A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Nýtt þjónustuhús á tjaldsvæðið

| 28. maí 2019
« 1 af 3 »
Nýtt þjónustuhús er nú að rísa á tjaldsvæðinu.  Þetta er hið glæsilegasta hús, smíðað af Trésmiðjunni Höfða, og verður án efa vel tekið af fjölmörgum gestum tjaldsvæðisins í sumar. Framundan er síðan endurhönnun tjaldsvæðisins, sem unnin er með verkfræðistofunni VERKÍS.  


Starfsmaður óskast í heimaþjónustu í Strandabyggð

| 28. maí 2019

Starfsmaður óskast í sumarafleyfingu í heimaþjónustu í Strandabyggð. Um er að ræða hlutastarf í þjónustu hjá eldri borgurum. Laun samkvæmt kjarasamningi VerkVest. Gott er ef starfsmaður getur byrjað sem fyrst.

 
Umsóknir berist til Maríu Játvarðardóttur, félagsmálastjóra Höfðagötu 3, 510 Hólmavík .  Nánari upplýsingar í síma 842-2511.

Drög að dagskrá Hamingjudaga 2019

| 27. maí 2019

27.júní fimmtudagur

kl. 13:00 – 17:00               Hamingjunámskeið, Náttúrubarnaskóli

kl. 21:00                               Tónleikar Heiðu Ólafsdóttur í Bragganum

28.júní föstudagur

Kl. 16:00 – 20:00               Veltibíllinn á plani við félagsheimilið

Kl. 17:00 – 19:00               Sýning á Harley D. mótorhjólum

Kl. 17:00                              Setning Hamingjudaga og menningarverðlaunin afhent í Hnyðju

Kl. 19:30 – 21:00               Brekkusöngur við minnismerkið

Kl. 21:00                         Búkalú, sýning fyrir 18+, Margrétar Erlu Maack

29.júní laugardagur

Kl. 8:00 – 15:45                 Hamingjuhlaup, byrjað er að hlaupa frá Árnesi og endað á Skeiði

Kl. 10:30 – 12:00               Froðubraut

Kl. 13:00                              Skrúðganga úr hverfum, Hverfastjórar leiða gönguna með söng.

Kl. 13:00 – 16:00               Leiktæki, á Galdratúninu

Kl. 13:00 – 17:00               Markaður í Hnyðju.

Kl. 13:00 – 17:00               Blaðrarinn, á Galdratúninu

Kl. 14:00 – 15:00               Útileikir fyrir alla, á Galdratúninu

Kl. 15:45 – 17:00               Tertuhlaðborð á Galdratúninu

Kl. 16:25 – 16:40               Hljómsveitin Strandabandið tekur nokkur lög á Galdratúninu.

Kl. 17:00 – 18:00               Leikhópurinn Lotta, Litlu Hafmeyjuna, í Kirkjuhvamminum

Kl. 19:00 – 21:00               Sundlaugarpartý í sundlaug Hólmavíkur

Kl. 23:00 – 03:00               Hamingjuball, Hljómsveitin Allt í Einu leikur fyrir dansi í félagsheimilinu fram á rauða nótt.

30.júní sunnudagur

kl. 11:00                               Útimessa

kl. 13:00                               Furðuleikar í Sævangi


Eitthvað á nú eftir að bætast við í dagskrána en þetta er það helsta.

Sumarnámskeið

| 22. maí 2019

Boðið verður upp á sumarnámskeið í samstarfi Strandabyggðar, Náttúrubarnaskólans og Henrike Stuehff

Námskeiðin eru fyrir 6-12 ára krakka, hálfan eða allan daginn.

Vika 1 (11.-14.júní): Útivistarnámskeið fyrir hádegi og Náttúrubarnaskóli eftir hádegi.

Vika 2 (18.-21.júní): Hamingjudaganámskeið fyrir hádegi og Náttúrubarnaskóli eftir hádegi.

Námskeiðin fara fram við/í Félagsheimilið á Hólmavík og á Sævangi, en þangað fer skólabíll.

Verð:
Fyrir börn sem eiga foreldri með lögheimili í Strandabyggð:
Fyrri vika (4 dagar): 11.000 kr hálfur dagur og 16.000 kr.  allur dagurinn.
Seinni vika (4 dagar): 11.000 kr hálfur dagur og 16.000 kr allur dagurinn.

Fyrir börn sem ekki eiga foreldri með lögheimili í Strandabyggð:
Fyrri vika (4 dagar): 15.000 kr hálfur dagur og 20.000 kr allur dagurinn.
Seinni vika (4 dagar): 15.000 kr hálfur dagur og 20.000 kr allur dagurinn.

Sundnámskeið verður haldið á sama tíma 11.- 21.júní í 7 skipti.

Sundnámskeið fyrir  3 - 6 ára leikskólabörn með foreldrum kl. 9.00 – 9.30

Verð:  6 þús.  á barn, 10 þús fyrir 2. barn (systkini).

Sundnámskeið  fyrir  6 – 12 ára grunnskólanemendur, 2 hópar kl.9.30-10.30 og kl.10.30-11.30.

Verð 10 þús. á barn, 8 þús á 2. barn (systkini).

Sundkennari er Henrike Stuehff. Greiðsla á sundnámskeið fer fram hjá sundkennara.


Börn sem taka þátt allan daginn báðar vikurnar borga þó aðeins 25.000 krónur ef foreldri á lögheimili í Strandabyggð.

Þau börn sem skrá sig á sundnámskeið  og sumarnámskeið allan daginn í tvær vikur  fá afslátt af sumarnámskeiðsgjaldi greiða aldrei meira en 30.000 kr. 

Innifalið er kennsla, gögn, ávaxtastund fyrir hádegi, kaffitími eftir hádegi og Náttúrubarnastrætó.
Boðið er upp á 20% systkinaafslátt.

Skráning fer fram hér 
https://docs.google.com/forms/d/1ABDy4hJ9jqKxEuEYnFCEFu6X1kW2sgbQJkvHKMquzwE/edit

Skráningu lýkur 4.júní 2019

Menningarverðlaun 2019

| 21. maí 2019

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar auglýsir eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Strandabyggðar árið 2019

Í ár verður Lóan, menningarverðlaun Strandabyggðar, veitt í tíunda skiptið. Verðlaunin eru veitt árlega til einstaklings, félags, stofnunar, fyrirtækis eða hóps fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar í sveitarfélaginu á liðnu ári. Hefur sú hefð skapast að verðlaunaafhending fari fram við setningu Hamingjudaga. 

Ása Ketilsdóttir kvæða- og rímna skáld hlaut heiðursverðlaun og Dagrún Ósk Jónsdóttir, fyrir hönd Náttúrubarnaskólans, hlaut menningarverðlaunin 2018 en fyrri verðlaunahafar eru Sigríður Óladóttir kórstjórnandi, Leikfélag Hólmavíkur, Sauðfjársetrið (tvisvar sinnum), Grunnskólinn á Hólmavík, Þjóðfræðistofa á Ströndum, Einar Hákonarson listamaður og Steinshús við Djúp.

Öflugt lista og menningarstarf er verðmætt öllum samfélögum en ekki síst litlum sveitarfélögum á borð við Strandabyggð og því er dýrmætt að verðlauna það sem vel er gert.

Tilnefningum, ásamt rökstuðningi, má skila á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is til kl.16:00 fimmtudaginn 6.júní.

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd skipar dómnefnd sem velur úr innsendum tillögum.

 

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón