A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Starfsleyfi fyrir urðunarstað í landi Skeljavíkur

| 10. maí 2012
Íbúar í Strandabyggð eru duglegir að flokka rusl. Frá Sorpflokkunarstöðinni á Skeiði, mynd IV.
Íbúar í Strandabyggð eru duglegir að flokka rusl. Frá Sorpflokkunarstöðinni á Skeiði, mynd IV.

Að fenginni umsókn Sorpsamlags Strandasýslu um starfsleyfi fyrir urðunarstað í landi Skeljavíkur, hefur Umhverfisstofnun unnið tillögu að starfsleyfi fyrir starfsemina. Umsókn Sorpsamlags Strandasýslu, fylgigögn og tillaga að starfsleyfi liggja frammi til kynningar í móttöku Strandabyggðar í Hnyðju, Höfðagötu 3 Hólmavík, á tímabilinu 9. maí - 4. júlí 2012. Öllum er frjálst að skoða gögnin og gera athugasemdir við starfsleyfistillöguna en þær skulu vera skriflega og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 4. júlí 2012.

 

 

Íbúðarhúsnæði að Austurtúni 8 til sölu

| 09. maí 2012

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir íbúðarhúsnæði að Austurtúni 8, 510 Hólmavík til sölu. Um er að ræða 117,5 fm, fjögurra herbergja íbúð á tveimur hæðum. Á neðri hæð er stofa, eldhús, klósett, þvottahús og lítil geymsla. Á efri hæð eru þrjú svefniherbergi og baðherbergi. Íbúðin er í fallegu raðhúsi sem var byggt árið 1989. Hún er laus til afhendingar 1. júní 2012.

 

Óskað er eftir tilboðum í eignina. Upplýsingar veitir Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri í síma 616 9770 eða sendið póst á sveitarstjori@strandabyggd.is.

Tónleikar í kvöld!

| 08. maí 2012
Kvennakórinn Norðurljós heldur sína árlegu vortónleika í Hólmavíkurkirkju þriðjudaginn 8. maí og hefjast þeir kl. 19.30. Að þessu sinni mun Heiða Ólafs koma fram með kórnum. Undirleikarar eru Viðar Guðmundsson og Gunnlaugur Bjarnason og stjórnandi Sigríður Óladóttir.


Að venju býður kórinn upp á kaffihlaðborð að tónleikum loknum í félagsheimilinu á Hólmavík. Miðaverð 2000 fyrir fullorðna og 1000 fyrir börn. Ekki er tekið við kortum.

Vel heppnaður íbúafundur um tómstundir

| 07. maí 2012
Frá íbúafundi um tómstundir - ljósm. IV
Frá íbúafundi um tómstundir - ljósm. IV
« 1 af 5 »
Fimmtudaginn 3. maí sl. var haldinn íbúafundur um tómstundir í Félagsheimilinu á Hólmavík. Tómstundafulltrúi Strandabyggðar, Arnar S. Jónsson, stóð fyrir fundinum sem var ágætlega sóttur og afar gagnlegur til að varpa ljósi á stöðu og framtíðarsýn tómstundastarfs, menningarstarfs, íþrótta og aðstöðu fyrir þessa málaflokka innan sveitarfélagsins.

Unnið var í fjórum hópum; félagslífi og tómstundastarfi, menningarstarfi og mannlífi, húsnæði og aðstöðu og íþróttum og heilsu. Í hverjum hópi fóru fram umræður um hvað væri vel gert, hvað mætti bæta og hvað væri mikilvægast.

Mjög mikill fjöldi athugasemda og góðra hugmynda kom fram á fundinum sem verður án efa nýtt til stefnumótunar til framtíðar í þessum málaflokki. Tómstundafulltrúi vinnur nú úr gögnunum sem munu birtast hér á vefnum eins fljótt og mögulegt er. Íbúum er þökkuð góð og virk þátttaka á fundinum.

Vortónleikar Tónskólans í dag

| 05. maí 2012
Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík fara fram laugardaginn 5. maí í Hólmavíkurkirkju. Tónleikarnir eru tvískiptir í ár og hefjast fyrri tónleikarnir kl. 13:00 og þeir seinni kl. 16:00. Frítt er inn á tónleikana. Á milli tónleika verður vorkaffi í Félagsheimlinu á Hólmavík, aðgangseyrir í kaffið er 1.500 kr. fyrir fullorðna en 500 kr. fyrir börn. Allur ágóði rennur til hljóðfærakaupa Tónskólans. Samhliða vortónleikunum fá nemendur afhendan vitnisburð og útskrifast úr Tónskólanum þetta skólaárið. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Dagskrá vortónleikana má sjá með því að smella hér

Frétt af vef Grunn- og Tónskólans á Hólmavík.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón