A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Verkefnið Brothættar byggðir í Strandabyggð

| 22. apríl 2020

Verkefnið Brothættar byggðir í Strandabyggð er komið af stað og búið að skipa verkefnastjórn fyrir það. Í henni eru Eva Pandora Baldursdóttir og Kristján Þ. Halldórsson fyrir hönd Byggðastofnunar og Lína Björg Tryggvadóttir og Aðalsteinn Óskarsson fyrir hönd Vestfjarðastofu. Frá Strandabyggð eru Angantýr Ernir Guðmundsson og Esther Ösp Valdimarsdóttir fulltrúar íbúa og Jón Jónsson situr í stjórninni fyrir hönd sveitarstjórnar. Unnið er að ráðningu verkefnastjóra sem verður starfsmaður Vestfjarðastofu og ættu þau mál að skýrast á næstunni.

 

...
Meira

Dagur Umhverfisins 25.apríl

| 21. apríl 2020

Stóri plokkdagurinn verður haldin á Degi umhverfissins 25. apríl næst komandi.

- Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa
- Klæðum okkur eftir veðri
- Notum hanska, plokk tangir og ruslapoka
- Hver á sínum hraða og tíma
- Frábært fyrir umhverfið
- Öðrum góð fyrirmynd
- Munum 2 metra bilið

PLOKKIÐ ER EKKI BROT Á SAMKOMUBANNI

Covid-19 - Herðum róðurinn - þetta er ekki búið

| 17. apríl 2020
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Undanfarnar vikur höfum við íbúar framfylgt samviskusamlega fyrirmælum yfirvalda um hreinlæti, sprittun, fjarlægð milli manna og almenna ábyrgð í samskiptum, í því skyni að draga úr smithættu.  Við höfum sömuleiðis gerbreytt allri vinnutilhögun hjá sveitarfélaginu og það hafa fyrirtækin í sveitarfélaginu einnig gert.  Allir hafa lagt sitt að mörkum og sýnt þannig ábyrgð og samtakamátt og ég vil hér með hrósa og þakka ykkur íbúum fyrir ykkar framlag. 

Í dag eru engin smit í Strandabyggð né nágrannasveitarfélögum, svo vitað sé, nema í einstaka tilvikum þar sem einstaklingar með lögheimili á svæðinu en búsettir annars staðar, hafa smitast.  Það er auðvitað gleðilegt að hér séu engin smit og ég efast ekki um að öll þessi vinna og ákveðni íbúa í að standa rétt að málum, hefur skilað sér.

En það má ekki slaka á.  Þvert á móti verðum við að halda athyglinni á enn frekari smitvörnum og gildir þar einu þótt stjórnvöld slaki á aðgerðum sínum.  Það er auðvitað gott ef faraldurinn er í rénum, en við getum ekki leyft okkur að slaka á, þó það sé vor í lofti (loksins).  Þetta er ekki búið.

Herðum róðurinn kæru íbúar, höldum áfram þessari góðu vinnu, samheldni og ákveðni sem við höfum sýnt undanfarnar vikur.  Það skilar sér.

Kær kveðja

Þorgeir Pálsson

Sveitarstjóri Strandabyggðar

Menningardvöl á Hólmavík

| 15. apríl 2020

Sveitarfélagið Strandabyggð óskar eftir umsóknum um menningardvöl í húsnæði sveitarfélagsins sumarið 2020. Strandabyggð vill auka lista- og menningarlíf sveitarfélagsins og óskar eftir umsóknum frá listamönnum/listhópum, fræðafólki eða öðrum sem vinna að menningarmálum. Húsnæðið býðst gjaldfrjálst en í staðinn leggja dvalargestir fram einhversskonar viðburð eða kynningu í sveitarfélaginu.

Hægt er að sækja um dvöl frá 1. júní – 15. ágúst í styttri eða lengri tíma. Húsnæðið sem þjónar hlutverki dreifnáms á veturnar, samanstendur af fullbúnu eldhúsi, 2 salernum, 2 herbergjum og stofu sem hægt væri að nýta sem vinnustofu að hluta eða heild. Því miður er ekki aðgengi fyrir fatlaða þar sem íbúðin er á 2. hæð.

Umsóknarfrestur er frá 15.apríl– 10. maí og skal sækja um á þar til gerðu umsóknareyðublaði sem má finna hér. Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar fer yfir umsóknir og verður úthlutun tilkynnt umsækjendum eigi síðar en 15. maí.

 

Frekari upplýsingar gefur tómstundafulltrúi:

 

Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir

tomstundafulltrui@strandabyggd.is

  

Cultural stay in Holmavik

 

The municipality of Strandabyggd is inviting applications for a cultural residency in the council´s facilities for the summer of 2020. Strandabyggd seeks to promote the municipality´s arts and culture and wishes for applications from artists/art groups, scholars, or others who are active in cultural activities.

The facilities are offered free of charge, in return the guests will contribute some sort of event or promotion in the municipality.

The residency can be applied for from june 1. - august 15. for a shorter or longer period. The facilities, which serve as  a center for distributed learning during the winter, consist of a fully equipped kitchen, two toilets, two bedrooms and a living room that could be utilized as a workshop wholly or in part.

The application period is from april 15. – may 10. and the applications must be lodged using this form. The applicants will be notified no later than may 15.

 

For further information contact:

 

Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir
tomstundafulltrui@strandabyggd.is

Sveitarstjórnarfundur 1302 í Strandabyggð, 14.04.20

| 10. apríl 2020

Sveitarstjórnarfundur 1302 í Strandabyggð

Fundur nr. 1302, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 14. apríl 2020 kl 16:00 í Hnyðju.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Ákvörðun um notkun fjarfunda á sveitarstjórnar- og nefndarfundum
  2. Breytingar í sveitarstjórn og nefndum
  3. Aðgerðaráætlun Strandabyggðar vegna Covid-19
  4. Bréf frá forstöðumanni íþróttamiðstöðvar
  5. Niðurfelling leikskólagjalda og matarkostnaðar, staðfesting á fyrri ákvörðun
  6. Forstöðumannaskýrslur
  7. Nefndarfundir
    1. Velferðarnefnd, 02.04.2020
    2. Fræðslunefnd, 07.04.20
    3. Umhverfis- og skipulagsnefnd, 08.04.20
    4. Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, 08.04.20
  8. Brothættar byggðir
  9. Samstarfssamningur við Strandagaldur – endurgerð drög
  10. Samningur við Hvatastöðina – endurgerð drög
  11. Samband íslenskra sveitarfélaga; fundargerð 880 frá 27.03.20
  12. Samband Íslenskra sveitarfélaga; Aðgerðaráætlun sveitarfélaga, Covid-19
  13. Vestfjarðastofa, fundargerð nr. 24 frá 17.03.20
  14. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, ársreikningur 2019
  15. Hafnarsamband Íslands, fundargerð 421 frá 20.03.20
  16. Siglingaráð, fundargerð nr. 22 frá 06.02.20
  17. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna; tengiliðafundur sveitarfélaga.

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Jón Gísli Jónsson

Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir

Ásta Þórisdóttir

Eiríkur Valdimarsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

 

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón