Forsetakosningar 1 júní 2024
Kjörstaður verður opinn frá kl. 10:00 -17:00. sbr. 1. mgr. 80 gr. laga nr. 112/2021 um kosningar.
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti á fundi sínum 14. maí 2024 að auglýsa vinnslutillögu að Aðalskipulagi Strandabyggðar 2021-2033.
Um er að ræða heildarendurskoðun á fyrsta Aðalskipulagi Strandabyggðar 2010 - 2022. Gildistími þess er senn liðinn og endurskoðun því tímabær. Síðan að gildandi skipulag var samþykkt hafa ýmsar forsendur tekið breytingum s.s. atvinnulíf og fólksfjöldi og ýmis ný tækifæri og áskoranir litið dagsins ljós.
Í aðalskipulagi ber sveitarfélögum að setja fram stefnu og ákvarðanir sveitarstjórnar um framtíðarnotkun lands og fyrirkomulag byggðar, um landnotkun, byggðaþróun og mynstur, samgöngu‐ og þjónustukerfi og atvinnu‐ og umhverfismál.
Aðalskipulag skal haft til grundvallar við gerð annarra áætlana er snerta ráðstöfun lands á einn eða annan hátt og aðrar skipulagsáætlanir innan sveitarfélagsins skulu vera í samræmi við aðalskipulag.
Vinnslutillagan – greinargerð ásamt aðalskipulagsuppdráttum - er aðgengileg í Skipulagsgátt á slóðinni https://skipulagsgatt.is/issues/2024/675
Sveitarstjórn Strandabyggðar hvetur íbúa, hagsmunaðila og alla þá sem hafa athugasemdir og ábendingar um vinnslutillöguna að skila þeim skriflega fyrir 30. júní 2024 í gengum skipulagsgáttina.
Kæru gámaeigendur,
Í ljósi endurskoðunar aðalskipulags Strandabyggðar og fyrri umræðu um gámana á Tanganum, tilkynnist hér með að sveitarfélagið vill ganga í það verk að rýma Tangann nú í sumar. Þeir eigendur gáma sem ekki þurfa rafmagn, eru því vinsamlegast beðnir að undurbúa tæmingu og rýmingu sinna gáma sem allra fyrst, í samráði við starfsmenn Áhaldahúss. Um er að ræða annars vegar að koma heillegum gámum fyrir á gámasvæði sveitarfélagsins, gegn leigusamningi og hins vegar förgun ónýtra gáma.
Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti