A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Vinnuskóli í Strandabyggð 2024

Salbjörg Engilbertsdóttir | 13. maí 2024

Vinnuskóli Strandabyggðar verður með breyttu sniði í sumar þar sem ekki hefur tekist að ráða umsjónaraðila nema hluta sumars. Reynt verður að bjóða sama tímafjölda á aldursár eins og áður.

Í boði verða eftirfarandi störf fyrir árganga 2011-2009:

Leikskóli, létt störf við gæslu undir umsjón deildarstjóra og skólastjóra - eingöngu í júní
Félagsþjónusta, létt störf við liðveislu barna td. á sumarnámskeiðum - eingöngu í júní
Áhaldahús, fjölbreytt störf við fegrun umhverfis og eigna - eingöngu 8.-31 júlí, umsjón verður í höndum Halldórs Smára Arnarsonar

Ungmennum fæddum árin 2007-2008 er bent á að sækja um starf í áhaldahúsi

Sækja má um störfin á slóðinni hér fyrir 21. maí

Tímafjöldi fyrir hvern árgang er þessi:



Sveitarstjórnarfundur 1361 í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 10. maí 2024

Fundur nr. 1361 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 14. maí kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Ársreikningur Strandabyggðar 2023, fyrri umræða
2. Stjórnsýsluskoðun Strandabyggðar 2023
3. Viðauki I 2024
4. Innviðaráðuneyti, svar við beiðni um áframhaldandi fjárstuðning
5. Aðalskipulag Strandabyggðar, vinnslutillaga 2021-2033
6. Málalykill Strandabyggðar 2024-2028
7. Niðurstaða Eflu úr sýnatöku í grunnskóla í apríl
8. Niðurstaða úr könnun vegna Sorpmála í Strandabyggð ásamt minnisblaði
9. Svæðisskipulag Vestfjarða, lýsing 2025-2050
10. Breytingar á nefndarskipan T-lista
11. Fyrirframgreiðslur reglur
12. Velferðarþjónusta Vestfjarða minnisblað um bakvaktir barnaverndar
13. Ungmennaráð fundargerð frá 23. apríl 2024
14. Umhverfis- og skipulagsnefnd fundargerð frá 7. maí 2024
15. Fræðslunefnd fundargerð frá 8. maí 2024
16. Sterkar Strandir fundargerð úthlutunarfundar frá 5. apríl 2024
17. Brothættar byggðir ársskýrsla 2023
18. Verkefni sveitarstjóra
19. Forstöðumannaskýrslur
20. Vestfjarðarstofa fundargerð nr. 60 frá 30. apríl 2024
21. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða fundargerð nr. 147 frá 18. apríl 2024 ásamt ársskýrslu
22. Samband sveitarfélaga fundargerð nr. 947 frá 19. Apríl 2024


Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:


Þorgeir Pálsson
Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir
Jón Sigmundsson
Matthías Sævar Lýðsson
Hlíf Hrólfsdóttir


Strandabyggð 10. maí 2024 Þorgeir Pálsson oddviti

Kjörskrá vegna forsetakosninga 2024

Salbjörg Engilbertsdóttir | 10. maí 2024

Kjörskrá liggur frammi til kynningar, í afgreiðslu Strandabyggðar að Hafnarbraut 25, fram að kjördegi.

Búið er að opna fyrir Hvar á ég að kjósa á vef Þjóðskrár. 


Ef kjósendur geta ekki kosið á kjördag er hægt að kjósa utan kjörfundar. Hægt er að kjósa fyrir kjördag m.a. hjá sýslumönnum og erlendis. 

Kosning á Íslandi – hjá sýslumanni

Kjósendur á Íslandi geta kosið hjá sýslumönnum og í sumum sveitarfélögum. Hér má sjá nánari upplýsingar um staðsetningu utankjörfundaratkvæðagreiðslu á vef sýslumanna. Á höfuðborgarsvæðinu er kosið í Holtagörðum.


Kosning erlendis
Kjósendur þurfa að hafa samband við sendiráð eða ræðismann í viðkomandi landi til að vita hvar og hvenær er hægt að kjósa. Sýna þarf skilríki, til dæmis ökuskírteini eða vegabréf, þegar kosið er. Hér má finna lista af íslenskum sendiráðum og ræðismönnum.Ef kjósandi er í vafa um hvar og hvernig eigi að kjósa erlendis er best að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í gegnum hjalp@utn.is eða í síma +354 5459900. Bréfið er síðan sent til sveitarfélagsins þar sem kjósandi var síðast á kjörskrá.


Ein kjördeild verður í Strandabyggð og verður kjörstaður í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Kjörfundur verður auglýstur síðar.

Formaður kjörstjórnar
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir


Pottum lokað vegna viðgerða

Þorgeir Pálsson | 07. maí 2024
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Eins og sundlaugargestum er kunnugt, hafa heitu pottarnir verið í ólagi í nokkurn tíma og er þar aðallega um að ræða að flísar hafa losnað og eins er leki á milli potta sem ruglar hitastýringu.  Nú er komið að því að gera við pottana og skipta um flísar.  Nákvæmur tímarammi liggur ekki fyrir, en byrjað verður á þessu verkefni á næstu dögum.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

Frisbígolfvöllur á Hólmavík

Heiðrún Harðardóttir | 06. maí 2024
 

Tómstunda-, íþrótta- og menningarmálanefnd óska eftir hugmyndum íbúa í Strandabyggð um staðsetningu fyrir frisbígolfvöll á Hólmavík. Markmiðið er að koma vellinum í notkun í sumar og því óskum við eftir hugmyndum til föstudagsins 24. maí 2024.

Hugmyndir sendist á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is með yfirskriftinni „frisbígolfvöllur“.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón