A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Styrkveitingar í Hnyðju

| 01. október 2019
« 1 af 4 »

Í dag voru veittir styrkir á vegum Strandabyggðar til ýmissa verkefna.  Strandabyggð veitir árlega styrki í ýmis minni verkefni og er úthlutað tvisvar á ári.  Í þetta sinn var um að ræða seinni úthlutun ársins.  Alls bárust átta umsóknir og sex þeirra fengu styrk.  Í pottinum voru kr. 350.000.- en sótt var um styrki að upphæð kr. 719.500.  Þrátt fyrir að ná ekki að mæta þeirri tölu, er ljóst að þessir styrkir koma styrkþegum að gagni við uppbyggingu sinna verkefna. Eftirtaldir fengu styrki:

  • Ásta Þórisdóttir, Fatasóunarátak, kr. 70.000.-
  • Ásta Þórisdóttir, Pokastöðin Strandir, kr. 60.000.-
  • Dagrún Ósk Jónsdóttir, stofnun Lista- og Menningarfélags í Strandabyggð, kr. 40.000.-
  • Svanhildur Jónsdóttir, skreyting jólatrés við Hafnarbraut 21 og viðburður því tengdur, kr. 60.000.-
  • Gerður Kristný, dvöl á Ströndum við gerð ljóðabálkar, kr. 50.000.-
  • Esther Ösp Valdimarsdóttir, Málþing - að senda börn í sveit, kr. 70.000.-

Sérstök úthlutunarnefnd var kjörin til að annast umsjón með styrkveitingunum í þetta sinn og í henni voru;  Guðfinna Lára Hávarðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar, Skúli Gautason Menningarfulltrúi og Þorgeir Pálsson sveitarstjóri.  Jón Jónsson sá um að afhenda staðfestingar til styrkþega, ásamt Skúla Gautasyni og fórst þeim það vel úr hendi.

Þetta var ánægjuleg stund og mikilvægt að geta stutt við fjölbreytt verkefni með þessu tagi.

Sveitarstjórnarfundur 1294 í Strandabyggð - aukafundur

| 24. september 2019

Sveitarstjórnarfundur 1294 í Strandabyggð

Fundur nr. 1294, aukafundur í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn fimmtudaginn 26. september 2019 kl 16:00 í Hnyðju.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Afgreiðsla verklagslýsingar vegna fjárhagsáætlanagerðar
  2. Tillögur milliþinganefndar um breytingar á samþykktum og þingsköpum Fjórðungssambandsins
  3. Niðurstaða úthlutunarnefndar styrkveitinga, haust 2019
  4. Fundargerð Vestfjarðastofu nr 19, 12.08.
  5. Fundargerð Fræðslunefndar, 9.9.19
  6. Fundargerð Stjórnar Sambands Íslenskra Sveitarfélaga, fundur 873
  7. Fundargerð Siglingaráðs,fundur 16.
  8. Erindi frá Skíðafélagi Strandamanna, styrkbeiðni vegna kaupa á snjótroðara, frá 14. maí 2019
  9. Erindi frá Strandakúnst, umsókn um endurnýjun á stöðuleyfi, frá US nefndar fundi 9. september 2019
  10. Viðbrögð við fólksfækkun, endurmat verkefnalista Jóns Jónssonar, frá sveitarstjórnarfundi 11. júní      2019
  11. Skipan fulltrúa í fulltrúa í samráðshóp um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna, frá      sveitarstjórnarfundi 11. júní 2019
  12. Skipan fulltrúa í nefndir Strandabyggðar
  13. Fundur sveitarstjórnar með Ungmennaráði.

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Jón Gísli Jónsson

Aðalbjörg Sigurvaldadóttir

Ásta Þórisdóttir

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Jón Jónsson

Styrkir vegna fatlaðs fólks

| 24. september 2019


Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks vekur athygli á rétti fólks til að sækja um  styrki skv. 25. grein laga nr. 37/2018  um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.


Byggðasamlaginu er heimilt að veita  styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda telst námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing.  Einnig  er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk  til verkfæra og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða  endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðu fólki að skapa sér atvinnu.

...
Meira

Landinn fer í jóga á Hólmavík!

| 21. september 2019

Landinn ætlar sér í hringferð um landið á morgun, sunnudag, og halda úti sólarhrings útsendingu eins og frægt er orðið. Strandabyggð verður vissulega heimsótt en hér ætlar Landinn að bregða sér í jóga í Hvatastöðinni og kynna sér um leið fjölbreytta starfsemi í Flugstöðinni. Jógatíminn hefst kl 21:30 og verður gjaldfrjáls og öllum opinn.

Við verðum á rólegu nótunum, losum um gangnaþreytuna og tryggjum okkur góðan svefn í upphafi nýrrar vinnuviku. Esther stýrir tímanum en Hulda tekur við þegar Esther bregður sér frá til að spjalla við fulltrúa Landans. Í komandi viku verður síðan boðið upp á fjölbreytta tíma í Hvatastöðinni; kundalini, hugleiðslu og stólajóga, allt gjaldfrjálst. Í vikulok verða síðan Kærleiksdagar á Drangsnesi svo það skortir ekki tækifærin til að rækta sál og líkama. Fylgist vel með á Facebook-síðu Hvatastöðvarinnar.

Mætum sem flest í Landajóga á sunnudagskvöld kl 21:30 og gefum landanum innsýn í fjölbreytt samfélag á Ströndum.

Göngugreining á Hólmavík 1. október

| 20. september 2019

Ertu með verki í baki, mjöðmum, hnjám eða fótum?
Prófaðu að koma í göngugreiningu.
Göngugreiningar fara fram í Hnyðju.
Bókaðu tíma á heimasíðunni 

https://gongugreining.is/page/boka

eða í síma 55 77 100
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón