| 09. apríl 2019
Sæl öll,
Það er nokkuð liðið síðan ég sendi frá mér eins konar vinnuskýrslu og þykir mér það miður. Hér koma því nokkrir punktar yfir nokkur verkefni sem ég hef unnið að síðustu vikurnar.
Hitaveitumál
Nú er að komast skriður á þessi mál. Búið er að hitamæla holurnar eins og sagt var frá hér fyrir nokkru. Næsta skref er álagsprófun, til að komast að því hvort þarna sé nægjanlegt vatn og af þeim hita sem við þurfum. Við vinnum nú með ISOR, Verkfræðiskrifstofunni Stoð á Sauðárkróki og Íslenskri Jarðhitatækni ehf, að undirbúningi og vonumst til að álagsprófun hefjist í byrjun maí.
Umhverfisátak
Undirbúningur fyrir umhverfisátak er hafinn, eins og sagt hefur verið frá á heimasíðunni okkar. Það er að ýmsu að hyggja þegar svona átaki er ýtt af stað, og núna er unnið að því að tryggja að öll geymsluaðstaða innan Strandabyggðar sé til staðar og standist allar kröfur.
...
Meira