A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Vegna Covid-19

| 16. mars 2020

Það eru skrýtnir og fordæmalausir tímar sem við lifum núna.  Samkomubann hefur verið sett á, viðburðum er frestað eða þeim aflýst, stofnunum er lokað fyrir heimsóknum og óviðkomandi aðgangur bannaður.  Framundan eru takmarkanir á skólahaldi, íþrótta- og tómstundahaldi og hvarvetna eru komnar verklagsreglur um umgengni á vinnustöðum og stofnunum.  Við fáum daglega nýjar upplýsingar um stöðu mála, en við fáum líka leiðbeiningar sem mikilvægt er að fylgja. 

 

Ég hvet foreldra til að kynna sér stöðu mála varðandi skólahald og má finna þær upplýsingar á heimasíðu Grunnskólans http://www.strandabyggd.is/grunnskolinn/

 

Eins hvet ég foreldra til að skoða heimasíðu Geislans varðandi takmarkanir á íþróttahaldi næstu daga, en þær upplýsingar eru á facebook síðu Geislans https://www.facebook.com/Geislinn-432791440074688/

 

Ákveðið hefur verið að skerða opnunartíma skrifstofu Strandabyggðar til að tryggja öryggi starfsmanna og koma í veg fyrir hugsanlega röskun á þessari starfsemi sveitarfélagsins.  Frá og með mánudeginum 16, mars 2020 er skrifstofa Strandabyggðar því opin frá kl 13-14, þar til annað verður ákveðið.


Að öðru leyti hafa ekki verið boðaðar breytingar á þjónustu sveitarfélagsins.  Við fylgjumst samt vel með og endurskoðum okkar áætlanir og þjónustu um leið og þörf krefur.

Umfram allt hvet ég þó alla til að halda ró sinni og sýna almenna skynsemi í einu og öllu, því það er margt sem við getum gert til að lágmarka alla áhættu.  Kynnum okkur málin, ræðum saman í rólegheitunum og veitum hvort öðru öryggi og stuðning.  Þetta mun líða hjá.

Sumarstörf 2020

Salbjörg Engilbertsdóttir | 16. mars 2020

 

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir eftir starfsmönnum í sumarstöf hjá stofnunum sveitarfélagsins sumarið 2020. Um er að ræða eftirtalin störf við þessar deildir:

-Íþróttamiðstöð Strandabyggðar 

-Áhaldahús Strandabyggðar

-Tómstundasvið-Umsjón með sumarnámskeiði

-Umsjónarmaður með fegrun bæjarins og Vinnuskóla Strandabyggðar

-Félagsþjónusta - Liðveisla með fötluðum börnum
-Félagsþjónusta - heimaþjónusta
-Vinnuskóli Strandabyggðar 13-17 ára

Upplýsingar um störfin má nálgast hér.

Hægt er að skila umsóknum beint inn í gegnum google forms með þessari slóð hér en eyðublað sem hægt er að prenta út og fylla út í er birt hér.

 

Umsóknum skal skilað á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3 og er umsóknarfrestur til og með 31.mars. Jafnframt er hægt að senda umsóknir í tölvupósti á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is. Á umsókn skal koma skýrt fram um hvaða starf er sótt. Ef sótt er um fleiri en eitt starf skal koma fram hvaða starf er fyrsti valkostur og hvað er til vara. Jafnframt skal taka fram ef viðkomandi getur ekki unnið allt sumarið og þá hvenær starfsmaðurinn þarf frí.


Athugið að Strandabyggð er tóbaks- og vímuefnalaus vinnustaður og athugið að þau störf sem krefjast þess að unnið sé með börnum og ungmennum er krafa um hreint sakavottorð.

 

Umsóknareyðublöð um störf hjá Strandabyggð má finna hér.

Ferðaþjónustan og Strandir

| 11. mars 2020

Þann 19. mars n.k. mun Vestfjarðastofa halda fund um ferðaþjónustu í Strandabyggð og Kaldrananeshrepppi.  Fundurinn fer fram kl 16:30 í Hnyðju. Fjallað verður um tvö stór verkefni sem framundan eru í vestfirskri ferðaþjónustu. Þróun nýrrar ferðamannaleiðar Vestfjarðaleiðin annars vegar og hins vegar uppfærslu á Áfangastaðaáætlun Vestfjarða.


Við hvetjum ferðaþjóna á svæðinu, sem og aðra áhugasama um uppbyggingu ferðaþjónustu, að mæta á fundinn og taka þátt í vinnunni með okkur.

UPP MEÐ SOKKANA

| 07. mars 2020

Karlahlaup 8.mars kl.11 hlaupið verður frá Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík, hlaupnir verða 5 km.
Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til karlahlaups á vegum Krabbameinsfélagsins. ATHUGIÐ að klíkur af öllum stærðum og gerðum, gengi, vinahópar, félagsmenn og aðrir hópar eru hvattir til að mæta í hlaupið undir eigin „flaggi og fána“ til að setja svip sinn á hlaupið.  

Heyrst hefur að Saumastofu Siggi sjái um upphitun
Skráningargjald er 4.500 kr. en innifalið er eitt fallegt par af Mottumars-sokkum. Yngri en 18 ára greiða aðeins 2.500 kr. í skráningargjald – og fá auðvitað líka sokka. Auka sokkar verða til sölu á staðnum og kostar parið 2000 kr. stærðir frá 26 - 45. Allur ágóði skráningargjalds og kaup á sokkapörum rennur óskiptur til félagsins, undir átakinu Mottumars.

Sjá nánar á www.krabb.is  Upp með sokkana.

ATH! Ef veður hamlar hlaupi verður þátttakendum hlaupsins boðið upp á að hlaupa/hreyfa sig í sal íþróttahússins.

Sveitarstjórnarfundur 1301 í Strandabyggð, 10.03.20

| 06. mars 2020

 

Sveitarstjórnarfundur 1301 í Strandabyggð

Fundur nr. 1301, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 10. mars 2020 kl 16:00 í Hnyðju.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Lántaka hjá Lánasjóði Sveitarfélag vegna framkvæmda 2020
  2. Viðauki vegna kaupa sveitarfélagsins á hlutum í Hornsteinum og sölu á fasteign að Hafnarbraut 19
  3. Nefndarfundir
    1. US nefnd
  4. Forstöðumannaskýrslur
  5. Erindi til sveitarstjórnar, Grunnskólinn á Hólmavík frá 06.03.20
  6. Reglugerð um grásleppuveiðar árið 2020, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  7. Samstarfssamningur við Strandagaldur - drög
  8. Samningur við Hvatastöðina - drög
  9. Skipan íbúa í verkefnastjórn Brothættra byggða – frá fundi 1300
  10. Umsókn um styrk – sveitaútvarp
  11. BS Vest, fundargerð frá 13.01.2020
  12. Hvalárvirkjum, matslýsing – frá fund 1300
  13. Fundargerð Vestfjarðastofu nr. 23. frá 04.02.20
  14. Náttúrustofa Vestfjarða, fundargerð 127, frá 01.02.20
  15. Samband Íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 878 frá 31.01.20 og 879, frá 28.02.20
  16. Samband íslenskra sveitarfélaga; Eignarráð og nýting fasteigna - frumvarp í samráðsgátt
  17. Hafnarsamband Íslands, fundargerðir 419, frá 20.01.20 og 420 frá 26.02.20
  18. Siglingaráð Íslands, fundargerðir 20 frá 07.11.19 og 21. frá 05.12.19

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Jón Gísli Jónsson

Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir

Ásta Þórisdóttir

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Pétur Matthíasson

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón