Skólaskjól
Meira
Kjörskrá liggur frammi til kynningar í afgreiðslu Strandabyggðar í Hnyðju Höfðagötu 3 Hólmavík,fram að kjördegi en einnig getur fólk farið inn á slóðina http://www.kosning.is til að kynna sér hvar það er skráð.
Kjörfundur vegna kosninga til alþingis.
Ein kjördeild verður í Strandabyggð og er kjörstaður í Hnyðju, Höfðagötu 3 Hólmavík.
Kjörfundur hefst kl. 09:00 laugardaginn 29. október 2016 en kjörstaður verður opinn frá kl. 10:00 -17:00 . Sbr. 1. mgr. 89 gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis.
...Landsbankinn hefur fært nokkrum leikskólum og skólum að gjöf notaðan en nýlegan tölvubúnað með innbyggðri myndavél sem notaður verður við talþjálfun fyrir börn og fullorðna í gegnum fjarbúnað. Leikskólar á sjö stöðum, einn grunnskóli og eitt hjúkrunarheimili fá búnað til þessara nota.
Verkefnið er unnið í samstarfi við ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækið Tröppu en talmeinafræðingar á þeirra vegum hafa veitt rúmlega 100 börnum talþjálfun.
Fjórir leikskólar og einn grunnskóli á Vestfjörðum fá búnað og er leikskólinn Lækjarbrekka einn af þeim.
Við færum Landsbanka Íslands okkar bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf og mun hún koma að góðum notum við þjálfun barna í Strandabyggð en Trappa hefur sinnt fjarþjálfun hér undanfarið.