A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir störf til umsóknar

| 29. maí 2020

Strandabyggð auglýsir stöður Tómstundafulltrúa og störf við Grunn-og leikskóla


Lausar stöður skólaárið  2020-2021



  • Staða umsjónarkennara á yngsta stigi 100%. Um er að ræða samkennslu í 1. – 3. bekk. Allar almennar kennslugreinar.

  • Staða umsjónarkennara á unglingastigi 100%. Um er að ræða samkennslu í 7. – 10. bekk. Allar almennar kennslugreinar.

  • Staða íþróttakennara 100%. Um er að ræða kennslu í skólaíþróttum og sundi og þjálfun íþróttagreina í samstarfi við íþróttafélagið Geislann á Hólmavík.

  • Tvær stöður leikskólakennara100%. Um er að ræða almennt starf á deild.

  • Staða stuðningsfulltrúa 100%. Um er að ræða þjálfun nemanda með sérþarfir og eftirfylgni í grunnskóla og tómstundastarfi.

...
Meira

Sumarstarf í Strandabyggð

| 28. maí 2020
Vinnumálastofnun og félagsmálaráðuneytið hafa sett af stað átak til að efla sumarvinnu námsmanna.  Átakið er unnið í samvinnu við sveitarfélögin í landinu.

Strandabyggð auglýsir mér með eftir starfsmanni til starfa á skrifstofu sveitarfélagsins, í eftirtalin verkefni:
  • Skjalavistun, greining og flokkun gagna á skrifstofu
  • Önnur tilfallandi störf á sviði upplýsingamála.
Átakið snýr að námsmönnum sem eru 18 ára á árinu og eldri. Námsmenn þurfa að vera í námi á milli anna. Það er: hafa stundað nám á vorönn og halda áfram námi að hausti. Námsmenn þurfa að skila inn staðfestingu frá skóla að viðkomandi sé námsmaður á milli anna.

Vantar þig sumarstarf?  Hafðu samband.  Umsóknarfrestur er til og með 5. júní.

Nánari upplýsingar veitir Þorgeir Pálsson sveitarstjóri í síma 451-3510 eða 899-0020.  Umsóknum skal skilað í rafrænu formi á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is fyrir  miðnætti 5. júní n.k.

Orkusalan færir gjafir

Salbjörg Engilbertsdóttir | 27. maí 2020

Í gær fengum við góða gesti frá Orkusölunni sem færðu Strandabyggð 90 birkiplöntur að gjöf og tók Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir formaður Umhverfis- og skipulagsnefndar við gjöfinni fyrir hönd sveitarfélagsins.  Þeim mun verða plantað í sumar á völdum stöðum í sveitarfélaginu undir umsjón Sigríðar Drífu Þórólfsdóttur og vinnuskólans.  Orkusölunni færum við okkar bestu þakkir fyrir gjöfina.

Galdrasýningin fékk styrk úr Barnamenningarsjóði

| 26. maí 2020

Á degi barnsins var úthlutað í annað sinn úr Barnamenningarsjóði sem er átaksverkefni að efla barnamenningu á Íslandi og var stofnaður í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands. Galdrasýningin fékk styrk að upphæð 1,3 milljón í Galdraskólann: viltu kynnast göldrunum innra með þér? Þetta er samstarfsverkefnið við grunnskólana á Hólmavík, Drangsnesi og Reykhólum auk fræði- og listamanna. Þetta er í annað sinn sem Galdrasýningin fær úthlutun úr sjóðnum en í fyrra var sýningunni úthlutað styrkur í verkefnið Galdrar og þjóðtrú á Ströndum, sem var átaksverkefni í að fræða grunnskólabörn í Strandasýslu um þennan merka menningararf okkar.  https://www.rannis.is/frettir/barnamenningarsjodur-islands-uthlutun-2020

Sumarnámskeið 2020

| 20. maí 2020

 

Boðið verður upp á tvö sumarnámskeið í samstarfi Strandabyggðar, Náttúrubarnaskólans og Henrike Stuehff.

Námskeiðin eru fyrir grunnskólanemendur, 6-12 ára, í boði eru hálfir/heilir dagar.

Vika 1 (8.-12.júní): Fjölbreytt dagskrá - fjara, tilraunir, bréfaskrift til eldri borgara ofl. fyrir hádegi og Náttúrubarnaskóli eftir hádegi.

Vika 2 (15.-19.júní): Útivistarnámskeið - ganga, hjól,  ofl. fyrir hádegi og Náttúrubarnaskóli eftir hádegi.

Umsjónaraðili á Hólmavík verður Halldóra Halldórsdóttir og eru námskeiðin frá kl.8.30 - 12.30.

Í Náttúrubarnaskólanum verður lögð áhersla á leiki, útivist, náttúrutúlkun og fjör! Um námskeiðin sér Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir ásamt Dagrúnu Ósk Jónsdóttur.

Námskeiðin fara fram við/í Félagsheimilið á Hólmavík og  Náttúrubarnaskólann í Sævangi, en þangað verður boðið uppá skólabíl.

Verð:
Fyrir börn sem eiga foreldri með lögheimili í Strandabyggð:
Fyrri vika (5 dagar): 15.000 kr hálfur dagur og 20.000 kr.  allur dagurinn.
Seinni vika (4 dagar): 13.000 kr hálfur dagur og 18.000 kr allur dagurinn.

Fyrir börn sem ekki eiga foreldri með lögheimili í Strandabyggð:
Fyrri vika (5 dagar): 19.000 kr hálfur dagur og 24.000 kr allur dagurinn.
Seinni vika (4 dagar): 17.000 kr hálfur dagur og 22.000 kr allur dagurinn.

Innifalið er kennsla, gögn, ávaxtastund fyrir hádegi, kaffitími eftir hádegi og akstur í Náttúrubarnaskólann. Boðið er upp á 20% systkinaafslátt.
Sundnámskeið 2.-12.júní fyrir 3 – 6 ára nemendur leikskólans.

Henrike Stuehff bíður uppá sundnámskeið fyrir 3 – 6 ára leikskólanemendur, námskeiðið mun vera dagana
2. – 12.júní og byrja kl.9.00 – 9.30  á morgnanna. Verð á sundnámskeið er 7500.- og greiðist hjá Henrike. Nauðsynlegt er að annað foreldrið sé með í lauginni.

Skráning á námskeiðin fer fram hér, https://forms.gle/XC9jyeN1QrPLdmTy6 og stendur til 2.júní 2020

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón