A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Gleðilega Hátíð!

| 23. desember 2020

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Ég geri ráð fyrir að nú sé kominn skötuilmur í hús, enda Jólin að bresta á.  Það er einhvern veginn þannig finnst mér, að þrátt fyrir að jólalög hafi nú ómað í vel á annan mánuð og jólaljósum hafi fjölgað daglega á húsum, bátum, í görðum og gluggum að undanförnu, þá rennur það fyrst upp fyrir manni á Þorláksmessu, að jólin séu að bresta á.  Skatan, skötulyktin, kartöflur og hamsatólg.  Þarna byrja jólin.  Þannig er það að minsta kosti hjá mér, enda alinn upp við vel kæsta skötu.

En jólin snúast samt um annað og meira an skötulykt.  Hvert og eitt okkar tengir jólin við sína sögu, á sinn hátt.  Flest okkar finna þó sennilega fyrir kærleik, samkennd og þörfinni fyrir samveru í tengslum við jólin.  Þessar tilfinningar eru sjálfsagt ennþá sterkari nú um þessu jól en oftast áður, sökum Covid -19, sem hefur takmarkað svo mjög allar samverustundir. 

Um leið og við óskum íbúum Strandabyggðar og landsmönnum öllum Gleðilegra jóla, hvetjum við alla til að fara varlega og hugsa fyrst og fremst um sinn innsta hring.  Leyfum okkur bara að hlakka áfram til fjölskylduboðanna og stærri hátíðarhalda.  Þau koma á endanum. 

Gleðilega Hátíð!

Kær kveðja
Sveitarstjórn og starfsmenn Strandabyggðar.

Helgistund á jólum í Hólmavíkurkirkju

Salbjörg Engilbertsdóttir | 23. desember 2020


Vegna samkomutakmarkana sem nú gilda verða ekki sungnar messur í kirkjum á Ströndum um þessi jól. Þess í stað verður jólahelgistund streymt frá Hólmavíkurkirkju ef allt gengur upp. Stundin mun birtast á aðfangadagskvöld kl. 18:00  á nýstofnaðri facebooksíðu kirkjunnar og verður aðgengileg áfram og hér er slóðin á síðuna og gott að "líka" við síðuna til að engin tilkynning eða viðburður á vegum kirkjunnar fari fram hjá ykkur. 

Á aðfangadag verða einnig sýndar messur á RÚV kl. 18:00 og 23:30.


Í desember færði Starfsmannafélag Kaupfélags Steingrímsfjarðar Hólmavíkurkirkju höfðinglega gjöf. Um er er ræða búnað, myndavél og tölvu til að streyma viðburðum sem tengjast  kirkjustarfi og tónleikahaldi í Breiðafjarðar- og Strandaprestakalli.

Kirkjan færir starfmannafélaginu hjartans þakkir fyrir hlýhug og velvild  og væntir þess að búnaðurinn muni nýtast vel í kirkju- og menningarstarfi á svæðinu.

Með bestu óskir um gleðileg jól, Sigríður Óladóttir sóknarprestur

Strætóleið 59 ekur samkvæmt föstudagsáætlun á Þorláksmessu

| 22. desember 2020

 

Á Þorláksmessu, miðvikudaginn 23.desember þá mun strætóleið 59 aka samkvæmt föstudagsáætlun. Ekið verður frá Borgarnesi til Hólmavíkur kl. 16:58 og  til baka frá Hólmavík til Borgarness kl. 19:12.

 

Á venjulegum miðvikudögum þá ekur leiðin aðeins milli Búðardals og Borgarness. En vegna þess að ferðin til Hólmavíkur féll niður á sunnudaginn s.l. þá var ákveðið að láta miðvikudagsferðina aka alla leið til og frá Hólmavík.

 

Bus route 59 drives according to Friday schedule on 23rd December

 

On Wednesday 23 December, route 59 will run according to a Friday schedule. The bus will drive from Borgarnes to Hólmavík at 16:58 and back from Hólmavík to Borgarnes at 19:12.

On typical Wednesdays, the route only runs between Búðardalur and Borgarnes. But because the trip to Hólmavík was canceled on last Sunday, it was decided to let the Wednesday trip drive all the way to and from Hólmavík.

Við erum flutt!

| 16. desember 2020
Kæru íbúar Strandabyggðar.

Skrifstofa Strandabyggðar er flutt í nýtt húsnæði að Hafnarbraut 25.  Við kveðjum Þróunarsetrið með mikið þakklæti í huga, því sú ráðstöfun á sínum tíma að stefa þar saman ólíkum einstaklingum, stofnunum og jafnvel fyrirtækjum, var góð og skapaði mikla og mikilvæga gerjun í okkar samfélagi.  Sú gerjun og nýsköun heldur áfram í Þróunarsetrinu.  Sveitarfélagið mun þó áfram halda alla sína stærri fundi, sveitarstjórnarfundi og aðra viðburði í Þróunarsetrinu og sem leigusali, koma að mótun þess og uppbyggingu í framtíðinni.

En skrifstofan er sem sé flutt og við fögnum þeim áfanga.  Nú verður einfaldara fyrir íbúa að sinna erindum sínum á skrifstofu Strandabyggðar.  Við erum að koma okkur fyrir, taka upp úr kössum og flyta síðustu hlutina, en formleg starfsemi er engu að síður hafin að Hafnarbraut 25

Við bjóðum alla velkomna, að viðhöfðum öllum sóttvarnarreglum að sjálfsögðu.

Kveðja
Starfsmenn á skrifstofu Strandabyggðar

Fulltrúi í Ungmennaráði Samfés

| 15. desember 2020
Unnur Erna Viðarsdóttir
Unnur Erna Viðarsdóttir
Félagsmiðstöðin Ozon leggur mikið upp úr því að vera í virku samstarfi á landsvísu og fjölga þannig möguleikum ungmenna á þátttöku í fjölbreyttu og uppbyggilegu starfi. 

Samfés er einn þeirra vettvanga og þar leggjum við meðal annars áherslu á að bjóða fram í Ungmennaráð Samfés. Í ráðinu sitja lýðræðislega kjörin ungmenni alls staðar að af landinu en félagsmiðstöðvar í hverju kjördæmi kjósa sér sinn fulltrúa. Í liðinni viku var Unnur Erna Viðarsdóttir kjörin fulltrúi Ozon í Ungmennaráð Samfés og mun hún sitja í því næstu tvö árin....
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón