A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skólasetning Grunnskólans á Hólmavík

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 21. ágúst 2024

Grunnskólinn á Hólmavík verður settur klukkan 12:00 fimmtudaginn 22. ágúst 2024 í nýuppgerðu húsnæði skólans við Skólabraut.
Að lokinni skólasetningu fara nemendur með kennurum sínum í stofur.
Gestum býðst að fara um og skoða skólann með leiðsögn. 
Tónlist og léttar veitingar í boði.
Verið öll velkomin!

Laust starf við Ozon og frístundaþjónustu

Salbjörg Engilbertsdóttir | 19. ágúst 2024
Lausar eru tvær hlutastöður frístundaleiðbeinanda við Ozon og frístundaþjónustu Strandabyggðar. 
Starfstími samræmist skóladagatali og er eftir hádegi alla daga og á fimmtudögum fram á kvöld v. opnunar Ozon. 


Helstu verkefni og ábyrgð

* Skipulagning á frístundastarfi.

* Leiðbeina börnum í leik og starfi.

* Samráð og samvinna við börn og starfsfólk.

* Samskipti og samstarf við foreldra og starfsfólk skóla og aðra sem koma að starfinu.


Hæfniskröfur

* Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.

* Áhugi á að vinna með börnum.

* Frumkvæði og sjálfstæði.

* Færni í samskiptum.


Farið er fram á hreint sakavottorð.

Nánari upplýsingar veitir Salbjörg skrifstofustjóri á netfanginu salbjorg@strandabyggð eða i síma 451-3510
Umsóknarfrestur er til og með 26. ágúst. Umsóknir sendist á strandabyggd@strandabyggd.is

Strandabyggð auglýsir eftir áhugasömu fjarskiptafélagi vegna lagningar ljósleiðara á Hólmavík

Þorgeir Pálsson | 15. ágúst 2024

Strandabyggð auglýsir eftir aðilum sem sannanlega ætla að koma á ljósleiðaratengingu fyrir heimili og fyrirtæki á Hólmavík á árunum 2024-2026 eða hafa áhuga á að tengja þau staðföng á Hólmavík sem Fjarskiptasjóður metur styrkhæf skv. skilmálum sjóðsins frá 2. júlí 2024 gegn því að þiggja þann styrk sem Fjarskiptasjóður býður.

Þau fjarskiptafyrirtæki sem hafa staðfest áform um slíkt eða áhuga á að tengja viðkomandi staðföng skv. ofangreindum forsendum eru beðin um að senda upplýsingar þar um á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is merkt "ljósleiðari" fyrir 20. ágúst 2024.

Þorgeir Pálsson
oddviti

 

Sameinumst á Ströndum

Þorgeir Pálsson | 13. ágúst 2024

Nú um helgina var haldin hér á Hólmavík fjölskylduskemmtunin „Sameinumst á Ströndum“.  Þetta er ný skemmtun og það verður að segjast, að hún tókst frábærlega.  Gleði og jákvæðni einkenndu þessa daga.  Íbúar tóku virkan þátt og síðan var stór hópur utanbæjarfólks sem einnig tók þátt. 

Dagskrárliðir voru fjölbreyttir og allir aldurshópar fengu eitthvað við sitt hæfi. Má nefna að boðið var upp á kjötsúpur og raunar aðrar súpur líka á sjö stöðum í þorpinu, pubbkviss, það var skemmtiskokk, hægt að fara á hestbak, loppumarkaður, loftboltar, hoppukastali, andlitsmálun, kandiflos, grillaðar pylsur, leikir á Galdratúninu, golfmót, ungmennaskemmtun í tónlistartjaldi fyrir eldri krakkana, harmonikuball í Bragganum, brekkusöngur og Mugison, sem var með tónleika í kirkjunni, tók þátt þar líka, pæju og pollamót í fótbolta, boccia mót og messa í Tröllatungu. Þá voru opin hús hjá Vilja fiskverkun og listakonunni Rut Bjarnadóttur.  Vonandi gleymist ekkert í þessari annars löngu og fjölbreyttu upptalningu.

Svona skemmtun verður ekki til af sjálfu sér.  Það komu margir að skipulagningu og framkvæmd þessarar skemmtunar og þar fóru fremst í flokki Jón Halldór Kristjánsson (Nonni í Strandafrakt), Ragnheiður Ingimundardóttir, Þórey Hekla Ægisdóttir, Guðrún Júlíana Sigurðardóttir, Einar Indriðason og margir fleiri. 

Það sem er svo ánægjulegt við þessa framkvæmd, er að hér var frumkvæðið hjá íbúum, fólki sem vildi skemmta sér heima hjá sér og endurvekja gleðina sem fylgir bæjarskemmtunum.  Frábært framtak og vel unnið í alla staði. Til hamingju aðstandendur og allir sem lögðu hönd á plóg og til hamingju íbúar með nýju bæjarskemmtunina!

Áfram Strandabyggð!

Sveitarstjórnarfundur í Strandabyggð nr. 1367

Heiðrún Harðardóttir | 09. ágúst 2024

Sveitarstjórnarfundur 1367 í Strandabyggð 

Fundur nr. 1367 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 13.ágúst kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Staða uppbyggingar í grunnskóla, yfirlit
  2. Viðauki II
  3. Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Strandabyggðar
  4. Samþykkt stjórnar Framkvæmdaráðs um Earth Check – taka afstöðu.
  5. Kollafjarðarrétt, tilboð í réttarsmíði
  6. Fjallskilaseðill 2024
  7. Verksamningur við Litla Klett vegna leikskólalóðar
  8. Björgunarsveitin Dagrenning, styrkumsókn v. húsbyggingar
  9. Þakkarbréf frá stjórn HSS
  10. Svar Innviðaráðuneytis vegna beiðni um fjárhagslegan stuðning – til kynningar
  11. Ný þjóðhagsspá Hagstofu og forsendur
  12. Breyting af skipan fulltrúa T-lista í sveitarstjórn
  13. Erindi frá Hlíf Hrólfsdóttur og Sigríði Jónsdóttur til sveitarstjórnar – vegna starfs íþrótta- og tómstundafulltrúa
  14. Vinnuskýrsla sveitarstjóra – júlí
  15. Forstöðumannaskýrslur
  16. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið: Tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli
  17. Heilbrigðisnefnd Vestfjarðasvæðis fundargerð nr. 148 frá 18. Júlí

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

 

Þorgeir Pálsson

Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir

Óskar Hafsteinn Halldórsson

Matthías Sævar Lýðsson

Hlíf Hrólfsdóttir

 

Strandabyggð 9. ágúst

Þorgeir Pálsson oddviti

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón