A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Könnun v. Sorpmála

Salbjörg Engilbertsdóttir | 14. mars 2024
 

Minnum á að frestur til að svara könnuninni rennur út í kvöld og hvetjum íbúa til að svara.https://forms.office.com/Pages/ResponsePage.aspx... 

Til áréttingar viljum við taka fram að það samræmist ekki lögum að hafa eina tunnu við hvert hús og því þarf að breyta í fjögurra flokka kerfi eins og er víðast hvar, eða tunnukerfi/botnlangastöð á nærliggjandi lóð þar sem verður fjögurra flokka kerfi með fyrir almennt heimilissorp, plast, pappa og fl.

Áfram verður stöð út á Skeiði en um leið og hægt er, verður svæðið girt af og eingöngu tekið við flokkun á opnunartíma stöðvarinnar. Jafnframt verður þá byrjað að vigta það sem skilað verður á stöðina og greitt eins og hent er.
Kostnaður við fjögurra flokka kerfið við hverja íbúð verður alltaf kostnaðarsamari fyrir íbúa og mun hækka sorpgjöld.

Því betur sem við vöndum flokkun og veljum ódýrari lausnir því lægri verður kostnaður fyrir íbúa. Það er einfaldlega ekki í boði lengur að setja allt í sömu tunnuna. En í stað þess að vigta tunnur frá hverju og einu heimili viljum við fara þá leið í sorpmálum að hafa val um tunnur við heimili eða botnlangastöð/tunnur á nærliggjandi lóðum.

Frekari upplýsingar í síma 451-3510

Til hamingju Kerecis!

Þorgeir Pálsson | 12. mars 2024
Fyrirtækið Kerecis hlaut Útflutningsverðlaun Forseta Íslands árið 2024 og er vel að þeirri viðurkenningu komið.  Við óskum starfsmönnum, stjórn og eigendum Kerecis innilega til hamingju.  Megi þessi viðurkenning verða þeim hvatning til frekari aðgerða og umsvifa á Vestfjarða-, lands- og heimvísu!

Kveðja frá Strandabyggð!

myndbirting með leyfi frá bb.is

Sveitarstjórnarfundur nr. 1358 í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 08. mars 2024

Fundur nr. 1358 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 12. mars kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Vinnufundur sveitarstjórnar frá 21.febrúar 2024 – til staðfestingar
a. Beiðni um fjárhagslegan stuðning til Innviðaráðuneytis
b. Staðsetning Lillaróló
2. Samningar við verktaka lagðir fyrir til samþykktar
a. Málval vegna endurbóta í grunnskóla
b. Raflux vegna endurbóta í grunnskóla
3. Óbyggðanefnd erindi frá 12. febrúar 2024, varðandi kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist „eyjar og sker“
4. Matvælaráðuneytið erindi varðandi regluverk um búfjárbeit
5. Land og skógur, erindi frá 27. febrúar 2024 varðandi endurskoðun fyrirkomulags stuðningskerfa í landgræðslu og skógrækt
6. Húsnæðisáætlun Strandabyggðar
7. Samgöngusáttmáli Vestfjarða
8. Fundargerð Ungmennaráðs frá 17. febrúar 2024
9. Fundargerð Sterkra Stranda frá 1. febrúar 2024
10. Fundargerð Velferðarnefndar frá 6. mars 2024
11. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 7. mars 2024
12. Fundargerð Sorpsamlags Strandasýslu frá 9. febrúar 2024
13. Forstöðumannaskýrslur
14. Vinnuskýrsla sveitarstjóra
15. Náttúrustofa Vestfjarða fundargerð nr. 145 frá 19. janúar 2024
16. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða fundargerð nr. 146 frá 15. febrúar 2024 ásamt ársreikningi 2023
17. Vestfjarðarstofa fundargerðir nr. 58 frá 10. janúar 2024 og nr. 59 frá 14. febrúar 2024
18. Samband sveitarfélaga fundargerðir nr. 943 frá 9. febrúar 2024 og nr. 944 frá 23. febrúar 2024
19. Hafnasamband Íslands fundargerð nr. 461 frá 16. febrúar 2024

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:


Þorgeir Pálsson
Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir
Jón Sigmundsson
Matthías Sævar Lýðsson
Hlíf Hrólfsdóttir


Strandabyggð 8. mars 2024
Þorgeir Pálsson oddviti

Framtíðarstarf á skrifstofu Strandabyggðar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 07. mars 2024

Laus er staða fulltrúa á skrifstofu Strandabyggðar. Um er að ræða 100% stöðu.

Helstu verkefni eru:

  • Almenn afgreiðsla
  • Þjónusta við íbúa og viðskiptavini 
  • Innheimta
  • Bókhald
  • Skjalavarsla
  • Önnur störf sem tengjast stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélagsins.

 

Gerð er krafa um almenna framhaldsmenntun. Öll frekari menntun er kostur og tekið verður tillit til menntunar og þekkingar sem nýtist við störf fyrir sveitarfélagið.


Gerð er krafa um reglusemi, nákvæmni, ritfærni og kunnáttu á office kerfin. Þekking á DK kerfinu og One system málavörslukerfinu er kostur sem og vinna við vefumsjónarkerfi.

Æskilegt er að störf hefjist sem fyrst. Laun skv. samningi Sambands sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 17. mars og þarf starfsferilskrá að fylgja með umsókninni. Umsóknum skal skilað á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is Einnig má skila inn umsóknum á skrifstofu sveitarfélagisns að Hafnarbraut 25.
Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri, Salbjörg Engilbertsdóttir í síma 451-3510.

 

Fyrirkomulag starfsemi íþrótta- og tómstundamála

Þorgeir Pálsson | 06. mars 2024

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Auglýst var eftir starfsmanni í afleysingu í fjarveru íþrótta- og tómstundafulltrúa í sex mánuði.  Ein umsókn barst sem var síðan dregin tilbaka.  Því hefur verið ákveðið að eftirfarandi fyrirkomulag gildi í fjarveru íþrótta- og tómstundafulltrúa:

Til viðbótar þeim munu Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, formaður Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar, netfang: sigridur@strandabyggd.is og Þorgeir Pálsson, oddviti og sveitarstjóri, netfang: thorgeir@strandabyggd.is koma að framkvæmd þeirra verkefna sem eru á borði íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri

 

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón