Fjallskilaseðill 2024
Leitarstjórar eru hvattir til að undirbúa sitt fólk.
Fjallskilaseðil 2024 er að finna hér.
Strandabyggð óskar eftir tilboðum í réttarsmíði í Kollafirði, í landi Litla Fjarðarhorns.
Fyrirmynd að réttinni er Staðardalsrétt og er stuðst við teikningar og magnskrár úr þeirri framkvæmd. Gerð er krafa um að trésmíðameistari vinni vekið eða að það sé unnið undir stjórn hans.
Verklýsing sem byggir á ráðleggingum bænda er eftirfarandi:
Verklok: Verktaki skal skila réttinni fullbúinni og tilbúinni fyrir notkun, 9. september 2024, kl 17.00. Dagsektir: Dagsektir skulu reiknast 1% af kostnaðaráætlun verksins. Kostnaðaráætlun er kr. 4.500.000.-
Allar frekari upplýsingar má fá hjá sveitarstjóra; thorgeir@strandabyggd.is eða á skrifstofu Strandabyggðar, strandabyggd@strandabyggd.is
Tilboðum skal skila á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is fyrir lok dags 24. júlí n.k.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum auglýsir stöður aðalstefnuvotts og varastefnuvotts sameiginlega fyrir Strandabyggð, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp lausar til umsóknar.
Verkefni stefnuvotta er að birta stefnur, kvaðningar og aðrar tilkynningar í sveitar-félögunum, sbr. 81. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
Þar segir að til að birta skipi sýslumaður a.m.k. einn mann í hverju sveitarfélagi í umdæmi sínu og annan til vara til að gegna þeim störfum í forföllum.
Greitt er fyrir starfann skv. gjaldskrá sem ráðherra gefur út og er nú nr. 892/2020. Má nálgast hana á vef Stjórnartíðinda. Ekki fylgja starfinu önnur laun eða tekjur en þau sem þar eru ákvörðuð.
Leitað er að heiðarlegum og áreiðanlegum einstaklingi með góða framkomu, sem þarf að hafa ökutæki til umráða. Stefnuvottur þarf að hafa náð 25 ára aldri.
Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um.
Stefnuvottur skal undirrita drengskaparheit um að hann muni rækja starfann af trú-mennsku og samviskusemi.
Umsóknarfrestur er til og með 25. júlí nk. og berist umsóknir til Sýslumannsins á Vestfjörðum í netfangið vestfirdir@syslumenn.is. Öllum umsóknum verður svarað eftir að ráðið hefur verið í stöðurnar.
Nánari upplýsingar veitir sýslumaður, Jónas B. Guðmundsson, eða Sigríður Eysteinsdóttir, staðgengill syslumanns í síma 458 2400 eða með svari við erindum sem berast í netfangið jg@syslumenn.is eða sigridur.eysteinsdottir@syslumenn.is .
Ísafirði, 10. júlí 2024.
Jónas B. Guðmundsson
sýslumaður
Sveitarstjórnarfundur í Strandabyggð nr. 1366 - aukafundur
Fundur nr. 1366 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn föstudaginn 12. júlí kl. 14.00 að Hafnarbraut 25, Hólmavík.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:
Þorgeir Pálsson
Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir
Óskar Hafsteinn Halldórsson
Matthías Sævar Lýðsson
Hlíf Hrólfsdóttir
Strandabyggð 10. júlí
Þorgeir Pálsson oddviti