Auglýsing um samþykkt Svæðisskipulags Dala, Reykhóla og Stranda 2018-2030
Meira
Fræðslufundur um svefn verður haldinn í Hnyðju á Hólmavík mánudaginn 30. apríl kl. 17:00. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu með sérstakri áherslu á svefn meðal barna og unglinga.
Fyrirlesari er Dr. Erla Björnsdóttir. Erla er sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í rannsóknum og meðferð svefnvanda og gaf nýlega út bókina Svefn. Erla vinnur við rannsóknir á svefni við Háskóla Íslands og rekur Sálfræðiráðgjöfina þar sem hún aðstoðar fólk sem glímir við svefnvanda. Fyrirlesturinn er í boði Félagsþjónustunnar.
Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar 26. maí 2018. Væntanlegir frambjóðendur hafa að mörgu að hyggja, en á meðfylgjandi vefslóð má finna helstu leiðbeiningar. Rétt er að vekja athygli á að framboðsfrestur rennur út kl. 12 á hádegi þann 5. maí 2018. https://www.stjornarradid.is/verkefni/kosningar/sveitarstjornarkosningar-2018/“
Formaður kjörstjórnar Strandabyggðar
Viktoría Rán Ólafsdóttir