist í því, allt góðkynja þó, og mun ég fara í aðgerð næstkomandi föstudag (á morgun ef veðurguðir leyfa). Í kjölfarið þarf ég að hafa hægt um mig í allt að 6 vikur og ætla Jói og börnin að hjúkra mér vel og töfra fram jólin í Mosfellsbænum að þessu sinni. Jón Gísli og Salbjörg munu sinna öllum brýnum verkefnum sveitarstjóra í fjarveru minni en svo tek ég upp þráðinn þegar ég mæti galvösk til vinnu á nýju ári.
...