A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sumarstörf í Strandabyggð 2019

Salbjörg Engilbertsdóttir | 01. mars 2019

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir eftir starfsmönnum í sumarstöf hjá stofnunum sveitarfélagsins sumarið 2019. Um er að ræða eftirtalin störf við þessar deildir:

Íþróttamiðstöð Strandabyggðar 

Áhaldahús Strandabyggðar

Tómstundasvið-Umsjón með sumarnámskeiði

Umsjónarmaður Vinnuskóla Strandabyggðar

Liðveisla með fötluðum börnum
Félagsþjónusta- starfsmaður í búsetu hjá fatlaðri mannekju
Vinnuskóli Strandabyggðar 13-17 ára
Strandir í verki 13-17 ára

Upplýsingar um störfin má nálgast hér.

Hægt er að skila umsóknum beint inn í gegnum google forms með þessari slóð hér eða sækja eyðublað sem er birt hér.

 

Umsóknum skal skilað á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3 og er umsóknarfrestur til og með 19. mars 2019. Jafnframt er hægt að senda umsóknir í tölvupósti á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is. Á umsókn skal koma skýrt fram um hvaða starf er sótt. Ef sótt er um fleiri en eitt starf skal koma fram hvaða starf er fyrsti valkostur og hvað er til vara. Jafnframt skal taka fram ef viðkomandi getur ekki unnið allt sumarið og þá hvenær starfsmaðurinn þarf frí.


Athugið að Strandabyggð er tóbaks- og vímuefnalaus vinnustaður.

 

Umsóknareyðublöð um störf hjá Strandabyggð má finna hér.

Afhending samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarða 2018

| 27. febrúar 2019

Formleg afhending styrkjanna fór fram í gær 26.02.2019 kl. 11:00 í húsnæði OV að Stakkanesi Ísafirði, Eyrargötu Patreksfirði og Skeiði 5 Hólmavík.


Alls bárust 88 umsóknir og að þessu sinni voru veittir 42 styrkir samtals að fjárhæð 4.000.000 kr.


Þeir sem hlutu styrk að þessu sinni voru:

...
Meira

Nýr tómstunda- og íþróttafulltrúi Strandabyggðar

| 26. febrúar 2019
Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir hefur verið ráðin tómstunda- og íþróttafulltrúi Strandabyggðar í 70% starfshlutfall, frá og með 1. mars 2019.  Alls sóttu þrír um stöðuna.  Tveir umsækjendur voru teknir í viðtal, en þriðja umsóknin stóðst ekki hæfniskröfur.

Aðalbjörg Signý er með B.ed. próf í leikskólakennarafræðum frá Háskólanum á Akureyri (2006) og hefur starfað víða sem deildarstarfsmaður og deildarstjóri á leikskólum.  Þar má nefna leikskólann Barnabæ, Blönduósi, leikskóladeild Kólaskers, Norðurþingi og nú síðast starfaði Aðalbjörg Signý sem deildarstjóri á Lækjarbrekku, hér í Strandabyggð.

Aðalbjörg Signý hefur einnig komið að starfsemi grunnskóla og má nefna að árin 2008-2009 var hún skólastjóri samrekins leik- og grunnskóla við Kópaskersskóla og árin 2011-2014 starfaði hún sem leiðbeinandi í grunnskóla; Öxarfjarðarskóla.  Aðalbjörg Signý er því alls ekki ókunn því að starfa með börnum á grunnskólastigi.

Nú tekst hún á við nýjar áskoranir á sviði tómstunda og íþrótta í Strandabyggð og við bjóðum Aðalbjörgu Signýju velkomna til starfa.



Íþróttamiðstöð og staða viðgerða

Salbjörg Engilbertsdóttir | 21. febrúar 2019


Kæru íbúar og gestir
!

Undanfarna daga hafa viðgerðir á lögnum verið í fullum gangi í Íþróttamiðstöðinni og gengur vonum framar, enda samhent lið verktaka og starfsmanna þar á ferð. Þar sem Strandagangan verður haldin n.k. laugardag hefur þetta þótt óheppileg tímasetning en við það var ekki ráðið.  Nú hefur það verið staðfest að sturturnar verða komnar í gagnið á laugardag, en þar sem við getum því miður ekki boðið upp á fulla þjónustu þ.e. aðgang í potta og sundlaug, vill Strandabyggð bjóða keppendum Strandagöngunnar í sturtu endurgjaldslaust. Þökkum skilning og þolinmæði.

Dúkkulísa frumsýning á föstudag

Salbjörg Engilbertsdóttir | 20. febrúar 2019
Undanfarnar vikur hefur leiklistarval Grunnskólans í samstarfi við Þjóðleik verið að æfa leikritið Dúkkulísa eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur, leikkonu,leikskáld og baráttukonu. Leikverkið var skrifað sérstaklega fyrir Þjóðleik sem er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og ungra leikhópa víða um land en verkefnið fagnar einmitt tíu ára afmæli um þessar mundir.


Dúkkulísa er dramatískt verk sem fjallar um unglinga sem eru á leið á ball en fjölskylduaðstæður, ástarmál og ýmislegt fleira flækir málið, svo mjög að feiri en einn mögulegur endir eru á sýningunni.


Leikendur eru Brynhildur Sverrisdóttir, Díana Jórunn Pálsdóttir, Júlíana Steinunn Sverrisdóttir og Sigurbjörg Halldórsdóttir.

Leikstjóri er Esther Ösp Valdimarsdóttir


Sýnt verður baksviðs í Félagsheimilinu á Hólmavík 22. febrúar kl. 19, 24. febrúar kl. 15 og 26. febrúar kl. 19. Miðaverð er 2000 krónur, sýningin tekur um klukkustund í flutningi og á henni er ekkert hlé. Enginn posi verður á staðnum en hægt er að millifæra fyrir miðaverði.

 

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón