A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Samstarf Strandabyggðar og Hvatastöðvarinnar

| 18. janúar 2019

Strandabyggð og Hvatastöðin sem Esther Ösp Valdimarsdóttir er í forsvari fyrir, hafa gert með sér samstarfssamning til næstu sex mánaða um að Strandabyggð veiti Hvatastöðinni aðgang að húsnæði undir sína starfsemi, sem verður í Flugstöðinni.  Markmið þessa samnings er að efla lýðheilsu íbúa Strandabyggðar og stuðla um leið að uppgangi  nýrra frumkvöðlafyrirtækja í Strandabyggð.

 

Hvatastöðin vill að veita íbúum Strandabyggar sem og öðrum, tækifæri til slökunar, andlegrar eflingar og almennrar hreysti með fjölbreyttu framboði heilsueflandi æfinga og námskeiða.  Á vegum Hvatastöðvarinnar verður í fyrstu boðið upp á jogatíma en í  kjölfarið verður ýmislegt fleira á döfinni, ýmis námskeið og viðburðir við allra hæfi

 

Hvatastöðin opnar laugardaginn 19. janúar, í Flugstöðinni á hátíðinni Vetrarsól á Ströndum, sem stendur helgina 18-20 janúar 2019.



Flugstöðin

Salbjörg Engilbertsdóttir | 18. janúar 2019
Ljósmynd Jón Jónsson
Ljósmynd Jón Jónsson

Nú undanfarið hefur færst enn meira líf í Flugstöðina á Hólmavík en um nokkura ára skeið hefur félag eldri borgara haft þar aðstöðu til félagsstarfs.  Í haust bættust í hópinn Tafl-og bridsfélag Strandamanna sem spilar öll mánudagskvöld frá kl. 19.30 og Lionsklúbburinn á Hólmavík sem fundar annan miðvikudag í hverjum mánuði.  Á laugardaginn verður síðan formleg opnun Hvatastöðvarinnar í Flugstöðinni en Esther Ösp Valdimarsdóttir jogakennari mun bjóða upp á jogatíma og einnig fær hún til sín góða gesti á næstunni og býður upp á viðtalstíma.

Hitaveita: undirbúningur hafinn í Hveravík

| 17. janúar 2019
« 1 af 3 »
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Í gær hófst undirbúningur í tengslum við hitaveituáfrom Strandabyggðar í Hveravík.  Fulltrúi ISOR kom og mældi dýpt og hitastig í borholunum og framundan er álagsprófun sem segir til um vænleika frekari framkvæmda.

Þetta verkefni er ein af lykiláherslum þessarar sveitarstjórnar og því gleðiefni fyrir alla að þessi vinna sé nú hafin.

Laust starf í félagsmiðstöð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 14. janúar 2019

Starfsmaður í  félagsmiðstöðinni Ozon

Laus er 10% staða starfsmanns í  félagsmiðstöðinni Ozon í Strandabyggð. Umsækjendur skulu uppfylla eftirfarandi kröfur:

Menntun, færni og eiginleikar

  • Brennandi áhugi á félagsstarfi barna og unglinga
  • Skipulagshæfni og samskiptahæfni
  • Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur er til 22. janúar 2019.

 

Nánari upplýsingar veita:

Ingibjörg Benediktsdóttir, oddviti Strandabyggðar, sími: 663-0497 og/eða Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri, sími 899-0020.

 

Umsóknum með starfsferilsskrá og afrit prófskírteina þar sem við á ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist Þorgeiri Pálssyni á sveitarstjori@strandabyggd.is eða á Strandabyggð Höfðagötu 3, 510 Hólmavík.

 

Lausar stöður tómstundafulltrúa og íþróttakennara

| 11. janúar 2019

Tómstunda- og íþróttafulltrúi


Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir laust til umsóknar starf Tómstunda- og íþróttafulltrúa. Um er að ræða 70% starfshlutfall, með möguleika á hækkun í 100%


Hér er um að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf þar sem skapandi og skipulagðir einstaklingar sem hafa  unun af samskiptum og samstarfi við ungt fólk ættu að blómstra.

...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón