A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Dagskrá Hamingjudaga 2013

| 21. júní 2013
Dagskráin hefur verið birt. Hana má nálgast hér.

Með ósk um mikla spennu, gleði og hamingju.

Fjöltefli í Hnyðju á Hólmavík - föstudaginn 21. júní kl. 16:00

| 20. júní 2013
Fjöltefli í Hnyðju í fyrra - ljósm. Jón Jónsson
Fjöltefli í Hnyðju í fyrra - ljósm. Jón Jónsson

Næstu daga verður haldin gríðarmikil skákhátíð á Ströndum og hefst með fjöltefli í Hnyðju á Hólmavík (Þróunarsetrinu, Höfðagötu 3) á föstudag kl. 16:00. Allir eru þar hjartanlega velkomnir. Áfram heldur svo skákhátíðin í Árneshreppi á föstudagskvöldið með tvískákarmóti í DjúpavíkAfmælismót Jóhanns Hjartarsonar verður haldið í samkomuhúsinu í Trékyllisvík á laugardaginn og Afmælismót Böðvars Böðvarssonar verður haldið á Norðurfirði á sunnudag. Þetta er sjötta skákhátíðin á Ströndum, sem hefur unnið sér sess sem fastur liður í skákdagatalinu. Fjórir stórmeistarar eru skráðir til leiks, auk margra öflugra meistara og áhugamanna úr öllum áttum.

...
Meira

Hólmadrangshlaup 2013

| 19. júní 2013
Árlegt Hólmadrangshlaup fer fram á Hólmavík á morgun, fimmtudaginn 20. júní, klukkan 18:00.


Hlaupið er frá Íþróttamiðstöðinni og stendur valið milli þess að hlaupa 3, 5 eða 10 km. Engin skráning er naunsynleg og skráningagjald er að sjálfsögðu ekkert en ráðlagt er að mæta tímalega.

Allir þátttakendur hljóta viðurkenningu að hlaupi loknu.

Könnun meðal íbúa Strandabyggðar

| 18. júní 2013
Nú stendur yfir rannsókn á áhrifum af nokkrum sameiningum sveitarfélaga. Hluti af því er að gera könnun meðal íbúa í nokkrum sveitarfélögum sem hafa sameinast á síðustu árum. Að þessu sinni er um vefkönnun að ræða og feta umsjónarmennirnir, Grétar Þór Eyþórsson og Vífill Karlsson hjá Háskólanum á Akureyri, sig áfram með að nýta samfélagsmiðlana eins og Fésbókina, rafræna fréttamiðla og fleira....
Meira

Gleðilega þjóðhátíð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 17. júní 2013
Strandabyggð óskar öllum gleðilegrar þjóðhátíðar og minnum á að Umf. Geislinn opnar fyrir sölu á blöðrum og býður upp á andlitsmálun barna í félagsheimilinum kl. 12.  Skrúðganga hefst síðan kl. 14 og skemmtun í kirkjuhvammi skömmu síðar.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón