A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Menningarverðlaun Strandabyggðar 2024

Heiðrún Harðardóttir | 18. júní 2024
« 1 af 3 »
Menningarverðlaun Strandabyggðar voru veitt við hátíðlega athöfn 17 júní á Galdratúninu á Hólmavík. 

Menningarverðlaun Strandabyggðar 2024 hlaut Sauðfjársetur á Ströndum. Frá opnun Sauðfjársetursins hefur það auðgað allt menningarlíf á Ströndum og gestafjöldi safnsins aukist ár frá ári. Mikill metnaður er lagður í að endurnýja og setja upp nýjar hliðar sýningar ásamt föstu sýningunni. Þar er einnig rekið frábært kaffihús. Tvær stórar hátíðir eru haldnar ár hvert, Náttúrubarnahátíð og Hrútadómar, auk fjölda viðburða yfir veturinn. Þá var Sauðfjársetrið einnig tilnefnt til íslensku safnaverðlaunanna 2024. Geri aðrir betur. 

Sérstaka viðurkenningu Strandabyggðar vegna samfélagsmála 2024 hlaut Hafdís Gunnarsdóttir. Hafdís hefur unnið ötullega að því að sameina fólk og fyrirtæki á staðnum er kemur að því að koma upp frisbígolfvelli á eða við Hólmavík. Frisbígolf er nýtt sport sem hefur notið vaxandi vinsælda hér á landi og kemur til með að glæða staðinn er varðar afþreyingu til muna. Að þessu hefur Hafdís unnið í sjálfboðaliðastarfi meðfram erfiðum veikindum og á skilið mikið hrós og lof fyrir einstaka jákvæðni og elju.

Bestu hamingjuóskir til verðlaunahafa.

Niðurstöður úr íbúakönnun landshlutanna

Heiðrún Harðardóttir | 18. júní 2024
Niðurstöður úr íbúakönnun landshlutanna sem gerð var sl. vetur hafa verið birtar. 

Könnunin var stór og viðamikil og tekur til ólíkra þátta búsetuskilyrða á landinu öllu. Í könnuninni er Vestfjörðum skipt í þrjú svæði: Norðanverða vestfirði, sunnanverða vestfirði og Strandir og Reykhóla. 

Meðfylgjandi er hlekkur á frétt Vestfjarðastofu um könnunina þar sem finna má íbúakönnun landshlutanna 2023.

Íbúakönnun landshlutanna er komin út | Vestfjarðastofa (vestfirdir.is)

17. júní skemmtun Geislans

Heiðrún Harðardóttir | 14. júní 2024
Ungmennafélagið Geislinn býður upp á þjóðhátíðardagskrá mánudaginn 17 júní. 

Dagskráin byrjar milli 11:00-13:00 í félagsheimilinu þar sem boðið verður upp á andlitsmálningu og blöðrusölu. Skrúðganga hefst  kl 13:00 frá félagsheimilinu niður á Galdratún.

Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær

Heiðrún Harðardóttir | 13. júní 2024
Bókin Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær er gjöf til landsmanna frá forsætisráðuneytinu og Forlaginu í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins Íslands. 

Fjallkonan er þjóðartákn og í bókinni er kafað ofan í sögu fjallkonunnar, ávörpin sem flutt hafa verið af íslenskri fjallkonu allt frá árinu 1947 ásamt úrvali þjóðhátíðarljóða. Í bókinni eru þýðingar m.a. á ensku og pólsku. 

Hægt er að nálgast eintak af bókinni á skrifstofu Strandabyggðar og í íþróttamiðstöð Strandabyggðar.

Sumarhús í Skeljavík?

Þorgeir Pálsson | 13. júní 2024
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Á svona degi væri nú ekki amalegt að sitja á pallinum í sumarhúsi fyrir ofan Skeljavík og njóta þess sem Steingrímsfjörður hefur uppá að bjóða.  Þvílíkt útsýni og fegurð!

Sveitarstjórn hefur ákveðið að auglýsa 6 lóðir í hverfi fyrir ofan þjóðveginn, eins og þessi mynd sýnir.  Verkefnið er allt í réttu ferli og í yfirferð hjá Skipulagsstofnun.  Hér má finna frekari upplýsingar og lýsingu á svæðinu.

Áfram Strandabyggð!
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón