A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Engin Góugleði í ár!

| 10. mars 2021

Frá Góunefnd:

Kæru íbúar Strandabyggðar og aðrir velunnarar. Hér með tilkynnir Góunefndin að Góugleði í Strandabyggð 2021 er frestað og boðum við til Risa-Góugleði að ári.

Þrátt fyrir einhverjar tilslakanir undanfarið, þá sýnist okkur samt langt í að hægt verði að halda alvöru Góugleði. Þróunin síðustu daga sýnir okkur líka hversu viðkvæm staðan er í raun og því er þessi ákvörðun tekin.

Góan fer samt ekkert, hún bíður bara!

Sterkar Strandir - styrkveitingar. Ertu búin(n) að sækja um?

| 08. mars 2021
Auglýst er eftir umsóknum um styrki í tengslum við Sterkar Strandir.

Um er að ræða aðra úthlutun í verkefninu, en verkefnið er hluti af byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir í Strandabyggð. Umsóknarfrestur er til 12 á hádegi 10. mars 2021.

Tilráðstöfunareru 7 milljónir króna í þessari úthlutun. Verkefnum sem verða styrkt að þessu sinni þarf að vera lokið í síðasta lagi 31. desember 2021, og eru umsækjendur beðnir um að hafa það að leiðarljósi við gerð umsókna.

Meginmarkmið verkefnisins sem umsóknir þurfa að taka mið af:
  • Sterkirinnviðir og öflug þjónusta
  • Stígandi í atvinnulífi
  • Stolt og sjálfbært samféla

Ertu búin(n) að sækja um?  Á vef Vestfjarðarstofu,undir verkefninu Sterkar Strandir,má finna umsóknareyðublaðið og þar er sótt um. Athugið að einungis er hægt að sækja um á netinu. Hér getur þú sótt um!

Hér má líka fá upplýsingar um vrekefnið:

https://www.vestfirdir.is/is/verkefni/sterkar-strandir

 

Og á facebookið https://www.facebook.com/sterkarstrandir


Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir Sigurður Líndal verkefnisstjóri í síma 611-4698 eða á netfanginu sigurdurl@vestfirdir.is

Sveitarstjórnarfundur 1315 í Strandabyggð, 09.03.21

| 05. mars 2021

Sveitarstjórnarfundur 1315 í Strandabyggð

Fundur nr. 1315, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 9. mars 2021 kl 16.00 í Hnyðju.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Samningur við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  2. Forstöðumannaskýrslur og verkefni sveitarstjóra
  3. Nefndarfundir
    1. Ungmennaráð, 24.02.21
    2. Velferðarnefnd, 01.03.21
    3. Umhverfis- og skipulagsnefnd, 08.03.21
    4. Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd, 08.03.21
  4. Styrkumsókn frá Strandagaldri
  5. Umsókn um skólavist í öðru sveitarfélagi
  6. Minnisblað frá skrifstofustjóra, vegna styttingar vinnuviku, afgreiðsla sveitarstjórnar
  7. Drög að reglum um birtingu fundargagna
  8. Sterkar Strandir, fundargerð staðarfundar frá 28.01.21 – til kynningar
  9. Vestfjarðastofa, stjórnarfundur nr. 33, frá 27.01.21 – til kynningar
  10. Samband íslenskra sveitarfélaga – fundargerð 895, frá 26.02.21 – til kynningar
  11. Samband íslenskra sveitarfélaga – staðfesting á þátttöku í starfrænu verkefni
  12. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, fundargerðir 61 og 62 frá 08.02.21 og 22.02.21 – til kynningar
  13. Hafnarsamband Íslands – fundargerð 432 frá 19.02.21– til kynningar.

 

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Jón Gísli Jónsson

Ásta Þórisdóttir

Eiríkur Valdimarsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Pétur Matthíasson

 

Sumarstarfsmenn óskast á Reykhólum

| 05. mars 2021






Reykhólahreppur óskar eftir að ráða tvo sumarstarfmenn í 75-100% starf á Reykhólum við að sinna stuðningsþjónustu hjá 14 ára stúlku, í júní, júlí og ágúst. Vinnutími væri mánudaga til föstudaga frá 9:00-15:00.

Mjög skemmtilegt og krefjandi starf sem gæti hentað vel fyrir vinkonur eða par.

Möguleiki er á 100% starfi innan hreppsins og hjálp við að finna hentugt húsnæði ef starfsmenn óska þess.

Umsóknarfrestur er til og með 31. mars.

Laun eru samkvæmt taxta Verk-Vest.

Umsóknir sendist Soffíu Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík. Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is

Söfnun fyrir Kvennaathvarfið

| 02. mars 2021
Meðal áheita var að standa á höndum
Meðal áheita var að standa á höndum

7.-10. bekkur í Félagsmiðstöðinni Ozon var með söfnun fyrir Kvennaathvarfið 25. febrúar síðastliðinn. Við vorum með góðgerðarkvöld  á Hörmungardögum sem er hátíð haldin á Hólmavík þegar að við erum með alls konar skemmtanir tengdar hörmungum alls staðar í heiminum. 

Við gerðum live stream á Facebook og fengum áheiti í gegnum skilaboð þar og á Instagram. Fyrir hverja áskorun sem við fengum á okkur og uppfylltum þá þurfti manneskjan sem skrifaði áskorunina að leggja inn á okkur upphæð sem viðkomandi bauð uppá.

Stebbi Music Band, sem er hljómsveit í Ozon, spilaði á live streyminu og Svavar Knútur spilaði og söng líka. Við sýndum einnig aðstöðuna hjá okkur í Ozon. 

Við fengum 42.000 krónur frá áheitum í athugasemdum á streyminu, það var hægt að leggja meira inn á okkur fram eftir helgi og í allt í allt fengum við 80.000 sem fer beint til Kvennaathvarfsins. 

Konur sem eru beittar ofbeldi að hálfu núverandi eða fyrrverandi sambýlismanns síns eru velkomnar í athvarfið ásamt börnunum sínum. Aðstandendum kvennanna og fjölskyldumeðlimum er einnig velkomið að hafa samband við athvarfið til að fá ráðgjöf og/eða stuðning. Það eru u.þ.b. 20 konur og börn sem búa í athvafinu.

F.h. Ozonráðs,
Unnur Erna Viðarsdóttir

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón