A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Útflutningur á heyi

| 13. desember 2018
Kæru íbúar,

Eins og þið hafið án efa tekið eftir, er verið að undirbúa útskipun á heyi.  Hér er um að ræða sölu á heyi til Noregs og fögnum við þessu framtaki mjög.  Það er gott að bændur hér í Strandabyggð geti nýtt þetta tækifæri og komið sínu heyi á markað.  Þann 21. desember n.k. kemur svo hingað skip að sækja ca 2000-2400 rúllur af heyi.

 

Ósk eftir tilnefningum um íþróttamann ársins 2018

Salbjörg Engilbertsdóttir | 13. desember 2018
Auglýst er eftir tilnefningum  um íþróttamann ársins 2018 í Strandabyggð. Senda skal tilnefningar og stuttan rökstuðning á netfangið adalbjorg@strandabyggd.is eigi síðar en 6. janúar. Allir mega senda inn tilnefningu og frjálst er að nefna fleiri en einn aðila en viðkomandi þurfa að hafa haft lögheimili í Strandabyggð á síðastliðnu ári. Samkvæmt reglugerð um útnefningu á íþróttamanni ársins hefur Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd umsjón með valinu á ári hverju.  Upplýst verður um valið á íþróttahátíð og lýheilsuhátíð Grunnskólans á Hólmavík mánudaginn 17. janúar 2019....
Meira

Atburðadagatal í desember ný uppfærsla 19.des

Salbjörg Engilbertsdóttir | 10. desember 2018

Það styttist í jólin og nóg að gerast í Strandabyggð eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Senda má upplýsingar um viðburði á skrifstofa@strandabyggd.is og við bætum því inn.

Kaupfélagið tilkynnti um atburði tengda 120 ára afmæli félagsins 29.desember n.k. en þá verður haldið upp á daginn og boðið upp á veitingar og tónlistaratriði.  Einnig verður dregið úr jólahappdrætti Kaupfélagsins þann dag en ekki á Þorláksmessu eins og venja hefur verið. Dagskráin hefst kl. 15.00

  Hér er hægt að sækja dagatalið í stærri útgáfu á pdf formi

Sveitarstjórnarfundur Strandabyggðar 1283 - 11.desember 2018

Salbjörg Engilbertsdóttir | 07. desember 2018

Sveitarstjórnarfundur 1283 í Strandabyggð

Fundur nr. 1283 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 11. desember kl 16:00 í Hnyðju.

 

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Fjárhagsáætlun 2019 seinni umræða
  2. Fjárhagsáætlun 2020-2022 seinni umræða
  3. Gjaldskrár 2019
  4. Samþykktir viðauka við fjárhagsáætlun 2018
  5. Fundargerð US nefndar frá 3.12.18
  6. Fundargerð TÍM nefndar frá 6.12.18
  7. Fundargerð FRÆ nefndar frá 10.12.18
  8. Forstöðumannaskýrslur
  9. Ársreikningur Fiskmarkaðs Hólmavíkur
  10. Viðauki við fjárhagsáætlun, erindi frá Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneyti

 

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Aðalbjörg Sigurvaldadóttir

Eiríkur Valdimarsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Ingibjörg Benediktsdóttir

Jón Gísli Jónsson

Minnum á að Gísli Sverrir dýralæknir verður hér á morgun miðvikudaginn 5. desember

| 04. desember 2018

Gísli Sverrir Halldórsson dýralæknir í Búðardal, sinnir hreinsun á hundum miðvikudaginn 5. desember n.k. í Áhaldahúsinu milli kl. 16 og 18.  Kattareigendur eru einnig minntir á nauðsyn þess að láta hreinsa ketti sína en það er þó ekki innifalið í leyfisgjaldi. Hunda og kattaeigendur í Strandabyggð eru hvattir til að mæta og nýta sér þjónustuna.

 

Allir hundar og kettir innan þéttbýlis skulu skráðir og bera merkingar skv. reglugerð um hunda og kattahald sem finna má á vef Strandabyggðar.  Skylt er að færa hunda og ketti til hreinsunar árlega.

 

Þeir sem óska eftir annari dýralæknisþjónustu er velkomið að hafa samband við Gísla  í síma : 434-1122 eða 862-9005.

 

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón