Þjónustusamningur við dýralækni
Áfram er unnið að því að tryggja varanlega dýralæknaþjónustu á þjónustusvæði 2.
Gísli Sverrir mun hafa aðstöðu að Ægisbraut 19 í Búðardal en símanúmer hans eru: 434-1122, 862-9005
Héraðsbókasafn Strandasýslu verður opið þriðjudagskvöldið 1. maí kl 19:30-20:30, þrátt fyrir að um almennan frídag sé að ræða. Fjöldi nýrra bóka er nú inni á safninu og meðal vinsælla bóka má nefna eftirfarandi:
Margit Sandemo: Lífsgleði
Gísli Rúnar: Ég drepst þar sem mér sýnist
Magnús Þór Hafsteinsson: Dauðinn í Dumbshafi
Adam Blade: Óvættaför nr 1-Elddrekinn Fernó
Ingólfur Margeirsson: Lífsjátning-æviminningar Guðmundur Elíasdóttur
Óttar Norðfjörð: Lygarinn-hljóðbók
Elsebeth Egholm: Líf og limir
Thomas Enger: Skindauði
Það kostar aðeins 2900 kr á ári að vera með bókasafnsskírteini.
Umhverfisdagur fyrirtækja og stofnanna á Hólmavík 16. maí 2012
Umhverfisdagur fyrirtækja og stofnanna verður haldinn miðvikudaginn 16. maí 2012. Þann dag geta fyrirtæki og stofnanir óskað eftir að starfsmenn Áhaldahúss Strandabyggðar fjarlægi rusl. Þeir sem vilja taka þátt er bent á að hafa samband við starfsfólk Áhaldahússins en góð þátttaka var í umhverfisdegi fyrirtækja og stofnanna árið 2011.