A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1369 í Strandabyggð

Heiðrún Harðardóttir | 04. október 2024

Sveitarstjórnarfundur 1369 í Strandabyggð 

Fundur nr. 1369 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 8. október kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Vantraust tillaga á oddvita Strandabyggðar
  2. Viðauki IV
  3. Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga
  4. Minnisblað KPMG vegna greiðslna til Jóns Jónssonar og tengdum stofnunum/fyrirtækjum – 28.9.24
  5. Tillögur Strandanefndarinnar
  6. Gjaldskrá v. byggingarleyfa, leiðrétting v. grunnupphæða
  7. Erindi frá UMF Geislanum varðandi uppsetningu á klifurvegg 3.10.24
  8. Erindi frá foreldrum í dreifbýli varðandi skólaakstur og frístundastarf – 25.9.24
  9. Verkefni sveitarstjóra, september 2024
  10. Forstöðumannaskýrsla vegna september 2024
  11. Gjöf til Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna – 26.9.24
  12. Samband íslenskra sveitarfélaga – Forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga
  13. Afstaða varðandi EarthCheck
  14. Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar – 26.9.24
  15. Fundargerð 54. fundar Velferðarnefndar 16.09.24
  16. Fundargerð verkefnisstjórnar Sterkra Stranda – 19.09.24
  17. Fundargerð 7. fundar svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða 9.9.24
  18. Fundargerð 63. stjórnarfundar FV/Vestfjarðastofu frá 25.9.24
  19. Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 465
  20. Fundargerð 149 fundar heilbrigðisnefndar Vestfjarðarsvæðis 19.09.24 ásamt fjárhagsáætlunar.
  21. Fundargerðir 951 og 952 fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga. 30.08.24 og 27.09.24

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

 

Þorgeir Pálsson

Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir

Óskar Hafsteinn Halldórsson

Matthías Sævar Lýðsson

Hlíf Hrólfsdóttir

 

Strandabyggð 4. október

Þorgeir Pálsson oddviti

Úttekt KPMG á greiðslum til Jóns Jónssonar og tengdum stofnunum/fyrirtækjum

Salbjörg Engilbertsdóttir | 30. september 2024

Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar þann 9. júlí 2024 var eftirfarandi samþykkt samhljóða:

Tillaga:
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að leitað verði til endurskoðunarfyrirtækisins KPMG, sem annast endurskoðun ársreikninga sveitarfélagsins, um að gera úttekt á öllum greiðslum til Jóns Jónssonar, kt. 050468-4969 svo og þeirra fyrirtækja og stofnana sem eru/voru í hans eigu eða sem hann tengdist með stjórnarsetu, á þeim tíma sem hann sat í sveitarstjórn Strandabyggðar, þ.e. á árunum 2010 – 2014 og 2019 – 2022.
Við fyrrgreinda úttekt verði lagt mat á hvort fullnægjandi samþykktir eða samningar hafi staðið að baki þeim ákvörðunum af hálfu sveitarfélagsins sem lágu til grundvallar umræddum greiðslum/fjárveitingum og hvort þær hafi að öllu leyti verið teknar í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga, samþykkta og siðareglna Strandabyggðar.
Fyrrgreindri úttekt skal lokið við fyrsta tækifæri og eigi síðar en 30. september næstkomandi. Niðurstöður úttektarinnar skulu kynntar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Tillagan er borin undir atkvæði sveitarstjórnar og er hún samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn felur jafnframt varaoddvita og skrifstofustjóra að senda beiðni til endurskoðanda sveitarfélagsins um að gera úttektina samkvæmt tillögunni.

Endurskoðunarfyrirtæki KPMG hefur nú unnið úttektina og skilað minnisblaði sem má finna hér, niðurstöður úttektarinnar eru sem hér segir:

"Ekki er annað að sjá en greiðslur til Jóns Jónssonar, kt. 050468-4969 svo og þeirra fyrirætkja og stofnana sem eru/voru í hans eigu eða sem hann tengdist með stjórnarsetur, á þeim tíma sem hann sat í sveitarstjórn Strandabyggðar, þ.e á árunum 2010-2014 og 2019-2022 hafi verið í samræmi við samninga og samþykktir sveitarstjórnar.

Einnig er ekki annað að sjá en Jón hafi gætt þess sem fulltrúi í sveitarstjórn að víkja sæti þegar framangreindir samningar voru til umfjöllunar." Vísað er í samninga Strandabyggðar við Strandagaldur ses og Sauðfjársetur ses.

Fram kemur einnig í úttektinni að Jón Jónsson hafi setið í stjórn Strandagaldurs ses frá nóvember 2018 til maí 2024 en hafði áður verið í stjórn til ársins 2007. Strandagaldur ses er sjálfseignarstofnun og því er ekki um eiginlega eigendur að ræða að félaginu. Samningar milli Strandagaldurs ses og Strandabyggðar eru styrktar- og samstarfssamningar. Í samningum er fjallað meðal annars um markmið og tilgang hans, árlegt fjárframlag og skuldbindingar vegna fjárframlags. Á tímabilinu 2010 til 2020 tóku samningarnir vegna reksturs Upplýsingamiðstöðvar á Hólmavík.

Sömuleiðis kemur fram að Sauðfjársetur á Ströndum ses var stofnað árið 2009 og samkvæmt fyrirliggjandi gögnum var Jón Jónsson aldrei í stjórn þess. Sauðfjársetur á Ströndum ses er sjálfseignastofnun og því ekki um eiginlega eigendur að ræða. Sammningar milli Sauðfjárseturs á Ströndum ses og Strandabyggðar eru styrktar- og samstarfssamningar og í þeim fjallað um markmið og tilgang, árlegt fjárframlag og skuldbindingar vegna fjárframlags. 

28. september 2024 KPMG

slóð á Minnisblaðið

Frístundastarf og félagsmiðstöðin Ozon

Heiðrún Harðardóttir | 26. september 2024

Unnið er að því að manna í stöðugildi varðandi frístund.  Er stefnt að því að frístund taki til starfa mánudaginn 30. september, en það verður þó staðfest síðar.  Um leið og frístund hefur starfsemi sína mun skólabíllinn aka tvisvar á dag, nema föstudag, líkt og verið hefur.

 

Hvað Ozon varðar, þá er staðan sú að auglýst var í annað sinn eftir tómstundafulltrúa í árs starf og er umsóknarfresturinn til 8. október n.k.  Þá á eftir að sjá hvort næst að manna í stöðuna og verður því engin hefðbundin starfsemi í Ozon fram að því. 

 

Hins vegar verður allt gert til að skapa tækifæri til samvinnu með nágrannasveitarfélögunum og/eða sameiginlegu námskeiðahaldi.  Allt er þetta í skoðun og verður nánar auglýst síðar, eins og efni standa til.

Íbúafundur vegna Kvíslatunguvirkjunar

Heiðrún Harðardóttir | 26. september 2024

Vegna vinnu við umhverfismat Kvíslatunguvirkjunar verður haldinn kynningarfundur á vegum framkvæmdaaðila (Orkubú Vestfjarða) í félagsheimilinu þann 3. október frá 17-19.

 

Fjallað verður um niðurstöður umhverfismats Kvíslatunguvirkjunar sem  er 9,9 MW vatnsaflsvirkjun á Ófeigsfjarðarheiði með stöðvarhúsi í Selárdal.  Jafnframt verða kynnt drög að deiliskipulagstillögu virkjunarsvæðisins.

 

Málsgögn má nálgast í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar:

 

 

Boðið verður upp á kaffiveitingar.

Íþróttavika 23-30 september

Heiðrún Harðardóttir | 25. september 2024
« 1 af 2 »
Íþróttavika Evrópu hófst 23 september og stendur til 30 september. 

Strandabyggð tekur þátt í þessu verkefni og býður öllum íbúum Strandabyggðar frítt í sundlaugina á Hólmavík og einnig frían aðgang að Íþróttamiðstöð Strandabyggðar. 

Héraðssamband Strandamanna, Geislinn og Skíðafélag Strandamanna munu einnig bjóða upp á opnar æfingar þessa viku ásamt fleiri viðburðum. 

Við hvetjum alla til að kynna sér dagskrá Héraðssambands Strandamanna og taka þátt. 
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón