A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Frisbígolfvöllur á Hólmavík

Heiðrún Harðardóttir | 06. maí 2024
 

Tómstunda-, íþrótta- og menningarmálanefnd óska eftir hugmyndum íbúa í Strandabyggð um staðsetningu fyrir frisbígolfvöll á Hólmavík. Markmiðið er að koma vellinum í notkun í sumar og því óskum við eftir hugmyndum til föstudagsins 24. maí 2024.

Hugmyndir sendist á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is með yfirskriftinni „frisbígolfvöllur“.

Menningarverðlaun Strandabyggðar 2024

Heiðrún Harðardóttir | 06. maí 2024

Tómstunda-, íþrótta- og menningarmálanefnd Strandabyggðar auglýsir eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Strandabyggðar.

Í ár verður Lóan, menningarverðlaun Strandabyggðar, veitt í fimmtánda skiptið. Verðlaunin eru veitt árlega til einstaklings, félags, stofnunar, fyrirtækis eða hóps fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar í sveitarfélaginu á liðnu ári ásamt því að stundum eru veitt hvatningarverðlaun til frekari starfa í menningarmálum.

Tilnefningum ásamt rökstuðningi, má skila á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is til miðnættis fimmtudaginn 30. maí.

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd skipar dómnefnd sem velur úr innsendum tillögum.

Brandskjól - framtíðar íbúðasvæði

Þorgeir Pálsson | 03. maí 2024

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Nú fara drög að endurgerðu Aðalskipulagi Strandabyggðar að líta dagsins ljós.  Stórt og sérlega mikilvægt verkefni þar, er uppbygging íbúðakjarna í Brandskjólum.  Í aðalskipulaginu kemur fram, að „gert sé ráð fyrir lágreistri byggð á einni hæð með fjölbreyttum húsagerðum, þ.e. einbýli, par- og raðhús á einni hæð“. Um er að ræða allt að 35 íbúðir.  Þarna gerum við líka ráð fyrir að í framtíðinni geti risið þjónustukjarni fyrir aldraða.

Enginn efast um mikilvægi þess að auka framboð íbúða í Strtandabyggð.  Uppbygging í Brandskjólum, mætir þeirri eftirspurn til lengri tíma litið.

Kveðja

Þorgeir Pálsson

oddviti

Sundlaugin opnar!

Þorgeir Pálsson | 03. maí 2024

Kæru íbúar Strandabyggðar,

 

Frá og með morgundeginum, laugardeginum 4. maí, verður sundlaugin opin að nýju.  Eftir að ákveðið var að sundkennsla grunnskólans yrði hér á Hólmavík en ekki í Bjarnarfirði, hefur laugin verið hituð upp og nú er allt að verða tilbúið fyrir notkun.  

Við hvetjum íbúa til að skella sér í sund um helgina.

Kveðja
Starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar

Viðvera fulltrúa sýslumanns

Heiðrún Harðardóttir | 03. maí 2024


Skúli Hakim Thoroddsen staðgengill sýslumannsins á Vestfjörðum verður til viðtals á sýsluskrifstofunni á Hólmavík mánudaginn 6. maí n.k.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón