A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Nýr starfsmaður félagsmiðstöðvarinnar Ozon

| 01. febrúar 2019
Gengið hefur verið frá ráðningu í 10% stöðugildi við félagsmiðstöðina Ozon.  Það er Ágúst Þormar Jónsson, sem mun sinna því starfi fram til vors. Ágúst, sem er starfsmaður Grunnskólans á Hólmavík, þekkir þennan málaflokk vel, bæði í gegnum starf sitt við Grunnskólann og einnig sem starfsmaður Íþróttamiðstöðvarinnar á sínum tíma.  

Við bjóðum Ágúst velkomin  til starfa í Ozon!

Samráðsfundur bænda í Strandabyggð.

| 31. janúar 2019

Samráðsfundur bænda í Strandabyggð.

 

Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar boðar hér með til fundar í Sævangi, föstudaginn 8. febrúar n.k.  kl 14:00 – 15.30. 

 

Fundarefni: 

  1. Fjallskil 2019, skipulag og framkvæmd
  2. Önnur mál.

 
Kaffi og meðlæti.

Vinsamlegast staðfestið þátttöku hjá Þorgeiri í síma 899-0020 eða með pósti á thorgeir@strandabyggd.is sem fyrst.

Íþróttamaður ársins 2018 í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 30. janúar 2019
« 1 af 2 »

Íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík var haldin í gær í íþróttamiðstöðinni.  Hátíðin var vel sótt og komu þar margir foreldrar með sínum börnum og reyndu sig í keppni í hinum ólíklegustu íþróttagreinum.  Stemningin var góð og þessi hátíð sýndi enn og aftur hversu mikilvægt það er að foreldrar komið með krökkunum og tekið þátt. 


 


Íþróttamaður ársins


Á íþróttahátíðinni var tilkynnt um kjör Íþróttamans ársins 2019 og er það Birkir Stefánsson, hlaupari og skíðagarpur með meiru.

...
Meira

Laust starf á Leikskólanum Lækjarbrekku

Salbjörg Engilbertsdóttir | 30. janúar 2019

Staða deildarstarfsmanns


Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir starfsmanni á deild í 100% stöðu. Leitað er eftir leikskólakennara, uppeldismenntuðu fólki eða fólki með reynslu af starfi með börnum. Vinnutíminn er 8:00-16:00. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.


 

...
Meira

Hreinsunarátak á Skeiðinu

| 28. janúar 2019

Kæru íbúar Strandabyggðar,

 

Eins og þið vitið, er umhverfisátak í Strandabyggð eitt af megin áhersluatriðum þessarar sveitarstjórnar.  Umhverfisátakið hófst í raun fyrir Jól, með því að grjót var fjarlægt af Borgabrautinni.  Nú ætlum við að ýta af stað undirbúningi fyrir tiltekt á Skeiðinu.  Það er stórt verkefni sem mun taka okkur talsverðan tíma.  Við byrjum hins vegar á því að kalla saman alla rekstraraðila á Skeiðinu á næstu dögum og hefja undibúning framkvæmda.  Þetta verður auglýst nánar fljótlega.

 

Við ætlum okkur að gera Strandabyggð fallegra og vistvænna samfélag og til þess þurfum við stuðning og samtakamátt allra.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón