A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Límmiðar á bílum, hreinsunarátak

Þorgeir Pálsson | 09. júlí 2024
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða var hér nýlega og límdi miða á bíla hér á Hólmavík. Í bréfi frá Heilbrigðiseftirlitinu sem barst nýlega, kemur fram eftirfarandi:

"Þann 29. maí 2024. fóru starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða í eftirlitsferð um Hólmavík. Límdar voru tilkynningar á númerslausa bíla, samtals 22 stk. Bílarnir eru staðsettir á lóðum Strandabyggðar og lóðum fyrirtækja og einstaklinga. Gefin var frestur til 12. júní í 2024 til að fjarlægja viðkomandi hlut. Límdir voru rauðir miðar sem tilkynna stjórnvaldsákvörðun um að bíllinn verði fjarlægður".

Nú er staðan þannig að sveitarfélaginu hefur verið falið af heilbrigðisyfirvöldum, að "sjá um að fjarlægja númerslausar bifreiðar, þar sem eigendur þeirra hafa ekki sinnt tilmælum nefndarinnar".

Þeir bíleigendur sem eiga hér hlut að máli, mega því búast við að bílar þeirra verði fjarlægðir af sveitarfélaginu á næstu dögum og vikum og geymdir í porti Sorpsalagsins. Vonandi kemur ekki til þess og eru bíleigendur hvattir til að hafa samband við sveitarstjóra eða starfsmenn Sorpsamlagsins sem fyrst.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

Malbikun á Hólmavík

Þorgeir Pálsson | 08. júlí 2024
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Eins og þið hafið án efa orðið vör við, hófst malbikun í dag og er það vissulega gleðiefni, þó ekki náist að malbika allt sem til stóð á þessu ári.  Aukinn kostnaður við grunnskólann varð þess valdandi að vissum malbikunarframkvæmdum var frestað.

En, í þessari törn verður afar lélegur kafli á Kópnesbraut malbikaður.  Einnig verður Miðtúnið mablikað sem og Vitabrautin upp með ráðhúsinu, en sá kafli var farinn að skemmast.  Þá verður haldið áfram að malbika á Skeiði, þar sem fyrirhugað er að byggja upp aukna þjónustu við bíleigendur.

Malbikun á Skjaldbökuslóð frestast og hugsanlega verður farið í að kalla eftir hugmyndum um hönnun Skjaldbökuslóðar og nærumhverfis.  Einnig er til umræðu að fara í hugmyndasamkeppni um hönnun og skipulag á Plássinu.  

Allt miðar þetta að því að byggja samfélagið okkar upp og bæta innviðina.

Óhjákvæmilega þarf að loka fyrir umferð þar sem verið er að malbika hverju sinni og vonum við að íbúar sýni því skilning.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

Strandabyggð óskar eftir ljósmyndum til birtingar

Heiðrún Harðardóttir | 08. júlí 2024
Strandabyggð óskar eftir fallegum ljósmyndum sem og myndskeiðum sem sveitarfélagið má nota til birtinga á vef sveitarfélagsins ásamt öðrum miðlum sem kynningar- og fréttaefni. 

Ef þú átt myndir eða vilt taka myndir og/eða myndskeið og veita Strandabyggð leyfi til birtingar máttu senda tölvupóst á strandabyggd@strandabyggd.is fyrir nánari upplýsingar.

Vindorkugarður í Garpsdal - Virtual Room og Fjarkynning

Heiðrún Harðardóttir | 08. júlí 2024

Vindorkugarður í Garpsdal – Virtual Room / Stafrænt herbergi.

Á meðan umsagnarferli stendur yfir geta hagsmunaaðilar kynnt sér verkefnið og niðurstöður umhverfismats í svo kölluðu Virtual Room sem er í líki þrívíðs samkomusalar þar sem hægt er að skoða efni umhverfismatsins.

Virtual Room er hluti af samráðsferli EM Orku og vonumst við til að það skapi umræðu með því að veita hagsmunaaðilum upplýsingar á miðli sem auðvelt og þægilegt er að nota.

Herbergið verður aðgengilegt frá heimasíðu EM Orku (www.emorka.is) frá mánudeginum 8. júlí og þar til umsagnarfrestur rennur út þann 19. ágúst.

 

Fjarfundarkynning (Webinar)  á Zoom þann 11. júlí kl 13

Fyrir þá sem sáu sér ekki fært að mæta á opnu kynninguna í Krókfjarðanesi verður kynningin flutt aftur með fjarfundartækni og verður hlekkur aðgengilegur frá heimasíðu EM Orku (www.emorka.is) að morgni fimmtudagsins 11. Júlí.


Fyrir hönd EM Orku,

Ríkarður Ragnarsson Verkefnastjóri

Sveitarstjórnarfundur 1365 í Strandabyggð

Heiðrún Harðardóttir | 05. júlí 2024

Sveitarstjórnarfundur 1365 í Strandabyggð 

Fundur nr. 1365 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 9.júlí kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Erindi Jóns Jónssonar frá 6. júní 2024 varðandi fyrirhugaða undirskriftarsöfnun í sveitarfélaginu.
  2. Erindi frá Ester Sigfúsdóttur vegna heiðursverðlauna
  3. Erindi frá Jakub Novotný vegna staðsetningar kæligáma
  4. Erindi frá Oddnýju Björg Rafnsdóttur, fyrirspurn um færsluhirði
  5. Breyting af skipan fulltrúa T-lista í sveitarstjórn
  6. Umsóknir í Tónlistarskólann á Akureyri – nám utan sveitarfélags
  7. Samningur við Litla Klett vegna leikskólalóðar
  8. Staða uppbyggingar í grunnskóla, yfirlit
  9. Jöfnunarsjóður erindi vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða frá hausti 2024 ásamt erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um gjaldfrjálsar skólamáltíðir.
  10. VesturVerk, upplýsingar um stöðu undirbúnings Hvalárvirkjunar
  11. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið: Tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli.
  12. Velferðarnefnd – Reglur um stuðningsþjónustu
  13. Fræðslunefnd, afsögn varamanns
  14. Ungmennaráð fundargerð frá 9. júní 2024
  15. Vinnuskýrsla sveitarstjóra
  16. Forstöðumannaskýrslur
  17. Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða fundargerðir nr. 3, 4 og 5 2024
  18. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða bréf vegna stýrihóps
  19. Fjórðungssamband Vestfjarða, þinggerð 69. fjórðungsþings
  20. Samband sveitarfélaga fundargerðir nr. 948, 949 og 950

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

 

Þorgeir Pálsson

Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir

Óskar Hafsteinn Halldórsson

Matthías Sævar Lýðsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

 

Strandabyggð 5. júlí

Þorgeir Pálsson oddviti

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón