Salbjörg Engilbertsdóttir | 04. september 2018
Kæru íbúar Strandabyggðar,
Ég hef nú tekið við spennandi og krefjandi starfi sveitarstjóra. Fyrstu dagarnir og vikurnar hafa farið í að ná yfirsýn yfir stöðu verkefna, hitta íbúa Strandabyggðar, heimsækja fyrirtæki og ræða við forstöðumenn og starfsmenn sveitarfélagsins. Ég þakka öllum góðar og jákvæðar móttökur.
Þegar mér bauðst þetta starf var ég fastráðinn við Háskólann í Reykjavík og sá þar um kennslu í tveimur námsgreinum, markaðsfræði og alþjóða viðskiptum. Þessum skuldbindingum verð ég að sinna og því er óhjákvæmilegt annað en að fara suður til að kenna. Ég verð því talsvert á flakki fram að áramótum, en mun reyna að halda þeim ferðum í algeru lágmarki og reyna alltaf að nýta þær um leið fyrir Strandabyggð. Mér finnst mikilvægt að þetta komi fram og sé öllum ljóst.
Í lokin langar mig til að minna okkur öll á eftirfarandi: Nú er skólastarfið komið af stað og þá hefst nýr og spennandi kafli í lífi margra. Það er okkar sameiginlega skylda sem íbúa Strandabyggðar, að halda vel utan um skólastarfið, krakkana og starfsfólk skólans; sýna þeim virðingu og veita þeim stuðning. Það er mjög mikilvægt að hér sé góður skóli og virkt skóla-, íþrótta-, tómstunda- og tónlistarstarf, bæði svo okkur líði áfram vel hér, en einnig til að laða að nýtt fólk til Strandabyggðar.
kveðja
Þorgeir