A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Starfsmaður óskast í félagslega heimaþjónustu í Strandabyggð

Soffía Guðrún Guðmundsdóttir | 13. september 2021

Starfsmaður óskast í félagslega heimaþjónustu í Strandabyggð

 

Starfsmaður óskast í félagslega heimaþjónustu í Strandabyggð

Umsóknarfrestur er til og með 1. október.

Laun eru samkvæmt taxta Verk-Vest

Umsóknir sendist Soffíu Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.

Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir og umsóknir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is

Sveitarstjórnarfundur 1322 í Strandabyggð 14. september 2021

Salbjörg Engilbertsdóttir | 10. september 2021

Fundur nr. 1322, í sveitarstjórn Strandabyggðar, verður haldinn þriðjudaginn 14. september 2021 kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík.

Fundardagskrá er svohljóðandi:


1. Staða sveitarfélagsins 31. ágúst 2021
2. Ósk um leyfi frá sveitarstjórnarstörfum
3. Fyrirkomulag við framkvæmdastjórn sveitarfélagsins
4. Viðauki II við fjárhagsáætlun Strandabyggðar 2021
5. Erindi frá Vegagerðinni um skilavegi dags. 3. sept. 2021
6. Samningur um skólamáltíðir við Café Riis
7. Valkostagreining um sameiningu sveitarfélaga
8. Kjörskrá vegna alþingiskosninga 25. sept. 2021
9. Samstarfssamningur við Stofnun Rannsóknasetra Háskóla Íslands
10. Framkvæmdir við Staðarkirkjugarð
11. Fyrirspurn frá Þorgeiri Pálssyni varðandi viðskipti Strandabyggðar við Trésmiðjuna Höfða
12. Skipun fulltrúa í vinnuhóp um endurskoðun aðalskipulags Strandabyggðar
13. Breyting á kjörstjórn Strandabyggðar
14. Umsögn Strandabyggðar vegna sölu á jörðinni Neðri-Bakka
15. Fundargerð Fræðslunefndar frá 9. september 2021
16. Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar frá 17. ágúst 2021
17. Boð á Fjórðungsþing Vestfirðinga 22.-23. október 2021
18. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 26. ág. 2021
19. Fundargerð 436 fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands, frá 20. ágúst 2021
20. Fundargerð 900. Fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. ágúst 2021
21. Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dags. 1. sept. 2021, um breytingar á leiðbeiningum um ritun fundargerðar og notkun fjarfundarbúnaðar
22. Styrkbeiðni frá Ungmennafélaginu Geislanum, dags. 31. ágúst 2021
23. Umhverfing, kynning á myndlistarverkefni 2022
24. Forstöðumannaskýrslur


Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Jón Gísli Jónsson
Ásta Þórisdóttir
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Pétur Matthíasson
Jón Jónsson

 

Malbikun á Hólmavík 9-10. september

| 09. september 2021


Fimmtudaginn 9. september og föstudaginn 10. september

er stefnt á að malbika Hafnarbraut á Hólmavík, frá Höfðatúni að Höfðagötu 5. Kaflinn er um 1.100 m langur.
Götunni verður lokað að hluta til og verða viðeigandi merkingarsettar upp skv. viðhengdu lokunarplani. Umferð verður sýrt eftir þörfum.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 09:00 og fram á kvöld hvorn dag fyrir sig.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

 
Ábyrgðarmaður veghaldara er Hallvarður 699-6450, ábyrgðarmaður verktaka er Stefán 660-1922. Ábyrgðarmaður merkinga er Ingvi Rafn 660-1921.

 

 

Kennsla í Tónskólanum hefst á þriðjudaginn

| 21. ágúst 2021

Stefnt er á að hefja kennslu í Tónskólanum sama dag og Grunnskólinn hefur kennslu, þriðjudaginn 24. ágúst.

 

Hóptímar í tónfræði hefjast miðvikudaginn 25. ágúst (14:30-15:10) og þeir eru skylda fyrir alla tónlistarnemendur sem eru í 4.-10. bekk Grunnskólans.

 

Fyrsta barnakórsæfingin verður haldin miðvikudaginn 25. ágúst (15:15-16:00) og eru öll börn sem eru í 1.-6. bekk Grunnskólans velkomin að koma á þá æfingu. Fyrir aðra æfinguna (viku síðar) þarf að vera búið að skrá börnin í kórinn með því að senda tölvupóst þess efnis á bragi@strandabyggd.is.

 

Yngri og eldri samspilshópar hefja vonandi æfingar í annarri kennsluvikunni.

 

Forráðafólk hefur fengið sendan tölvupóst með hljóðfæra-/söngtímum þeirra barna. Stundatöflur tónlistarskólakennaranna eiga mjög líklega eftir að breytast eitthvað þegar við fáum upplýsingar frá Geislanum og bekkjarkennarar hafa haft tóm til að kynna sér töfluna og benda okkur á mögulega árekstra. Við biðjum forráðafólk sérstaklega að skoða vel hljóðfæratímadagana ef barnið er að læra á hljóðfæri sem það þarf að taka með sér í skólann á viðkomandi degi.


Við bendum einnig á að í fyrstu vikunni munum við gera okkar allra besta til að öll börn nái allavega einum tónlistartíma en vegna þess að fyrsta vikan verður útikennsluvika í Grunnskólanum eru líkur á því að einhver börn missi af tónlistartíma í þessari fyrstu viku vegna einhverra ævintýra utandyra.

 

VIð hlökkum til að vinna með öllum tónlistarnemendunum í vetur og vonumst auðvitað til að tónleikar geti farið fram með nokkuð eðlilegum hætti.

 

Fjallskilaseðill 2021

| 20. ágúst 2021
Fjallskilaseðill í Strandabyggð árið 2021 hefur nú verið samþykktur og birtur. Nálgast má seðilinn undir þessum tengli (ath. leíðrétt útgáfa!)

Fjáreign bænda í sveitarfélaginu hefur dregist saman síðustu árin og jörðum þar sem sauðfjárbúskapur er stundaður fækkar hægt og sígandi. Fjáreign í Strandabyggð hefur til dæmis dregist saman á milli áranna 2019 og 2020, úr 9.123 kindum í 8.824. Leitarmönnum fækkar við þetta, en hvert dagsverk miðast við fjáreign bænda. Eitt dagsverk er reiknað á hvern fjáreiganda, á hverjar 25 byrjaðar kindur.

Bent er á að hægt er að koma með aðkomufé í hólf við skilarétt í vikunni fyrir réttardag þar sem það á við. Hafi menn athugasemdir við fyrirkomulag leita eða rétta, má gjarnan senda skriflegar tillögur að breyttu fyrirkomulagi á skrifstofu Strandabyggðar (netfang: strandabyggd@strandabyggd.is, sími: 451-3510) sem kemur ábendingum á framfæri við Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd sem hefur umsjón með undirbúning og gerð leitarseðilsins. 
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón