A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skrifstofa Strandabyggðar opnar að nýju

| 12. maí 2020

Skrifstofa Strandabyggðar er nú opin frá kl 10-14 alla virka daga, líkt og áður.  Áfram verður þó lögð sérstök áhersla á allar almennar sóttvarnir.

Sveitarstjórnarfundur í Strandabyggð nr 1303, 12. maí 2020

| 08. maí 2020

Sveitarstjórnarfundur 1303 í Strandabyggð

Fundur nr. 1303, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 12. maí 2020 kl 16:00 í Hnyðju.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Nefndarfundir
    1. Umhverfis-       og skipulagsnefnd, 07.05.20
    2. Tómstunda-,       íþrótta- og menningarnefnd, 07.05.20
    3. Fræðslunefnd,       11.05.20
  2. Forstöðumannaskýrslur
  3. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun – beiðni um gögn vegna húsnæðisverkefnis
  4. EarthCheck     
  5. Fjórðungssamband Vestfirðinga, ársreikningur 2019
  6. Vestfjarðastofa – stjórnarfundur 25 frá 21.04.20
  7. Vestfjarðastofa – skipan í fulltrúaráð
  8. Náttúrustofa Vestfjarða – fundargerð 128 frá 08.04.20
  9. Skipulagsstofnun – beiðni um umsögn vegna strandsvæðaskipulags á Vestfjörðum
  10. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga – stjórnarfundur 881 frá 24.04.20
  11. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga – stjórnarfundur 882 frá 29.04.20
  12. Síminn – Fjarskiptalóð í landi Múla.

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Jón Gísli Jónsson

Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir

Ásta Þórisdóttir

Eiríkur Valdimarsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Samstaða

| 08. maí 2020

Undanfarnar vikur hafa reynt á marga.  Breytt vinnufyrirkomulag, skert skólasókn, fjarkennsla, aukin viðvera heima, takmarkanir á samskiptum og svona mætti lengi telja, hafa einkennt okkar daglega líf.  Í þessari viku small eitthvað af þessu í fastar skorður að nýju en annað er enn háð takmörkunum.  Þess vegna munum við áfram viðhalda þeim áherslum sem við höfum sett okkur og lifað eftir sl vikur. 

Mig langar til að hrósa íbúum og starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir einbeitt framlag og mikla vinnu í þá átt að láta hlutina ganga upp.  Það er ekki sjálfgefið, en með sterkri samstöðu tókst það.  Það er t.d. ekki einfalt að skipuleggja skólastarf með þeim hætti sem stjórnendur Grunnskólans og starfsmenn hans hafa gert.  Þau eiga hrós skilið.  Síðast en ekki síst, eiga nemendurnir sjálfir hrós skilið fyrir að hafa aðlagast þessum breyttu aðstæðum.  Í heildina heyrist mér að aukið heimanám og meiri viðhvera þar hafi gengið vonum framan.

Og þó það hljómi öfugsnúið, þá er líka rétt að þakka þeim ættingjum og vinum, brottfluttum Strandamönnum og öðrum velunnurum sem tóku þá ákvörðun að heimsækja okkur ekki, t.d. um páskana.  Þá átti það við að vera heima, en þið eruð hjartalega velkomin þegar aðstæður leyfa.

Þessa samstöðu og samvinnu þurfum við nú að halda í og rækta í öðrum verkefnum í framtíðinni.  Það vilja allir gera sitt besta og með skilningi og umburðarlyndi, náum við árangri.

Góða helgi, njótum þess að búa í Strandabyggð.


kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar

Gerð Strandsvæðaskipulags á Vestfjörðum

| 07. maí 2020
« 1 af 2 »

 

Hafin er vinna við gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum á grundvelli laga um skipulag haf- og strandsvæða. Svæðisráð, skipað af umhverfis- og auðlindaráðherra, ber ábyrgð á gerð strandsvæðisskipulagsins en Skipulagsstofnun annast gerð þess í umboði svæðisráðanna.

Lýsing

Svæðisráð auglýsir lýsingu fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum Þar er gerð grein fyrir hvernig fyrirhugað er að standa að vinnu við gerð strandsvæðisskipulagsins. Lýsingin er aðgengileg hjá Skipulagsstofnun og á hafskipulag.is frá 7. maí til 1. júní. Nálgast má prentað eintak hjá Skipulagsstofnun.

 

Lýsing fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum.

 

Allir eru hvattir til að kynna sér efni lýsingarinnar og koma á framfæri ábendingum um nálgun og efnistök í skipulagsvinnunni. Ábendingar þurfa að vera skriflegar og má koma á framfæri bréfleiðis til Skipulagsstofnunar, með tölvupósti á hafskipulag@skipulag.is eða á athugasemdagátt áhafskipulag.is. Frestur til að koma á framfæri ábendingum er til 1. júní 2020.

 

Lýsing er kynnt samkvæmt 11. gr. laga um skipulag haf- og strandsvæða.

 

Samráðsvefsjá

Opnuð hefur verið samráðsvefsjá um gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum og Vestfjörðum. Þar er hægt er að koma á framfæri upplýsingum um hvernig svæðin eru nýtt til afþreyingar, ferðaþjónustu og nytja ásamt áherslum varðandi styrkleika svæðanna, áskoranir og tækifæri. Allir eru hvattir til þess að taka þátt. Vefsjáin verður opin til 4. júní. Upplýsingar sem safnast í gegnum vefsjánna verða nýttar í vinnunni framundan við gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum og Vestfjörðum.

 

Kynningarfundur

Fyrirhuguð vinna við gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum verður kynnt á veffundi sem streymt verður á Facebook-síðu Skipulagsstofnunar þann 12. maí kl. 15:00.

 

Allir sem hafa áhuga eru hvattir til að taka þátt í fundunum. Nánari upplýsingar um fundina eru á hafskipulag.is.

Kynningarfundur

Til stóð að halda samráðsfundi samhliða kynningu á lýsingu en vegna samkomutakmarkana hefur þeim verið frestað. Samráðsfundirnir verða haldnir haustið 2020 og verða þeir auglýstir þegar nær dregur. Á fundunum verður þátttakendum boðið til samtals um stöðu svæðisins, styrkleika og áskoranir og leitað eftir ábendingum þátttakenda um núverandi og framtíðar nýtingu þess. Fundirnir verða öllum opnir.

 

Hafskipulag.is

Jafnframt er athygli vakin á að á nýju vefsvæði skipulags á haf- og strandsvæðum, hafskipulag.is má nálgast frekari upplýsingar um skipulag á haf- og strandsvæðum ásamt gerð strandsvæðisskipulags og framvindu vinnunnar á hvoru svæði.

Söfnun hugmynda um öndvegisverkefni

| 05. maí 2020


Verkefnið Brothættar byggðir er að mjakast af stað í Strandabyggð og nú stendur verkefnastjórn fyrir söfnun hugmynda um öndvegisverkefni sem gætu keppt fyrir hönd Strandabyggðar í samkeppnissjóði fyrir Brothættar byggðir á landsvísu. Alls eru sjö byggðarlög þátttakendur í verkefninu og má búast við að fáum og háum framlögum verði úthlutað til þeirra verkefna sem fá stuðning á annað borð. Frestur til að skila hugmyndum um öndvegisverkefni er til 10. maí nk. og á að gera það með rafrænum hætti undir þessum tengli.

 

Á dögunum var haldinn kynningarfundur um Brothættar byggðir í vefforritinu Zoom og var hann tekinn upp. Hann er nú aðgengilegur á Facebook síðu Strandabyggðar undir þessum tengli.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón