Pottum lokað vegna viðgerða
Eins og sundlaugargestum er kunnugt, hafa heitu pottarnir verið í ólagi í nokkurn tíma og er þar aðallega um að ræða að flísar hafa losnað og eins er leki á milli potta sem ruglar hitastýringu. Nú er komið að því að gera við pottana og skipta um flísar. Nákvæmur tímarammi liggur ekki fyrir, en byrjað verður á þessu verkefni á næstu dögum.
Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti