A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Könnun á atvinnuþátttöku ungmenna

| 12. maí 2020


Vestfjarðastofa stendur fyrir örkönnun varðandi atvinnuþáttöku ungs fólks og  námsmönnum  á Vestfjörðum. Eins og nafnið gefur til kynna er könnunin  stutt og tekur aðeins örfáar mínútur að svara. Í henni er verið að leitast eftir að skoða áhuga ungs fólks á  atvinnu‏áttöku á Vestfjörðum í sumar. Við hvetjum alla sem er eru í námi og hafa hug á að leita sér að atvinnu á svæðin að svara en með ‏‏því er verið að auðvelda sveitarfélögum og fyrirtækjum á svæðinu hvaða áherslur skuli leggja þegar tekið verður þátt í sérstöku átaki ríkisstjórnar varðandi sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri.

Linkinn á könnuninni er að finna hér

Gerð Strandsvæðaskipulags á Vestfjörðum - almennur kynningarfundur á facebook

| 12. maí 2020
Í dag kl 15 verður að almennur kynningafundur um lýsingu á gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum og verður fundinum streymt á Facebook-síðu Skipulagsstofnunar.

Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með kynningunni. Nánari upplýsingar um fundinn verða á hafskipulag.is

Skrifstofa Strandabyggðar opnar að nýju

| 12. maí 2020

Skrifstofa Strandabyggðar er nú opin frá kl 10-14 alla virka daga, líkt og áður.  Áfram verður þó lögð sérstök áhersla á allar almennar sóttvarnir.

Sveitarstjórnarfundur í Strandabyggð nr 1303, 12. maí 2020

| 08. maí 2020

Sveitarstjórnarfundur 1303 í Strandabyggð

Fundur nr. 1303, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 12. maí 2020 kl 16:00 í Hnyðju.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Nefndarfundir
    1. Umhverfis-       og skipulagsnefnd, 07.05.20
    2. Tómstunda-,       íþrótta- og menningarnefnd, 07.05.20
    3. Fræðslunefnd,       11.05.20
  2. Forstöðumannaskýrslur
  3. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun – beiðni um gögn vegna húsnæðisverkefnis
  4. EarthCheck     
  5. Fjórðungssamband Vestfirðinga, ársreikningur 2019
  6. Vestfjarðastofa – stjórnarfundur 25 frá 21.04.20
  7. Vestfjarðastofa – skipan í fulltrúaráð
  8. Náttúrustofa Vestfjarða – fundargerð 128 frá 08.04.20
  9. Skipulagsstofnun – beiðni um umsögn vegna strandsvæðaskipulags á Vestfjörðum
  10. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga – stjórnarfundur 881 frá 24.04.20
  11. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga – stjórnarfundur 882 frá 29.04.20
  12. Síminn – Fjarskiptalóð í landi Múla.

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Jón Gísli Jónsson

Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir

Ásta Þórisdóttir

Eiríkur Valdimarsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Samstaða

| 08. maí 2020

Undanfarnar vikur hafa reynt á marga.  Breytt vinnufyrirkomulag, skert skólasókn, fjarkennsla, aukin viðvera heima, takmarkanir á samskiptum og svona mætti lengi telja, hafa einkennt okkar daglega líf.  Í þessari viku small eitthvað af þessu í fastar skorður að nýju en annað er enn háð takmörkunum.  Þess vegna munum við áfram viðhalda þeim áherslum sem við höfum sett okkur og lifað eftir sl vikur. 

Mig langar til að hrósa íbúum og starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir einbeitt framlag og mikla vinnu í þá átt að láta hlutina ganga upp.  Það er ekki sjálfgefið, en með sterkri samstöðu tókst það.  Það er t.d. ekki einfalt að skipuleggja skólastarf með þeim hætti sem stjórnendur Grunnskólans og starfsmenn hans hafa gert.  Þau eiga hrós skilið.  Síðast en ekki síst, eiga nemendurnir sjálfir hrós skilið fyrir að hafa aðlagast þessum breyttu aðstæðum.  Í heildina heyrist mér að aukið heimanám og meiri viðhvera þar hafi gengið vonum framan.

Og þó það hljómi öfugsnúið, þá er líka rétt að þakka þeim ættingjum og vinum, brottfluttum Strandamönnum og öðrum velunnurum sem tóku þá ákvörðun að heimsækja okkur ekki, t.d. um páskana.  Þá átti það við að vera heima, en þið eruð hjartalega velkomin þegar aðstæður leyfa.

Þessa samstöðu og samvinnu þurfum við nú að halda í og rækta í öðrum verkefnum í framtíðinni.  Það vilja allir gera sitt besta og með skilningi og umburðarlyndi, náum við árangri.

Góða helgi, njótum þess að búa í Strandabyggð.


kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón