Laust afleysingastarf í Íþróttamiðstöð
Íþróttamiðstöðin óskar eftir afleysingafólki til starfa sem fyrst. Um er að ræða lifandi og skemmtilegt starf sem felst meðal annars í afgreiðslu, baðvörslu, sundlaugarvörslu, þrifum, umsjón með tjaldstæði og öðrum tilfallandi verkefnum. Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst. Gerð er krafa um búsetu í Strandabyggð. Unnið er á vöktum. Gerð er krafa um jákvæðni og ríka þjónustulund, stundvísi, dugnað, sjálfstæð vinnubrögð og kunnáttu í erlendum tungumálum. Í reglugerð nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum kemur fram að starfsmenn sem sinna laugargæslu skuli hafa náð 18 ára aldri og standast eftirfarandi hæfnispróf sjá nánar um starfið hér undir liðnum sumarstarf í íþróttamiðstöð. Umsóknum má skila á skrifstofu Strandabyggðar eða Íþróttamiðstöðvar fyrir 30. nóvember og nálgast má umsóknir hér.
Nýr sorpbíll kemur til Hólmavíkur
Kæru íbúar Strandabyggðar í dag mun nýr sorpbíll koma til Hólmavíkur og verður hann til sýnis við félagsheimilið kl 18:00. Hvetjum við alla að koma og skoða nýja sorpbíl Sorpsamlagsins.
Sveitarstjórnarfundur 1282
Sveitarstjórnarfundur 1282 í Strandabyggð
Fundur nr. 1282 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 13. nóvember kl 16:00 í Hnyðju.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Fjárhagsáætlun 2019-2022, fyrri umræða
- Erindisbréf umhverfis-, náttúruverndar og skipulagsnefndar
- Flugstöð – minnisblað
- Samstarf Strandabyggðar, Dalabyggðar og Reykhóla um slökkviliðsmál – minnisblað frá 9.11.18
- Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, fundargerð frá 13.9.18
- Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, fundargerð frá 5.11.18
- Fundargerð US nefndar frá 5.11.18
- Fundargerð Ungmennaráðsfundar frá 16.10.18
- Ályktanir haustþings FV.
Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:
Aðalbjörg Sigurvaldadóttir
Eiríkur Valdimarsson
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Ingibjörg Benediktsdóttir
Jón Gísli Jónsson
Hægt er að sækja um styrk í Uppbyggingarsjóð til og með 12. nóvember
Kæru íbúar Strandabyggðar nú styttist í að umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð renni út. Af því tilefni verður opið í Hnyðju í dag frá 16:00 - 18:00. Þar mun Skúli Gautason menningarfulltrúi Vestfjarða vera ykkur til aðstoðar við gerð umsókna. Hvetjum við alla sem áhuga hafa að mæta.