A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Leikjakvöld Ungmennaráðs Strandabyggðar

Heiðrún Harðardóttir | 10. júní 2024
Ungmennaráð Strandabyggðar verður með leikjakvöld miðvikudaginn 12 júní kl 19:30 á skólalóðinni.

Allir velkomnir. 

Réttarsmíði í Kollafirði - tilboð óskast

Þorgeir Pálsson | 10. júní 2024
Strandabyggð óskar eftir tilboðum í réttarsmíði í Kollafirði, í landi Litla Fjarðarhorns. Verklýsing sem byggir á ráðleggingum bænda, og er eftirfarandi:

Fjárfjöldi: Varlega áætlað munu koma 4500 -6000 fjár í réttina. 


Gerð réttar: Sundurrekstrargangur með dilkum. Eingöngu fastar grindur í úthring. Það á einnig við um úthringi hvers og eins dilks og úthringi sundurrekstrargangs. Úthringur og allar milligerðir þurfa að vera fastar og ófjarlægjanlegar til að notagildi haldist.  Réttin sé smíðuð úr efni sem gripum stendur ekki hætta af hvorki eitrunarhætta né slysahætta.

Fjöldi dilka:  9 - 11.

Griðing:  Girða þarf af almenning.

Um stærðir rétta gildir fjallskilasamþykkt Strandasýslu

  "6 gr. Dilkar í fjárréttum skulu vera svo rúmgóðir að enginn þurfi að hleypa út fé fyrr en sundurdrætti er lokið. Skylt er að sjá utansveitarmönnum fyrir nægilegu dilkarými, þá skal vera aðstaða til að einangra sjúkar kindur. Ómerkingum, óskilafé og línubrjótum skulu ætlaðir sérstakir dilkar."

Hönnun og útfærsla: Öll nánari hönnun og útfærsla réttarinnar skal unnin í samráði við bændur og fulltrúa sveitarfélagsins.  Stuðst verður við teikningar af Staðardalsrétt rétt sem eru aðgengilegar á skrifstofu Strandabyggðar.


Verklok: Verktaki skal skila réttinni fullbúinni og tilbúinni fyrir notkun, 9. September 2024, kl 17.00. Dagsektir: Dagsektir skulu reiknast 1% af kostnaðaráætlun verksins. Kostnaðaráætlun er kr. 4.500.000.-

Allar frekari upplýsingar má fá hjá sveitarstjóra; thorgeir@strandabyggd.is

Tilboðum skal skila á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is fyrir lok dags 21.júní n.k.

Sveitarstjórnarfundur í Strandabyggð nr. 1363

Heiðrún Harðardóttir | 07. júní 2024

Fundur nr. 1363 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 11.júní kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Lántaka vegna framkvæmda ársins hjá Lánasjóði sveitarfélaga
  2. Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2023 – drög
  3. Ársreikningur Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks 2023 - drög
  4. Fundargerð Tómstunda, íþrótta- og menningarnefndar frá 4. júní 2024 
  5. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar 6. júní 2024
  6. Fundargerð Fræðslunefndar frá 06.06.2024
  7. Fundargerð Atvinnu, dreifbýlis- og hafnarnefndar frá 06.06.2024
  8. Fundargerð Velferðarnefndar frá 05.06.2024
  9. Tilnefning fulltrúa og varafulltrúa í kjörnefnd Fjórðungssamband Vestfirðinga
  10. Samningur við Ásgarð, undirritaður
  11. Bréf frá Ingibjörgu Sigurðardóttur vegna félagsstarf aldraðra.
  12. Reglur/viðmið varðandi birtingu efnis á heimasíðu Strandabyggðar.
  13. Erindi frá Jóni Jónssyni varðandi fyrirhugaða undirskriftasöfnun í sveitarfélaginu.
  14. Erindi frá undirbúningshóp fjölskylduhátíðarinnar Sameinumst á Ströndum.
  15. Vinnuskýrsla sveitarstjóra.
  16. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 109/2024 – „Hvítbók í málefnum innflytjenda“
  17. Samband íslenskra sveitarfélaga – Fundargerðir vegna funda nr. 462 og 463 hjá stjórn Hafnarsambands Íslands

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

 

Þorgeir Pálsson

Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir

Jón Sigmundsson

Matthías Sævar Lýðsson

Hlíf Hrólfsdóttir

 

Strandabyggð 7. júní

Þorgeir Pálsson oddviti

Þjónustukönnun Byggðastofnunar

Heiðrún Harðardóttir | 06. júní 2024
Nú fer fram könnun meðal íbúa landsins vegna rannsókna á þjónustusókn sem Maskína framkvæmir fyrir hönd Byggðastofnunar. Niðurstöður munu nýtast í vinnu við eflingu byggða um land allt.

Könnunin er liður í að skilgreina þjónustusvæði, greina hvort þjónustustig sé sambærilegt og fá mynd af viðhorfum íbúa mismunandi svæða til breytinga á þjónustu. Sérstaklega er mikilvægt að fá svörun úr dreifðum byggðum landsins svo unnt verði að vinna með niðurstöðurnar þannig að sem réttust mynd fáist einnig af þjónustusókn íbúa í fámennum byggðarlögum. Þar skiptir hvert svar miklu máli.

Í könnuninni er spurt um tíðni notkunar á þjónustu sem notuð er (síðustu 30 daga) og þjónustu sem notuð er sjaldnar (á ársgrundvelli). Spurt er hvert íbúar fara til að sækja þjónustu. Einnig er spurt um væntingar til breytinga á framboði þjónustu, hvaða þjónustu þarf helst að bæta við eða efla og hvaða þjónustumissir eða skerðing hefði helst áhrif á núverandi búsetu.

Könnunin er á íslensku, ensku og pólsku. Eins eru upplýsingarnar um könnunina á íslenskuensku og pólskuSjá á heimasíðu Byggðastofnunar.

Áætlað er að það taki um 10 mínútur að svara. Smelltu á hlekkinn til að taka þátt: ÞJÓNUSTUKÖNNUN

It takes approximately 10 minutes to complete the survey .Click the link to participate: SERVICE SURVEY

Szacuje się, że udział w ankiecie zajmie około 10 minut.  Wejdź w link, aby wziąć udział: ANKIETA

Óskar eftir starfskrafti vegna veislu 20. júlí

Heiðrún Harðardóttir | 06. júní 2024

Óska eftir starfskrafti til að aðstoða við veislu og frágang í Ármúla í Kaldalóni 20. júlí. Tímar: 15:00 - 23:00. Laun: samkomulag. Frekari upplýsingar: Anna sími 694-9636

- - -

Anna Ásthildur Thorsteinsson

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón