A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fundarboð - Sveitarstjórnarfundur 1251 í Strandabyggð

| 05. ágúst 2016

Fundur nr. 1251 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 9. júní 2016, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:

...
Meira

Laust starf við Grunnskólann á Hólmavík

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 29. júlí 2016
Grunnskólinn á Hólmavík auglýsir starf laust til umsóknar fyrir skólaárið 2016-2017
  • Staða íþróttakennara. Um er að ræða kennslu og þjálfun í samstarfi skólans og íþróttahreyfingarinnar á svæðinu. Meðal kennslugreina eru skólaíþróttir, sund, skólahreysti og þjálfun íþróttagreina.

 Umsækjendur þurfa að hafa réttindi til kennslu í grunnskóla. Leitað er eftir einstaklingum með góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af teymisvinnu, samkennslu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands

Umsóknarfrestur er til 9. ágúst 2016.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, sími 451 3430, netfang skolastjori@strandabyggd.is

 

Umsóknir með starfsferilsskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á skolastjori@strandabyggd.is eða Grunnskólinn á Hólmavík, Skólabraut 20-22, 510 Hólmavík

 

 

Skrifstofa Strandabyggðar - sumarlokun

| 14. júlí 2016
Skrifstofa Strandabyggðar að Höfðagötu 3 á Hólmavík verður lokuð dagana 21. júlí - 2. ágúst 2016 vegna sumarfría starfsmanna. Skrifstofan verður aftur opin þann 3. ágúst.

Lokun skrifstofu hefur ekki áhrif á aðra starfsemi á vegum sveitarfélagsins s.s. Áhaldahúss eða Íþróttamiðstöðvar, sjá hér að neðan:...
Meira

Náttúrubarnaskólinn á Ströndum - dagskráin í júlí

| 13. júlí 2016
Náttúrubarnaskólinn stendur fyrir margvíslegum skemmtilegum viðburðum á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum í sumar. Námskeiðum fyrir náttúrubörn á öllum aldri, kvöldgöngum, fuglafjöri, spurningakeppnum, sagnaskemmtunum og mörgu fleira. Á svæðinu í kringum Sævang er fuglalífið ótrúlega fjölbreytt og fuglarnir orðnir vanir mannaferðum. Hægt er að klappa æðarkollunni Kollfríði þar sem hún liggur á hreiðri sínu. Teistur verpa í manngerða kassa þar sem hægt er að fylgjast með teistum og ungunum þegar þeir koma úr eggjunum, en þeir halda til í kössunum í mánuð....
Meira

Laust starf í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar Norðurfirði

Salbjörg Engilbertsdóttir | 11. júlí 2016

Laust er til umsóknar starf verslunarstjóra í Norðurfirði frá og með ágústmánuði.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón