A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Grunnskólinn á Hólmavík tekur þátt í Lífshlaupinu

| 31. janúar 2012
Á morgun, þann 1. febrúar, hefst Lífshlaupið sem er heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ fyrir alla aldurshópa. Í fyrra lenti Grunnskólinn á Hólmavík í 2. sæti í sínum flokki en keppnin virkar þannig að landsmenn eru hvattir til þess að huga að daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, heimilisverkum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta....
Meira

Byggingarfulltrúi með viðtalstíma

| 30. janúar 2012

Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi verður með viðtalstíma á 3. hæð í Þróunarsetrinu, miðvikudaginn 1. febrúar, milli kl. 10:00 - 12:00.

Slökkvibifreið seld

| 27. janúar 2012
Slökkvibifreið í eigu slökkviliðs Strandabyggðar var auglýst til sölu í byrjun janúar. Bifreiðin sem er af gerðinni Mercedes Bens Unimog var seld hæstbjóðanda, Birni Hanssyni á Álftanesi fyrir kr. 1.510.000.

Slökkvibifreiðin var seld svo unnt væri að festa kaup á nauðsynlegum búnaði fyrir slökkviliðið og liggur nú fyrir pöntun á rafdrifnum klippum og glennum ásamt Tetra búnaði.

Engin börn á leikskólanum Lækjarbrekku

| 26. janúar 2012
Sverrir Guðbrandsson á snjóblásaranum í Sýslumannshallanum. Mynd Sigurður Marinó Þorvaldsson
Sverrir Guðbrandsson á snjóblásaranum í Sýslumannshallanum. Mynd Sigurður Marinó Þorvaldsson
« 1 af 2 »
Engin börn eru á leikskólanum Lækjarbrekku en leikskólinn opnaði kl. 10:30 í morgun (skrifað kl. 13:30). Þeir foreldrar / forráðamenn sem hafa hug á að koma með börn sín í leikskólann síðar í dag er bent á að hafa samband við Kolbrúnu Þorsteinsdóttur deildarstjóra í síma 451 3411.

Snjómokstur innanbæjar á Hólmavík gengur hægt en örugglega. Enn eru vegir víðast hvar á Ströndum og Vestfjörðum ófærir og mjög snjóþungt. Á meðfylgjandi mynd má sjá Sverri Guðbrandsson á snjóblásaranum að hreinsa Sýslumannshallann á Hólmavík.

Leikskólinn Lækjarbrekka opinn

| 26. janúar 2012
Deildarstjórarnir Hlíf Hrólfsdóttir og Kolbrún Þorsteinsdóttir hafa opnað báðar deildir í leikskólanum Lækjarbrekku. Enn er þung ófærð á Hólmavík og ljóst að einhvern tíma mun taka að opna götur bæjarins.

Deildarstjórarnir fengu aðstoð Áhaldahúss við að komast til vinnu en starfsmenn Áhaldahúss ásamt Björgunarsveitinni Dagrenningu hafa verið að aðstoða fólk við að komast til vinnu í morgun, einkum starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar á Hólmavík.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón