A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Laus staða starfsmanns við félagsmiðstöðina Ozon

Salbjörg Engilbertsdóttir | 27. janúar 2022

Laus er 10% staða starfsmanns í félagsmiðstöðinni Ozon í Strandabyggð. Umsækjendur skulu uppfylla eftirfarandi kröfur:

  • Brennandi áhugi á félagsstarfi barna og unglinga
  • Skipulagshæfni og samskiptahæfni
  • Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur er til 2. febrúar 2022.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Salbjörg Engilbertsdóttir skrifstofustjóri s.4513510 og á netfanginu salbjorg@strandabyggd.is

 

Umsóknum með starfsferilsskrá og afrit prófskírteina þar sem við á ásamt upplýsingum um meðmælendur á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is eða á Strandabyggð Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.

Form fyrir fyrirspurnir til sveitarstjórnar

| 26. janúar 2022
Hér hefur verið útbúinn vettvangur fyrir íbúa Strandabyggðar til að koma með fyrirspurnir og tillögur til sveitarstjórnar um málefni sveitarfélagsins. Sveitarstjórn vonast til að íbúar taki vel í þessa aðferð og hún geti orðið að góðu gagni við upplýsingamiðlun. Spurningar og svör verða svo birt á vef sveitarfélagsins og tillögur verða teknar til skoðunar. Eins er fyrirhugaður upplýsingafundur fyrir íbúa um stöðu og málefni sveitarfélagsins og verða spurningarnar jafnframt nýttar við að undirbúa hann. Dagsetning fyrir fundinn hefur ekki enn verið ákveðin.

Íbúar eru hvattir til að taka þátt, vanda spurningar og hafa þær skýrar og málefnalegar. Athugið að ekki er hægt að svara spurningum um persónuleg málefni einstaklinga.

Frestur til að senda inn spurningar og tillögur til sveitarstjórnar Strandabyggðar í gegnum formið er til og með 2. febrúar næstkomandi. 

Tengill á fyrirspurnaformið: https://forms.gle/sJpuo9sUpFLT5Yhw8

DAGSKRÁIN Á VETRARSÓL Á STRÖNDUM 2022

Salbjörg Engilbertsdóttir | 26. janúar 2022
Nú eru dimmustu vikur vetrarins að baki og við erum farin að sjá sólina rísa og finnum vel fyrir því hversu gott birtan gerir okkur. Og þrátt fyrir kófið sem enn herjar á heimsbyggðina, ætlum við að gera okkar besta og fagna rísandi sólu og vaxandi ljósi með söng, kveðskap, sögum, spjalli og almennu æðruleysi helgina 28.-30. janúar.
Sólargengið er búið að setja saman dagskrá fyrir hæglætishátíðina Vetrarsól á Ströndum. Linkar fyrir streymi og viðburði sem margir verða í netheimum koma inn síðar á facebooksíðunni Vetrarsól á Ströndum. Hátíðin er haldin af Arnkötlu – lista- og menningafélagi með styrk frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða, sem við þökkum kærlega fyrir...
Meira

Sveitarstjórnarfundur nr. 1327

Salbjörg Engilbertsdóttir | 07. janúar 2022

Fundur nr. 1327 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 11. janúar 2022 kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Húsnæðisáætlun Strandabyggðar
  2. Viðmiðunarreglur um snjómokstur og hálkuvarnir í Strandabyggð
  3. Byggðakvóti fiskveiðiársins 2022-2023
  4. Endurskoðun samnings um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa
  5. Erindi frá slökkviliðsstjóra varðandi drög að brunavarnaráætlun og framkvæmdaáætlun næstu 5 ára
  6. Vinnslutillaga Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032, óskað umsagnar
  7. Styrkbeiðni frá Björgunarsveitinni Dagrenningu vegna flugeldasýningar 31.12.2021
  8. Fræðslunefndarfundur 20.12.2021
  9. Fundargerð Sambands Ísl.sveitarfélaga nr. 904 frá 10.12.2021
  10. Fundargerð stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga nr. 64 frá 13.12.2021
  11. Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 440 frá 3.12.2021

 

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Jón Gísli Jónsson

Ásta Þórisdóttir

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Pétur Matthíasson

Jón Jónsson

 

 

Strandabyggð 7.janúar 2021

Jón Gísli Jónsson oddviti

Íþróttamanneskja Strandabyggðar 2021

Salbjörg Engilbertsdóttir | 06. janúar 2022
Íþróttamanneskja ársins 2020
Íþróttamanneskja ársins 2020

Auglýst er eftir tilnefningum um íþróttamanneskju ársins 2021 í Strandabyggð. Senda skal tilnefningar ásamt rökstuðningi á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is, eigi síðar en 17. janúar 2022.

Allir mega senda inn tilnefningu og frjálst er að nefna fleiri en einn aðila, en íþróttafólkið þarf að hafa haft lögheimili í Strandabyggð á síðastliðnu ári. Vissulega hefur farið minna fyrir keppnum á árinu en gengur og gerist en það þarf ekki að þýða að afrekin og eljan hafi verið minni, þvert á móti má ætla að veglegan aukaskammt af metnaði og þrautseigju hafi þurft til að halda sér við efnið á árinu. 

 

Samkvæmt reglugerð um útnefningu á íþróttamanni ársins hefur Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd umsjón með valinu á ári hverju. Upplýst verður um valið á síðar í mánuðinum.


Handhafi viðurkenningarinnar hlýtur til vörslu í eitt ár farandbikar sem íþróttafélag lögreglumanna á Hólmavík gefur.


Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar hvetur alla til að nýta þetta tækifæri til að minnast þeirra afreka sem íþróttafólk okkar hefur unnið á liðnu ári.


Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón