| 10. febrúar 2020
Á Íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík, sem haldin var nýverið, voru veitt verðlaun vegna góðs árangurs í íþróttum í Strandabyggð.
Íþróttamaður ársins 2019 í Strandabyggð var valin Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir.
Hún hefur undanfarna mánuði, jafnvel ár, verið að mæta í Íþróttamiðstöðina að meðaltali 6x í viku við ýmsar æfingar og má segja að Flosaból sé hennar annað heimili. Ragnheiður er frábær fyrirmynd í að hvetja aðra til hreyfings og hefur verið fús til að aðstoða og leiðbeina á öllum aldursstigum. Hún fær einróma hrós fyrir að þjálfa/leiðbeina eldri borgurum 1x í viku og þá bæði við æfingar í sal og Flosabóli. Viljum við íbúar í Strandabyggð þakka fyrir þann metnað, gleði og hvatningu sem lögð er í það verkefni.
Hvatningarverðlaun 2019 hlaut að þessu sinni Árný Helga Birkisdóttir. Hún hefur tekið þátt í mörgum íþróttamótum og má þar helst nefna Flandraspretti, götuhlaup HSS, Hamingjuhlaup, Silfurleikum ÍR, stórmót ÍR, minningarmóti Ólivers í frjálsum, Andrésar Andar leikarnir, ULM 2019 á Höfn, Þrístrendingnum 2019 sem og fótboltamót, félagsmót og síðast en ekki síst 10km hlaup í Tallin í Eistlandi í haust.