A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tökum til hendinni

| 21. júní 2019

Nú er rétti tíminn til að taka til hendinni, hreinsa og fegra umhverfið.

Miðvikudaginn 26.júní n.k. verða starfsmenn áhaldahúss á ferðinni og fjarlægja allt rusl sem sett er út við lóðamörk. Þeir verða á ferðinni um kl.10  og er því alveg tilvalið að nota dagana þangað til í hreinsun á görðum og nánasta umhverfi.  Mikilvægt er að halda járni og plasti sér.

-Hamingjan er handan við hornið-

Styrkir vegna umhverfisúrbóta

| 19. júní 2019

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti við gerð fjárhagsáætlunar að áætla ákveðið fjármagn til umhverfisúrbóta ár hvert.  Auglýst er eftir umsóknum um framlög í júlí mánuði og heimilt er að veita framlög til efniskaupa og vélavinnu, sjá reglur og umsóknareyðublað hér.

Laust starf hjá Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps

| 19. júní 2019


Starfsmaður óskast í búsetu hjá  fatlaðri konu á Hólmavík frá 1. september. Starfið krefst mikillar þolinmæði og jákvæðni. Starfsmenn annast viðkomandi og sjá um öll heimilisstörf.
Laun samkvæmt kjarasamningi VerkVest. Umsóknarfrestur er til 26. júní.
Umsóknir berist til Maríu Játvarðardóttur félagsmálastjóra Höfðagötu 3, 510 Hólmavík sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 842-2511.

Öryggismyndavélar og sláttur túna

| 12. júní 2019

Nú er unnið að uppsetningu öryggismyndavéla við höfnina og í íþróttamiðstöðinni.  Það er Tengill frá Sauðárkróki sem sér um verkið ásamt okkar mönnum í Áhaldahúsinu.    Á morgun, fimmtudag 13. júní, hefst svo sláttur garða og túna í landi sveitarfélagsins. 

Það er því margt að gerast þessa dagana enda sumarið komið!

Klæðning á götur á Hólmavík - í dag!

| 12. júní 2019
Í dag, miðvikudaginn 12. júní, byrjar Borgarverk að klæða götur á Hólmavík.  Við viljum biðja íbúa að huga að því að færa bíla sína þegar framkvæmdir hefjast í þeirra götum.  Göturnar sem um ræðir eru: Lækjartún,Víkurtún, Vesturtún, Vitabraut og Austurtún. 

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón