A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfisátak í Strandabyggð

| 14. maí 2020

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Eins og þið vitið, hefur verið unnið að umhverfisátaki í Strandabyggð frá því haustið 2018.  Mjög góður árangur náðist í fyrra og er þar fyrst og fremst að þakka góðri samvinnu við íbúa.  Tugir bíla voru fjarlægðir auk þess sem Sorpsamlagið tók við miklu magni af drasli til förgunar.

Sveitarstjórn samþykkti síðan gerð bílastæðis á Skeiði sem er ætlað stærri vinnuvélum og farartækjum, sem eru í gangfæru og löglegu ástandi.  Verður þetta bílastæði tekið í notkun á næstunni og kynnt sérstaklega þegar þar að kemur.

Framundan er heimsókn Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða í byrjun júní og eins og staðan er í dag, má búast við að einhverjir númerslausir bílar fái límmiða.  Þeir sem þekkja ferlið, vita að frá því límmiði er settur á bíl, hefur eigandinn tvær vikur til að fjarlægja bílinn eða hafa samband við sveitarfélagið og ræða aðrar lausnir. 

Ég hvet alla sem eru í þeirri stöðu að eiga númerslausar bifreiðar að gera ráðstafanir og/eða hafa samband við okkur, þannig að við getum farið yfir stöðuna.  Samvinna í þessu sem og öðru, er lykillinn að árangri.

Kveðja

Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar

Hugsum um umhverfið

| 14. maí 2020
Sæl öll,

Öllum verður okkur á að gleyma að taka til eftir okkur af og til. Hér virðist sem einhver hafi gleymt brettum, brúsa og hellusteini.  Viðkomandi er vinsamlegast beðin(n) að fjarlægja þetta sem fyrst, þannig að þessi fallegi stoppustaður við höfnina verði áfram fallegur.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar

Verkefnastjóri brothættra byggða á Ströndum

| 14. maí 2020

Sigurður Líndal Þórisson hefur verið ráðin verkefnastjóri Vestfjarðastofu á Hólmavík.

Siguður hefur víðtæka reynslu og hefur síðustu rúmlega fjögur ár verið framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands og þar áður var hann í stjórnunarstöðu hjá risafyrirtækinu Expedia í London.  Sigurður er með mastersgráðu í stefnumótun og stjórnun listastofnana frá Birkbeck College, University of London og var í tólf ár stundakennari við sviðslistadeildir listaháskóla í London.

Sigurður kemur til starfa hjá Vestfjarðastofu í byrjun júní og mun leiða verkefnið Brothættar byggðir í Strandabyggð auk þess að sinna öðrum verkefnum tengdum atvinnu- og byggðaþróun hjá Vestfjarðastofu, eins og kemur fram á heimasíðu Vestfjarðastofu.

Við hér á Ströndum væntum mikils af nýjum verkefnastjóra og bjóðum hann velkominn til starfa.  Sigurður verður með aðstöðu í Þróunarsetrinu á Hómavík.

Könnun á atvinnuþátttöku ungmenna

| 12. maí 2020


Vestfjarðastofa stendur fyrir örkönnun varðandi atvinnuþáttöku ungs fólks og  námsmönnum  á Vestfjörðum. Eins og nafnið gefur til kynna er könnunin  stutt og tekur aðeins örfáar mínútur að svara. Í henni er verið að leitast eftir að skoða áhuga ungs fólks á  atvinnu‏áttöku á Vestfjörðum í sumar. Við hvetjum alla sem er eru í námi og hafa hug á að leita sér að atvinnu á svæðin að svara en með ‏‏því er verið að auðvelda sveitarfélögum og fyrirtækjum á svæðinu hvaða áherslur skuli leggja þegar tekið verður þátt í sérstöku átaki ríkisstjórnar varðandi sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri.

Linkinn á könnuninni er að finna hér

Gerð Strandsvæðaskipulags á Vestfjörðum - almennur kynningarfundur á facebook

| 12. maí 2020
Í dag kl 15 verður að almennur kynningafundur um lýsingu á gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum og verður fundinum streymt á Facebook-síðu Skipulagsstofnunar.

Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með kynningunni. Nánari upplýsingar um fundinn verða á hafskipulag.is

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón