A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Framkvæmdir á Lillarólóreitnum

Þorgeir Pálsson | 24. júní 2024
Kæru íbúar Strandabyggðar,

EIns og margir hafa sjálfsagt séð, eru framkvæmdir hafnar á Lillarólóreitnum.  Búið er að fjarlægja girðingu og leiktæki, sem því miður reyndust öll það illa farin, að öllu var hent.  Við erum að skoða leiðir til að finna önnur leiktæki í stað þeirra sem voru og verður þeim komið upp við ærslabelginn, eins og fram hefur komið.  Það hefði verið mjög óábyrgt að halda áfram notkun á þessum gömlu leiktækjum, sem hafa glatt svo marga í gegnum árin.  

Nú er formlegur undirbúningur fyrir byggingu fjögurra íbúða raðhúss sem sagt hafin og við fögnum því.  Nánar verður sagt frá framgangi þessa verkefnis á næstunni.

Áfram Strandabyggð!

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti


Söluaðilar óskast á sumarmarkað á Hólmavík

Heiðrún Harðardóttir | 24. júní 2024
Þann 14. júlí stendur Vestfjarðaleiðin fyrir sumarmarkaði á Hólmavík og leitar eftir aðilum sem vilja selja vörur sínar á markaðnum. Það geta verið matvæli, handverk eða hvað annað. Markaðurinn verður staðsettur á túninu við Galdrasýninguna og er söluaðilum að kostnaðarlausu.

Endilega hafið samband við Þórkötlu hjá Vestfjarðastofu ef spurningar vakna - thorkatla@vestfirdir.is 

Hægt er að skrá sig hér: 

https://www.vestfirdir.is/is/vestfjardastofa/frettir/sumarmarkadir-vestfjardaleidarinnar

Rampur á Hólmavík!

Þorgeir Pálsson | 20. júní 2024
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Þá er hann kominn til Hólmavíkur; fyrsti rampurinn frá "Römpum upp Ísland" og hann er við Galdur Brugghús!  Næsti rampur verður líklegast við Grunnskólann á Hólmavík og eru teikningar þegar komnar.

Þetta frábæra framtak, "Römpum upp Ísland" eða RUÍ gerir rampa, viðkomandi að kostnaðarlausu og sinnir aðgengi að verslunum, veitingastöðum og annarri þjónustu í eigu einkaaðila sem og aðgengi að byggingum hins opinbera hvort sem þær eru í eigu sveitarfélaga eða ríkis. Byrjað er á römpum:
  • þar sem hæð að hurðargati er 20 cm eða minna 
  • Þar sem hurðarop er 83 cm eða meira
  • Þar sem gangstétt er hellulögð og nægjanlega breið til að rúma ramp og gönguleið. (Miðað við ofantalin hæðamörk má hallinn ekki vera meira en 1:12 sem segir að t.d. 10 cm hæð við hurðargat kallar á ramp, 1,20 cm á lengd). Mögulegt er að rampa þar sem stétt er steypt eða malbikuð en þær framkvæmdir væru á ábyrgð sveitarfélagsins. 

20 cm hækkun er almennt í formi bungu sem er aflíðandi frá hurð í halla 1:12 

 

RUÍ mun teikna allar aðgengisbreytingar og leggja þær sem eru á landi sveitarfélagsins fyrir viðkomandi stofnun og hinar fyrir viðkomandi húseigendur í samvinnu við sveitarfélagið.  Æskilegt er að sveitarfélagið sinni ákveðinni undirbúningsvinnu en RUÍ vinnur fyrst og fremst á hellulögðum gangstéttum. RUÍ sendir hellur á staðinn og mannskap og tæki til að vinna verkið en óskar eftir því að sveitarfélagið útvegi húsnæði og fæði á meðan á verkinu stendur. 

 

Þetta er frábært framtak og við þökkum RUÍ og aðstandendum þess kærlega fyrir!

kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

Athugið!

Þorgeir Pálsson | 20. júní 2024
Rétt er að vekja athygli íbúa á eftirfarandi, sem fram kom og var rætt á síðasta fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar:

  1. Umhverfis- og skipulagsnefnd vekur athygli á að í kynningu er vinnslutillaga af heildar endurskoðun aðalskipulags Strandabyggðar. Hún er aðgengileg í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Nefndin hvetur íbúa og alla sem láta sér málið varða að kynna sér efnið:  https://skipulagsgatt.is/issues/2024/675
  2. Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða hefur auglýst skipulagslýsingu vegna vinnu við nýtt svæðisskipulag Vestfjarða, nefndin hvetur alla til að kynna sér lýsinguna, sem er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunnar: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/603
  3. Umhverfis- og skipulagsnefnd lýsir yfir áhyggjum af stöðugri útbreiðslu ágengrar plantna svo sem lúpínu og kerfils og hvetur sveitarstjórn til að leita sér ráðgjafar um varnir gegn þessum ófögnuði.

Auka sveitarstjórnarfundur í Strandabyggð, nr. 1364

Þorgeir Pálsson | 19. júní 2024
Auka sveitarstjórnarfundur nr 1364 í sveitarstjórn Strandabyggðar, verður haldinn að Hafnarbraut 25, föstudaginn 21. júni n.k. kl 12:00

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
  1. Umsögn vegna afgreiðslu Aflamarksnefndar vegna umsóknar um aflamark á Hólmavík.

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

 

Þorgeir Pálsson

Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir

Óskar Hafsteinn halldórsson
Matthías Sævar Lýðsson

Hlíf Hrólfsdóttir

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón