A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sjálfboðaliðar óskast til að sjá um SEEDS verkefni

| 10. febrúar 2012
Sjálfboðaliðahópur frá SEEDS á Hólmavík.
Sjálfboðaliðahópur frá SEEDS á Hólmavík.
Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir eftir sjálfboðaliðum til að sjá um SEEDS verkefni sumarið 2012. SEEDS eru íslensk frjáls félagasamtök sem taka á móti erlendum sjálfboðaliðum til þess að sinna umhverfis- og menningarmálum í samstarfi við sveitarfélög, samtök og einstaklinga. Árið 2011 tókum við á móti 1000 manns í um 100 mismunandi verkefni víðsvegar um landið sem tengdust öll umhverfi eða menningu á einn eða annan hátt. Verkefnin voru meðal annars hreinsun strandlengjunnar t.d á Langanesi, Arnarfirði, Reykjanesskagaog Viðey, gróðursetning í Dýrafirði og Bláfjöllum, lagning og viðhaldgöngustíga m.a í Vatnajökulsþjóðgarði, Þórsmörk og Fjarðabyggð, aðstoð við ýmsar hátíðir og menningaratburði víðs vegar um landið, viðhald minja og fornleifa, torfvinna ásamt ýmsu fleiru. SEEDS samtökin voru stofnuð haustið 2005 og hafa SEEDS hópar unnið fjölmörg uppbyggileg verkefni í Strandabyggð í gegnum tíðina.
...
Meira

Fundur 1193 í sveitarstjórn Strandabyggðar

| 10. febrúar 2012
Fundur 1193 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 14. febrúar 2012. Fundurinn sem hefst kl. 16:00 fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagötu 3. Dagskrá fundarins má sjá hér.

Fyrirlestur um gróður og garðrækt í Skelinni í kvöld

| 09. febrúar 2012
Heimir Björn Janusarson garðyrkjufræðingur verður með áhugavert erindi í Skelinni í kvöld
Heimir Björn Janusarson garðyrkjufræðingur verður með áhugavert erindi í Skelinni í kvöld
Í kvöld, fimmtudaginn 9. febrúar 2012 kl. 20:00, mun Heimir Björn Janusarson garðyrkjufræðingur og forstöðumaður Gufuneskirkjugarðs flytja erindi um gróður og garðrækt í Skelinni á Hólmavík. Erindið ber yfirskriftina Árin(n) í garðinum og er almennt spjall um gróður og garða, nær og fjær. Heimir hefur sinnt trúnaðarstörfum fyrir bæði fagfélög garðyrkjunnar og stjórnvöld. Hann er Strandamönnum af góðu kunnur eftir afar áhugavert erindi um húmor í starfi sem hann flutti á Húmorsþingi á Hólmavík 2011 sem forstöðumaður Gufuneskirkjugarðs.  

Allir íbúar á Ströndum og nágrannasveitarfélögum eru velkomnir í Skelina í kvöld!

Skelin er verkefni á vegum Þjóðfræðistofu og hlaut menningarverðlaun Strandabyggðar árið 2011. 

Starf tómstundafulltrúa Strandabyggðar 1. árs

| 06. febrúar 2012
Arnar S. Jónsson tómstundafulltrúi.
Arnar S. Jónsson tómstundafulltrúi.
Um s.l. áramót var liðið eitt ár frá því að Arnar S. Jónsson tók við nýju starfi tómstundafulltrúa í Strandabyggð. Starfið sem er í stöðugri þróun felur í sér afar fjölþætt verkefni á sviði tómstunda, íþrótta og menningar í sveitarfélaginu. Í ársskýrslu tómstundafulltrúa sem lögð var fyrir Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd og sveitarstjórn Strandabyggðar nú í janúar s.l. má sjá yfirlit yfir starfsemina árið 2011.

Arnar S. Jónsson var einn af þremur efstu í vali á Strandamanni ársins 2011 sem fréttavefurinn www.strandir.is stendur fyrir árlega. Jákvæðar umsagnir og ánægja íbúa segja allt um hversu vel Arnari hefur tekist til í starfi tómstundafulltrúa sem og fleiri verkefnum:...
Meira

Skrifað undir samning við Félag eldri borgara

| 03. febrúar 2012
Arnar S. Jónsson tómstundafulltrúi, Maríus Kárason formaður Félags eldri borgara og Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri fagna nýjum samningi.
Arnar S. Jónsson tómstundafulltrúi, Maríus Kárason formaður Félags eldri borgara og Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri fagna nýjum samningi.
« 1 af 2 »
Síðastliðinn miðvikudag var hátíðleg stund á skrifstofu Strandabyggðar, en þá var skrifað undir styrktarsamning milli Félags eldri borgara í Strandasýslu og sveitarfélagsins Strandabyggðar. Meginmarkmið samningsins, sem gildir til þriggja ára, er að styðja við þá mikilvægu og öflugu starfsemi sem fer fram allt árið um kring á vegum félagsins. Formaður Félags eldri borgara í Strandasýslu, Maríus Kárason, skrifaði undir samninginn fyrir hönd félagsins og Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri skrifaði undir fyrir hönd Strandabyggðar.

Allir íbúar 60 ára og eldri geta gengið í Félag eldri borgara í Strandasýslu og notið þess frábæra starfs sem þar fer fram.
  
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón