A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hamingjudagar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 27. júní 2019
Hamingjudagar nálgast óðfluga og er fyrsti viðburðurinn í dag en þá er námkskeið í Náttúrubarnaskólanum og auðvitað er hamingjuþema. Síðan verður Polla og pæjumót á grundunum.  Í kvöld verða síðan stórtónleikar með Heiðu okkra Ólafs sem væntanlega mun flytja lög af nýjum diski sínum.  Virkilega gaman að Heiða taki þátt í Hamingjudögum.

Við munum dreifa dagskrá í hús á Hólmavík í dag en einnig er hægt að nálgast dagskrár hér í pdf og prenta út.

Kökuhlaðborð á Hamingjudögum

Salbjörg Engilbertsdóttir | 25. júní 2019
Kæru íbúar og sumarhúsafólk í Strandabyggð.

Eins og venjulega verðum við með veglegt kökuhlaðborð á Hamingjudögum til að bjóða gestum okkar gott með kaffinu. Allir sem hafa tök á að koma með köku,tertu,brauðmeti, salöt, pönnukökur, snúða eða hvað sem hentar að leggja til, mega koma með það í Hnyðju á bilinu 14-15 þar sem tekið verður við því.  Eins vantar aðstoðarfólk til að laga kaffi, bera á borðið og skera kökur.  Áhugasamir mega gefa sig fram við mig.

Einnig verður kökusamkeppni að venju en um er að ræða verðlaun fyrir hamingjukökuna 2019 og keppt er í ungmenna og fullorðinsflokki.  Hér í myndasafni má líta nokkrar glæsitertur undanfarinna ára.

Við hvetjum heimafólk og þá sem geta, að grípa með sér fjölnota disk og skeið/gaffal fyrir smakkið svo við spörum einnota áhöld eins og hægt er.   

Með fyrirfram þökkum
Salbjörg yfirkaffihlaðborðsstjóri

Dagskrá Hamingjudaga 2019

| 24. júní 2019
Kæru íbúar Strandabyggðar og gestir
Dagskrá Hamingjudaga er komin inn á vefinn, http://www.strandabyggd.is/hamingjudagar/ eða ýta á myndina hér til hægri á síðunni. Óska ykkur góðrar skemmtunar, sjáumst.
Kveðja tómstundafulltrúi

Tökum til hendinni

| 21. júní 2019

Nú er rétti tíminn til að taka til hendinni, hreinsa og fegra umhverfið.

Miðvikudaginn 26.júní n.k. verða starfsmenn áhaldahúss á ferðinni og fjarlægja allt rusl sem sett er út við lóðamörk. Þeir verða á ferðinni um kl.10  og er því alveg tilvalið að nota dagana þangað til í hreinsun á görðum og nánasta umhverfi.  Mikilvægt er að halda járni og plasti sér.

-Hamingjan er handan við hornið-

Styrkir vegna umhverfisúrbóta

| 19. júní 2019

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti við gerð fjárhagsáætlunar að áætla ákveðið fjármagn til umhverfisúrbóta ár hvert.  Auglýst er eftir umsóknum um framlög í júlí mánuði og heimilt er að veita framlög til efniskaupa og vélavinnu, sjá reglur og umsóknareyðublað hér.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón