Þorgeir Pálsson | 20. júní 2024
Kæru íbúar Strandabyggðar,
Þá er hann kominn til Hólmavíkur; fyrsti rampurinn frá "
Römpum upp Ísland" og hann er við
Galdur Brugghús! Næsti rampur verður líklegast við
Grunnskólann á Hólmavík og eru teikningar þegar komnar.
Þetta frábæra framtak, "
Römpum upp Ísland" eða RUÍ gerir rampa, viðkomandi að kostnaðarlausu og sinnir aðgengi að verslunum, veitingastöðum og annarri þjónustu í eigu einkaaðila sem og aðgengi að byggingum hins opinbera hvort sem þær eru í eigu sveitarfélaga eða ríkis. Byrjað er á römpum:
- þar sem hæð að hurðargati er 20 cm eða minna
- Þar sem hurðarop er 83 cm eða meira
- Þar sem gangstétt er hellulögð og nægjanlega breið til að rúma ramp og gönguleið. (Miðað við ofantalin hæðamörk má hallinn ekki vera meira en 1:12 sem segir að t.d. 10 cm hæð við hurðargat kallar á ramp, 1,20 cm á lengd). Mögulegt er að rampa þar sem stétt er steypt eða malbikuð en þær framkvæmdir væru á ábyrgð sveitarfélagsins.
20 cm hækkun er almennt í formi bungu sem er aflíðandi frá hurð í halla 1:12
RUÍ mun teikna allar aðgengisbreytingar og leggja þær sem eru á landi sveitarfélagsins fyrir viðkomandi stofnun og hinar fyrir viðkomandi húseigendur í samvinnu við sveitarfélagið. Æskilegt er að sveitarfélagið sinni ákveðinni undirbúningsvinnu en RUÍ vinnur fyrst og fremst á hellulögðum gangstéttum. RUÍ sendir hellur á staðinn og mannskap og tæki til að vinna verkið en óskar eftir því að sveitarfélagið útvegi húsnæði og fæði á meðan á verkinu stendur.
Þetta er frábært framtak og við þökkum RUÍ og aðstandendum þess kærlega fyrir!
kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti