Dreifnám í Strandabyggð - umsóknarfrestur til 10. júní
| 07. júní 2013
Framhaldsdeild í Strandabyggð á vegum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í samstarfi við heimamenn tekur til starfa næsta haust. Næsta skólaár verður dreifnámsdeildin til húsa í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Eftirtaldar námsgreinar verða í boði á fyrstu önn: enska 102, danska 102, félagsfræði 103, íslenska 102, íþróttir 101, lífsleikni 102, náttúrufræði 103 og stærðfræði 102. Þá verður hugað að fornámi í stærðfræði og fleiri kjarnagreinum, ef næg þátttaka fæst. Kennt verður í gegnum fjarfundabúnað frá Sauðárkróki og gert er ráð fyrir námslotum þar í tvær til þrjár vikur á hvorri önn....
Meira
Meira