A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1365 í Strandabyggð

Heiðrún Harðardóttir | 05. júlí 2024

Sveitarstjórnarfundur 1365 í Strandabyggð 

Fundur nr. 1365 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 9.júlí kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Erindi Jóns Jónssonar frá 6. júní 2024 varðandi fyrirhugaða undirskriftarsöfnun í sveitarfélaginu.
  2. Erindi frá Ester Sigfúsdóttur vegna heiðursverðlauna
  3. Erindi frá Jakub Novotný vegna staðsetningar kæligáma
  4. Erindi frá Oddnýju Björg Rafnsdóttur, fyrirspurn um færsluhirði
  5. Breyting af skipan fulltrúa T-lista í sveitarstjórn
  6. Umsóknir í Tónlistarskólann á Akureyri – nám utan sveitarfélags
  7. Samningur við Litla Klett vegna leikskólalóðar
  8. Staða uppbyggingar í grunnskóla, yfirlit
  9. Jöfnunarsjóður erindi vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða frá hausti 2024 ásamt erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um gjaldfrjálsar skólamáltíðir.
  10. VesturVerk, upplýsingar um stöðu undirbúnings Hvalárvirkjunar
  11. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið: Tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli.
  12. Velferðarnefnd – Reglur um stuðningsþjónustu
  13. Fræðslunefnd, afsögn varamanns
  14. Ungmennaráð fundargerð frá 9. júní 2024
  15. Vinnuskýrsla sveitarstjóra
  16. Forstöðumannaskýrslur
  17. Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða fundargerðir nr. 3, 4 og 5 2024
  18. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða bréf vegna stýrihóps
  19. Fjórðungssamband Vestfjarða, þinggerð 69. fjórðungsþings
  20. Samband sveitarfélaga fundargerðir nr. 948, 949 og 950

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

 

Þorgeir Pálsson

Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir

Óskar Hafsteinn Halldórsson

Matthías Sævar Lýðsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

 

Strandabyggð 5. júlí

Þorgeir Pálsson oddviti

Sveitarstjórnarfundur 1365 í Strandabyggð -aukafundur- AFBOÐAÐUR

Salbjörg Engilbertsdóttir | 02. júlí 2024

Fundur er afboðaður og efni tekið fyrir á fundi næstkomandi þriðjudag

Fundur nr. 1365 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn fimmtudaginn 4.júlí kl. 12.00 að Hafnarbraut 25, Hólmavík.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Erindi Jóns Jónssonar frá 6. júní 2024 varðandi fyrirhugaða undirskriftarsöfnun í sveitarfélaginu.


Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:


Þorgeir Pálsson
Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir
Óskar Hafsteinn Halldórsson
Matthías Sævar Lýðsson
Hlíf Hrólfsdóttir


Strandabyggð 2. júlí
Þorgeir Pálsson oddviti

Malbikun í Strandabyggð og nágrenni

Salbjörg Engilbertsdóttir | 01. júlí 2024
Von er á flokki frá Malbiksstöðinni að malbika á Hólmavík og Drangsnesi á næstu vikum og eru starfsmenn staddir hér í dag vegna undirbúningsvinnu. Ef fólk hefur áhuga á að kaupa malbikun við heimili sín má hafa samband við Matta í síma 898-7976

Leiðir til byggðafestu, opin námskeið

Salbjörg Engilbertsdóttir | 28. júní 2024


Hjónin Þórunn MJH Ólafsdóttir og Haraldur Guðjónsson stunda öfluga hvítlauksræktun að Neðri-Brekku í Dalabyggð. Þau eru frumkvöðlar í svokallaðri „No dig/No till“ aðferð í ræktun hérlendis. Aðferðin er einnig kennd við „lagsagna“ þar sem náttúran sér sjálf um ræktunarvinnuna í hverju lagi fyrir sig.
Þessi árangursríka aðferð nýtist í allskonar ræktun grænmetis fyrir heimili, veitingahús eða til framleiðslu fyrir sölu á markaði.
Sé athygli beint að hvítlauknum má benda á að alls eru um 200 tonn af honum flutt hingað til lands ár hvert. Felast því augljós tækifæri í að auka ræktun hans. Hann gæti hæglega orðið sjálfbær afurð fyrir heimili og veitingahús.
Þórunn og Haraldur hafa kynnt sér aðferðafræði „No dig/No till“ bæði í orði og á borði og vilja nú deila reynslu sinni með áhugasömum.


Þau verða í Sælukotinu Árbliki sunnudaginn 30. júní kl. 13:00.
Þau verða sunnudaginn 30 júní kl. 18:00 í Sauðfjársetrinu á Ströndum (boðið upp á súpu þar).
Þau verða mánudaginn 1. júlí kl. 16:00 í Félagsheimilinu Víðihlíð.


Enginn aðgangseyrir er á námskeið þeirra. Áhugasamir eru hins vegar beðnir um að skrá sig í netfang hlediss@gmail.com og tilgreina hvaða námskeiðsstað af þremur sem eru í boði þeir velja, eða skrá sig á viðkomandi viðburð hér á facebook. Boðið er upp á kaffi og með því.


Hér er facebooksíða verkefnis: https://www.facebook.com/profile.php?id=61561264588269
Hér eru viðburðir: https://www.facebook.com/profile.php?id=61561264588269&sk=events

Kærar þakkir.

Kynning á umhverfismatsskýrslu Vindorkugarðs í Garpsdal

Salbjörg Engilbertsdóttir | 28. júní 2024

Kynning á niðurstöðum umhverfismatsskýrslu Vindorkugarðs í Garpsdal fer fram í Gamla Kaupfélagshúsinu í Krókfjarðarnesi í Reykhólahreppi fimmtudaginn 4. Júlí. kl 18:00

Fyrir þá sem ekki sjá sér fært að mæta þá verður opnað Virtual Room eftir kynninguna sem verður opið þar til frestur til athugasemda rennur út. Í Virtual Room geta þú skoðað allt efni umhverfismatsins og horft á upptöku af kynningunni. Virtual Room verður aðgengilegt frá heimasíðu EM Orku frá og með mánudagi 8. Júlí og þar til athugasemdafrestur rennur út.
www.emorka.is

Frestur til að skila athugasemdum hefur verið framlengdur til 19. Ágúst
https://skipulagsgatt.is/issues/2024/758

Kynningunni verður ekki streymt, en upptaka verður gerð aðgengileg í Virtual Room.
Fjarfundarkynning (Webinar) verður einnig haldin í vikunni 8.- 12. Júlí. Nákvæm dagsetning auglýst síðar.

Fyrir hönd EM Orku,
Ríkarður Ragnarsson Verkefnastjóri

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón