A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Heimsókn frá Hole

| 19. nóvember 2012
Merki Hole og Strandabyggðar
Merki Hole og Strandabyggðar

Nú nálgast aðventan og þá fara flestir að huga að jólagjöfum. Strandabyggð fær eins og oft áður góða gjöf frá vinum okkar í vinabæjarsveitarfélaginu Hole í Noregi, en þaðan koma þrír hressir gestir færandi hendi með fallegt jólatré sem verður sett upp á Hólmavík. Norðmennirnir verða á ferðinni dagana 9.-11. desember. Hér með er óskað eftir sjálfboðaliðum sem eru til í að taka þátt í móttökunni, t.d. með því að bjóða gistingu, bjóða í mat, skoðunarferðir eða aðra afþreyingu.  Fólkið mun gista tvær nætur og vilja helst gista saman á heimili. Áhugasamir mega hafa samband í s. 865-3838 eða 451-3510 eða í netfangið salbjorg@holmavik.is.

Bangsadagur á bókasafninu

| 15. nóvember 2012
Bangsi bíður spenntur
Bangsi bíður spenntur
Föstudaginn 16. nóvember býður Héraðsbókasafn Strandasýslu á Hólmavík upp á hina árlegu bangsastund á bókasafninu. Bangsastundin hefst klukkan 16:30 og stendur í um klukkustund. 

Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri mun lesa bangsasögu fyrir gesti. Síðan verður boðið upp á djús og bangsaköku og efnt til samkeppni um nafn á nýja bókasafnsbangsanum. Ungir sem aldnir eru minntir á að bjóða bangsa með á bókasafnið af þessu tilefni.

Allir velkomnir!

Dýralæknir á Hólmavík

| 12. nóvember 2012
Köttur - ljósm. ASJ
Köttur - ljósm. ASJ
Gísli Sverrir Halldórsson dýralæknir í Búðardal mun sinna hreinsun á skráðum hundum á Hólmavík miðvikudaginn 14. nóvember n.k. Gísli verður við störf í áhaldahúsi Strandabyggðar milli kl. 16:00 og 18:00. Kattareigendur eru einnig minntir á nauðsyn þess að láta hreinsa ketti sína. Slík hreinsun er þó ekki innifalin í leyfisgjaldi. 

Þeir sem óska eftir annari dýralæknisþjónustu er velkomið að hafa samband við Gísla í síma 434-1122 eða 862-002.

Sveitarstjórnarfundur 1202 í Strandabyggð

| 09. nóvember 2012
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 13. nóvember 2012, kl. 16.00 í Hnyðju

Hér má sjá dagskrá fundarins.

Hulda Ingibjörg ráðin skólastjóri Grunn- og Tónskólans

| 09. nóvember 2012
Hulda Ingibjörg er nýr skólastjóri Grunnskólans á Hólmavík
Hulda Ingibjörg er nýr skólastjóri Grunnskólans á Hólmavík
Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Grunn- og tónskólans á Hólmavík í tímabundna stöðu til vors 2013. Hulda var ráðin aðstoðarskólastjóri í ágúst síðastliðnum, en Hildur Guðjónsdóttir sem tók við starfi skólastjóra um svipað leyti hefur sagt upp og látið af störfum. Hulda Ingibjörg er fædd árið 1965 og er útskrifaður grunnskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands árið 1995 og hefur einnig lokið námi í kerfisfræði. Hulda er með diplómu í menningarstjórnum frá Háskólanum á Bifröst og fæst nú við skriftir á MA-ritgerð. Hún hefur víðtæka og fjölbreytta kennslureynslu, t.d. við Vatnsendaskóla í Kópavogi, Grunnskólann á Blönduósi og einnig við kennslu og verkefnastjórn við Háskólann á Bifröst.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón