| 21. ágúst 2021
Stefnt er á að hefja kennslu í Tónskólanum sama dag og Grunnskólinn hefur kennslu, þriðjudaginn 24. ágúst.
Hóptímar í tónfræði hefjast miðvikudaginn 25. ágúst (14:30-15:10) og þeir eru skylda fyrir alla tónlistarnemendur sem eru í 4.-10. bekk Grunnskólans.
Fyrsta barnakórsæfingin verður haldin miðvikudaginn 25. ágúst (15:15-16:00) og eru öll börn sem eru í 1.-6. bekk Grunnskólans velkomin að koma á þá æfingu. Fyrir aðra æfinguna (viku síðar) þarf að vera búið að skrá börnin í kórinn með því að senda tölvupóst þess efnis á bragi@strandabyggd.is.
Yngri og eldri samspilshópar hefja vonandi æfingar í annarri kennsluvikunni.
Forráðafólk hefur fengið sendan tölvupóst með hljóðfæra-/söngtímum þeirra barna. Stundatöflur tónlistarskólakennaranna eiga mjög líklega eftir að breytast eitthvað þegar við fáum upplýsingar frá Geislanum og bekkjarkennarar hafa haft tóm til að kynna sér töfluna og benda okkur á mögulega árekstra. Við biðjum forráðafólk sérstaklega að skoða vel hljóðfæratímadagana ef barnið er að læra á hljóðfæri sem það þarf að taka með sér í skólann á viðkomandi degi.
Við bendum einnig á að í fyrstu vikunni munum við gera okkar allra besta til að öll börn nái allavega einum tónlistartíma en vegna þess að fyrsta vikan verður útikennsluvika í Grunnskólanum eru líkur á því að einhver börn missi af tónlistartíma í þessari fyrstu viku vegna einhverra ævintýra utandyra.
VIð hlökkum til að vinna með öllum tónlistarnemendunum í vetur og vonumst auðvitað til að tónleikar geti farið fram með nokkuð eðlilegum hætti.